SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

KFS úr fallsæti!

Eftir Doktorinn þann 10 Jul 2021 klukkan 23:17
Frækinn sigur KFS í dag á frábæru gervigrasi Tindastóls á Sauðárkróki, 1:2(1:0)kl. 12 í dag í frábæru veðri, með helming ahorfenda frá okkur! Takk fyrir frábæran stuðnin g. Fórum þar með úr fallsæti með 11 stig eftir helming mótsins.
Eftir 6 mín. var dauðafæri Elmars vel varið.
Eftir 13 mín. fór Birkir Snær út fyrir Hauk vegna meiðsla. Eftir 29 mín. skoraði Papa Mamadou Faye 1:0, var annars haldið niðri af Gulla og Hauki allan leikinn. Þessi leikmaður verið víða, m.a. hjá Víkingi R og Fylki.
Eftir 40 mín. skaut Geiri rétt yfir eftir að víti var líklega tekið af okkur.
Eftir 43 mín. skaut Danni ótrúlega framhjá fyrir nær opnu marki. 1:0 í hálfleik.
Eftir 48 mín. var dauðafæri Arnars Breka varið.
Eftir 53 mín. var rangstöðumark Papa dæmt af.
Danni skallaði framhjá úr dauðafæri eftir 55 mín, Elmar bak við hann og í betra færi.
Varið frá Frans eftir 61 mín.
Danni jafnaði eftir 62 mín. með glæsilegum skalla eftir frábæra fyrirgjöf Eyþórs.
Frans skoraði 2:1 eftir 64 mín. eftir frábæra seningu Elfars.
Skot Björgvin varið eftir 69 mín.
Andrés skaut rétt framhjá eftir 87 mín..
Bætt var við 4 mín.
Ég sleppi ekki hér færum Tindatóls, við höfðum töluverða yfirburði eins og sjá má af lýsingunni.
Gunnar þjálfari fær toppeinkun, hann og Elmar menn leiksins.
Viðir, gult, öryggið uppmálað; Eyþór gefur okkur mikið í bakverðinum og er með frábærar sendingar, Gulli átti stórleik gegn Papa, Halli Þ frábær, Björgvin líka; Birkir spilaði meiddur greinilega(Haukur með frábæra innkomu), Arnar Breki gaf allt sitt, Elmar, gult, stjórnaði miðjunni með Ásgeiri, gult, fyrirliða,, Frans, gult, með mjög góða kafla og sigurmark(André með mjög góða innkomu); Danni gerði mjög mikilvægt jöfnunarmark(Sæbjörn ag allt sitt).

Takk fyrir frábæran leik, engar gamlar hetjur að hjálpa núna og þið leystuð þetta frábærlega með mjög lágan meðalaldur.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2021
á síðu KSÍ