SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

K. F. S.:Víkingur Ó.+dómarinn 2:5(1:3)

Eftir Stjórinn þann 18 Maí 2010 klukkan 22:15
Helgafellsvöllur, 18. maí,
VISA-Bikarinn 2. umferð,
KFS:Víkingur Ó. 2:5(1:3)

10. mín.: Sæþór Jóhannesson 1:0
14. mín.: Aleksandr Zekulajev 1:1
26. mín.: Þorsteinn Ragnarsson 1:2
34. mín.: Heiðar Emilsson 1:3
38. mín.: Bjarni Rúnar Einarsson(KFS) gult; rautt
47. mín.: Helgi Hafsteinsson 1:4
63. mín.: Ingólfur Einisson 2:4
88. mín.: Edin Beslija 2:5

Dómarinn í aðalhlutverki í þessum leik. Eftir frábæra byrjun og flott mark Sæþórs gáfum við þeim jöfnunarmark með hræðilegri sendingu beint á þá. Þegar þeir komust svo í 1:2 með glæsilegu marki og 1:3 með marki, þar sem klárlega var hendi var ekki skrýtið að maður væri farinn að hugsa að þetta yrði ekki okkar dagur. Bjarni Rúnar fékk svo gult fyrir afskaplega lítið brot á 35. mín. og annað gult 3 mín. síðar fyrir meira brot, en enga snertingu. M.a.s. Ólafsvíkingurinn var hissa á útafrekstrinum. Við á móti sterkum vindi þarna og eygðum möguleika í s.h. (fyrir rauða spjaldið).
Þeir skoruðu svo auðvitað draumamark í byrjun s.h. svo þrátt fyrir mikla baráttu og framfarir frá fyrri leikjum í vor stóðum við uppi með 3 marka tap á heimavelli. Þarna var klárlega besta liðið í 2. deild, það skal ekki tekið af Víkingunum, sem voru jafnhissa á dómgæslunni og við. Óskum þeim alls hins besta, mikill dugnaður að koma hingað með Herjólfi og gista. Erum þeim þakklátir fyrir það.
Ég var ánægður með margt í dag, menn fengu góða æfingu í mótlæti og stóðu sig nokkuð vel í því. Marga leikmenn vantaði af Reykjavíkursvæðinu, það stendur til bóta í næsta leik. Efnilegur 2. flokkspeyi, Friðrik Sigurðsson, spilaði sinn 1. leik með okkur(og í mfl.?) og Christopher Þórarinn Anderiman spilaði sinn 1. leik með okkur, nýkominn frá Hvíta Riddaranum.
Kolli varði nokkrum sinnum mjög vel; Ingó(Siggi SK) óx, þegar á leið og gerði sitt 1. mfl.mark í móti, Palli fyrirliði góður, Davíð, gult, líka, Trausti óx þegar á leið; Stefán Björn mjög góður, en meiddist í f.h., enn eitt mótlætið hjá okkur(Frikki S óx), Bjarni Rúnar flottur fram að spjöldunum, Birkir ódrepandi, Ásgeir með sinn besta leik fyrir okkur(Christopher), Einar KK; Sæþór með sinn besta leik í vor.
Takk fyrir mikla baráttu, peyjar, og að gera það, sem ég bað ykkur um fyrir leikinn.
Þökkum áhorfendum góðan stuðning.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ