SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Mikil spenna í dag!

Eftir Doktorinn þann 30 Sep 2020 klukkan 09:18
Um 10 aðdáendur fylgja okkur til Hveragerði í dag til að sjá seinni leik Hamars og KFS kl. 15.30. KFS er yfir 1:0 og má tapa 1:2 o.s.frv., en það er ekki stefnan. Leikið er á Grýluvelli, grasvelli. Dómarinn kemur úr efstu deild, sem betur fer. Nóg voru lætin í fyrri leiknum.
Veit ekki annað að allir okkar menn séu með og heilir, það kemur betur í ljós í dag. Þetta er fyrsta dauðafæri okkar frá 2014 að komast upp um deild, þá komumst við upp með því að vinna Þrótt V á Hvolsvelli í leik um 3. sæti, sem dugði það árið.
ÁFRAM KFS!

Mikil spenna í dag! KFS í 3. deild!

Eftir Doktorinn þann 30 Sep 2020 klukkan 22:39
Einn mesti gleðidagur í sögu KFS í dag; sæti í 3. deild eftir glæsilegan sigur í Hveragerði eftir 4 töp þar í röð sl. 10 ár. Unnum fyrri leikinn 1:0 og endurtókum það á Grýluvelli í 7 stiga hita, rigningu og með yfir 100 áhorfendur, þar af Hvítu riddarana o.fj. aðstandenda liðsmanna okkar.
Halli Þórðar gerði markið eftir sendingu Gulle eftir skalla Gunnars Heiðars í stöng eftir að mark hafði verið tekið af honum ranglega fyrr í leiknum. Allt vel við hæfi, varnartröllin og þjálfarinn eiga stóran þátt í þessum árangri, haldið hreinu í meira en 200 mín.
Víðir aldeilis risið upp; Boggi skilaði sína skaðlaust, Gulli gult og Halli kóngar, Matt líka(Björgvin); Arnar Breki flottur(Sæbjörn), Haffi fyrirliði gult og frábær, Jeffsie líka, gult, Elmar frábær(Leó), Erik frábær(Karl Jóhann); Gunnar Heiðar frábær(Danni Már líflegur). Sigurnýjas og Birkir Snær hvíldu fyrir laugardaginn.
Trausti, Hannes, Olla sjþj. og ég voru til aðstoðar, þökkum líka Hvítu riddurunum og öðrum stuðmingsmönnum innilega.
Í. H. í úrslitaleik á laugardag.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ