SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Kjaftshögg í Reykjavík!

Eftir Stjórinn þann 28 Mar 2010 klukkan 23:09
Fórum bjartsýnir í leik við Víking Ó. í dag. Leikurinn byrjaði í jafnræði, en þeir skoruðu e. 15 mín., aftur eftir 30 og síðan 3 fyrir hálfleik í uppgjöf okkar. Menn tóku sig á í seinni hálfleik og þótt varamenn væru ekkert spes voru þeir skárri en margir byrjunarmennirnir og þetta endaði með góðu marki Arnórs í hans 1. leik fyrir okkur. Bara hann og Jóhann Sveinn léku ekki undir getu, svo dapurt var þetta, þótt þetta væri alls ekki einstefna, varnarleikur liðsins var bara hörmulega lélegur. Ég hlýt líka að hafa stillt vitlaust upp og undirbúið liðið illa, ljóst, að við höfum ekki spilað nóg af æfingaleikjum og margir eins og þeir hefðu aldrei spilað alvöru fótbolta. Við verðum líka að komast í betra form, menn hafa verið allt of latir að æfa. Í næsta leik mun vanta 7-8 af þeim,sem léku í dag, aðrir verða að koma inn. Góðu fréttirnar, að 18 spiluðu. Það sást, að 4 nýir leikmenn ÍBV höfðu ekki spilað með okkur áður, ekki við öðru að búast. Þetta hlýtur því allt að skána í framhaldinu.
Fannnar, varði einu sinni meistaralega og gat lítið gert, þeir fengu allan þann tíma, sem þeir vildu; Hilmar(Siggi SK), Ívar, Stebbi(Björgvin), Adólf(Trausti); Einar KK(Hjörleifur), Arnór, Jónatan(Jóhann Sveinn), Anton; Gauti(Einar Þór) og Sæþór(Ásgeir). Athygli mína vakti, að 2 leikmanna skráðu númer sín vitlaus, við heppnir, að dómararnir löguðu það fyrir okkur. Ótrúlegt, að svona gerist í meistaraflokki og í stíl við annað í dag.
Æfing með útihlaupi annað kvöld, menn varla þreyttir eftir þennan leik, ekki hlupu menn það mikið. Tökum okkur á, bara rúmur mánuður í fyrsta Bikarleik. Leikur á fimmtudag á Selfossi kl. 15.
Takk fyrir leikinn Víkingar, 5 útlendingar erfiðir og við létum liðið líta mjög vel út. Góð dómgæsla og takk fyrir peyjar, að gefa ykkur í þetta. Bætum fyrir þetta!

Kjaftshögg í Reykjavík! 7:1 tap

Eftir Stjórinn þann 28 Mar 2010 klukkan 23:11
Já, leikurinn fór 7:1!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ