SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

KFS:Í. H. 1:3(0:2), hópurinn næst

Eftir Stjórinn þann 22 Apr 2010 klukkan 20:07
Lærði ýmislegt í þessum leik gegn 2. deildarliði Í. H., það er aðaltilgangurinn með leik sem þessum. Skv. honum og síðustu leikjum erum við á við slakt 2. deildarlið, meiningin að bæta það.
Vorum daufir í fyrri hálfleik, þeir ívið betri, en fengu 2 heppnismörk án þess að skapa sér mikið annað. Stebbi Braga og Toni Bjarna komu inn á og gerbreyttu leiknum, við talsvert betri og hættulegri í s. h., en þeir gerðu 0:3 upp úr engu eftir 56 mín. úr víti, sem var vafasamt, þ.e. hvort brotið var ekki utan teigsins. Annars var Kjartan Björns. upp á sitt besta í dómgæslunni. Ásgeir minnkaði svo muninn á 75. mín. með góðu marki.
Fundum nýjan hæ. bakvörð, Ingó., ef ÍBV tekur hann ekki til baka. Davíð að koma til og Bjarni Rúnar með sinn 1. leik fyrir okkur. Óx allan leikinn og naut sín vel með Tona Bjarna. í s.h. Bjarni á eftir að batna með hverjum leik á næstunni!
Haffi; Ingó.(Siggi SK var svolítið villtur), Palli, fyrirliði, líka að byrja aftur, mun líka batna með hverjum leik á næstunni, Smári, sem aftur var mjög sannfærandi, Himmi, sem var ólíkur sjálfum sér og meiddist(Adolf átti góða innkomu, en brotið dramatíska var klaufalegt); Ívar var svolítið villtur í nýrri stöðu(Toni B), Dr. Dabbi(Ásgeir með súperinnkomu), Birkir var hálfmeiddur(Stebbi), Bjarni Rúnar, Einar KK(Toni RJ með flotta innkomu); Gauti var mun betri í s.h.
Takk fyrir nokkuð góðan leik, peyjar, og ÍH-menn fyrir drengilegan leik.
Skv. mínum kokkabókum er hópurinn fyrir sunnudag(leiðréttið, ef þið verðið ekki með): Jónatan, Ásgeir, Einar KK, Davíð, Andri, Adolf, Fannar, Bjarni, Birkir, Sæþór, Stebbi, Ívar, Ingó., Anton B, Trausti, Jóhann Sveinn, Siggi SK og Hjölli D.
Búist við Herjólfi vegna ekki flugs á Bakka, annars Bakki.
H. K. fær æfinguna okkar annað kvöld. Mæting 07.45 í Herjólf, fréttir af Bakka á læaugardagskvöld hér á spjallinu.
Erum í 4. sæti með 6 stig eftir 4 leiki, fyrir lokaleikinn.

Sæþór út, Arnór inn!

Eftir Stjórinn þann 23 Apr 2010 klukkan 13:53
Þessi breyting á hópnum liggur þegar fyrir. Veðurspáin skánað, en leikurinn er seint og hæpið að ná á Bakka fyrir kl. 20(þá hækkar gjaldið) og því verið að ath. með bíla og Herjólf líka.

KFS:Í. H. 1:3(0:2), hópurinn næst

Eftir Birkir þann 23 Apr 2010 klukkan 16:31
semsagt enginn æfing í kvöld?

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ