SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Útihlaup 19.30, Týsheimilið 20!

Eftir Stjórinn þann 08 Mar 2010 klukkan 12:39
Nýtt einvígi í kvöld, mottan gegn Formanninum. Það byrjar með útihlaupi 19.30, 10 stig þar fyrir 1. sæti, 5 fyrir annað, 0 fyrir að mæta ekki. Síðan verður passað að þeir 2 verði ekki mikið í sama liði á æfingunni. Báðir hafa þeir æft sig vel að undanförnu með útihlaupum.
Einnig hefur heyrst að Palli og Doddi ætli að heyja sams konar einvígi, Spýtunni og Bjarna Rúnari er einnig boðið í einvígi. Þetta verður því afar fróðleg æfing!

Útihlaup 19.30, Týsheimilið 20!

Eftir Formaðurinn þann 08 Mar 2010 klukkan 12:43
Skora á Svenna að mæta ekki í útihlaup, þá skal ég ekki mæta heldur!!

Útihlaup 19.30, Týsheimilið 20!

Eftir svenni þann 08 Mar 2010 klukkan 18:41
ég tek þessari áskorun þar sem það er of kalt að hlaupa hér á landi miðað við las palmas síðustu vikur

Útihlaup 19.30, Týsheimilið 20!

Eftir Smári þann 08 Mar 2010 klukkan 19:05
Ég mæti, kem samt ekki í útihlaup, er á leið í hressó.

Skemmtileg æfing í kvöld!

Eftir Stjórinn þann 09 Mar 2010 klukkan 00:01
Já, það mættu margir fáséðir gestir, Bjarni Rúnar þar fremstur í flokki, Svenni og Sæþór(ekki fáséður) í útihlaupið og liðið hans Svenna var fyrir ofan lið Formannsins, en eftir keppni Robocops og Formannsins í fyrra vitum við, að einhvern veginn finnur hann leið til að hafa unnið Svenna!
Tryggvi lét sjá sig og fór á kostum, en lið Palla, Smára, Sigga prestsins og já, Hilmars Björns., sem hefur ekki sést óralengi, vann, eftir frábæra byrjun. Aðrir mættir voru Stjórinn, Ásgeir og enn einn sjaldséður fugl, Gestur Magnússon, hljóta að vera mörg ár síðan hann mætti á KFS-æfingu. Hann þóttist vera þreyttur í lokin, en tók þá þvílíka spretti upp völlinn. Hef ekki miklar áhyggjur af liðinu í sumar, ef allir þessir heiðursmenn verða til taks í KFS-liðinu. Næsta verkefni er Hamar 21. mars nk., byrjum á því. Doddi hefur boðað endurkomu sína á næstu æfingu, ekki veikir það þennan hóp og þá eru ,,Reykvíkingarnir" ekki taldir með.
Áfram KFS! Svenni vann okkar stigakeppni í kvöld með útihlaupinu, hann bætti við sig stigum eftir að Sæþór fór. Nú bíðum við spenntir eftir niðurstöðu Formannsins, ég hef örugglega misst af einhverri stigabrellu Formannsins! Hvað er í verðlaun hjá ykkur?

Útihlaup 19.30, Týsheimilið 20!

Eftir Formaðurinn þann 09 Mar 2010 klukkan 19:56
Ég hljóp úti en á leið á æfingu mætti ég Svenna og Sæþóri í útigöngu. Svo þegar ég hljóp fram hjá 11/11 sat Svenni þar inni og hámaði í sig snakk. Hann fékk svo bíltúr til baka í Týsheimilið. Þetta hljóta að vera 10 mínusstig. Það þýðir að ég fæ amk. 5 stig fyrir útihlaupið. Sem kemur mér upp fyrir Svenna.
Skilst að í verðlaun sé myndband af Svenna að hlaupa á ströndinni á Kanarí. Og einn Kanarískur bjór með.

Útihlaup 19.30, Týsheimilið 20!

Eftir svenni þann 10 Mar 2010 klukkan 12:33
vissi ekki að það væri farið að bjóða uppá gras í bankanum því saga er ótrúleg. Ef að kanarískur (tropical) bjór er í boði fyrir sigur þá tapa ég ekki

Vissi, að Formaðurinn ynni!

Eftir Stjórinn þann 10 Mar 2010 klukkan 16:41
Já, formaðurinn er engum líkur! Vissi, að hann fyndi leið til að hafa unnið Svenna!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ