Spjallið
Svara
Til baka...
Stóræfing í kvöld!
Eftir Stjórinn þann 18 Mar 2010 klukkan 08:55
Mættu 12 í gær. Einar Kristinn, Einar Þór, Magninho og Gústaf unnu, Svenni, Ásgeir, Hjörleifur og Simmi neðstir eftir 3 sigra í fyrstu 3 leikjunum, í miðið voru Doddi, Stjórinn, Sæþór og Siggi prestsins.
Í kvöld er búist við enn fleiri leikmönnum, Palla og Bjarna Rúnari klægjar í tærnar og Svenni og Simmi ætla að hefna sín frá í gær. Mikill hraði var og fjör í gær, margir stórir og sterkir skrokkar, ég hafði gaman af mörgum hörðum(en heiðarlegum) einvígjum á vellinum. Spurning hvort Trausti lætur sjá sig!
Í kvöld er búist við enn fleiri leikmönnum, Palla og Bjarna Rúnari klægjar í tærnar og Svenni og Simmi ætla að hefna sín frá í gær. Mikill hraði var og fjör í gær, margir stórir og sterkir skrokkar, ég hafði gaman af mörgum hörðum(en heiðarlegum) einvígjum á vellinum. Spurning hvort Trausti lætur sjá sig!
Stóræfing í kvöld!
Eftir Gústaf þann 18 Mar 2010 klukkan 12:47
Við vorum náttúrulega bara kjánalega góðir! Og sáum um að klína boltanum í markið ;D
Stóræfing í kvöld!
Eftir Smári þann 18 Mar 2010 klukkan 14:07
Ég kemst ekki á æfinguna í eyjum í kvöld. Er í RVK og fer í bolta hérna í kvöld.
Stóræfing í kvöld!
Eftir svenni þann 18 Mar 2010 klukkan 18:40
ég mæti... en sigruðum við ekki fyrstu 6 leikina. sem sagt fyrstu 3 umferðirnar?
Til baka...