Spjallið
Svara
Til baka...
Óvænt tíðindi! Jóhann Sveinn kominn aftur og 4 ÍBV-arar að láni!
Eftir Stjórinn þann 26 Mar 2010 klukkan 17:19
Jóhann Sveinn Sveinsson er kominn aftur til fyrirheitna liðsins! Hann er í betra standi en í nokkur ár og við væntum afreka af honum í sumar. Hjartanlega velkominn, ,,gamli" refur!
Anton Bjarnason er líka kominn aftur, tímabundið, vantar leiki. Hann brilléraði hjá okkur í fyrra og við væntum þess sama í ár! Velkominn, velkominn!
Arnór Eyvar Ólafsson er líka kominn tímabundið, vantar líka leiki. Hann þekkjum við vel af æfingum hjá okkur á ,,árum áður". Þessi öflugi leikmaður er boðinn hjartanlega velkominn.
Gauti Þorvarðarson spilaði einn leik með okkur í Deildabikarnum í fyrra. Vonandi verða þeir fleiri núna hjá þessum efnilega sóknarmanni, sem auðvitað er líka hjartanlega velkominn.
Elías Fannar Stefnisson vantar líka leiki og kemur í markið hjá okkur. Lukas Kostic er hans aðalaðdáandi, við fáum að sjá af hverju. Hann leysir Kolla af, það dugði ekki minni maður í það!
Það er heiður að fá þessa snillinga alla inn, gerir valið á hópnum og þá sérstaklega byrjunarliðinu mun erfiðara. Það er gott vandamál fyrir mig, en aðrir leikmenn verða að taka sig á til að vera samkeppnishæfir við þessa peyja, sem eru orðnir okkar peyjar, í bili.
Anton Bjarnason er líka kominn aftur, tímabundið, vantar leiki. Hann brilléraði hjá okkur í fyrra og við væntum þess sama í ár! Velkominn, velkominn!
Arnór Eyvar Ólafsson er líka kominn tímabundið, vantar líka leiki. Hann þekkjum við vel af æfingum hjá okkur á ,,árum áður". Þessi öflugi leikmaður er boðinn hjartanlega velkominn.
Gauti Þorvarðarson spilaði einn leik með okkur í Deildabikarnum í fyrra. Vonandi verða þeir fleiri núna hjá þessum efnilega sóknarmanni, sem auðvitað er líka hjartanlega velkominn.
Elías Fannar Stefnisson vantar líka leiki og kemur í markið hjá okkur. Lukas Kostic er hans aðalaðdáandi, við fáum að sjá af hverju. Hann leysir Kolla af, það dugði ekki minni maður í það!
Það er heiður að fá þessa snillinga alla inn, gerir valið á hópnum og þá sérstaklega byrjunarliðinu mun erfiðara. Það er gott vandamál fyrir mig, en aðrir leikmenn verða að taka sig á til að vera samkeppnishæfir við þessa peyja, sem eru orðnir okkar peyjar, í bili.
Til baka...