SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

REYKVÍKINGAR VAKNA! NÆSTA ÆFING?

Eftir Stjórinn þann 26 Maí 2010 klukkan 08:56
Vantar enn upplýsingar hér um það.

REYKVÍKINGAR VAKNA! NÆSTA ÆFING?

Eftir Tanni þann 26 Maí 2010 klukkan 12:36
Sælir

Ég verð að segja að mig langar mikið til þess að vera í bolta með KFS í sumar en.....þetta er bara allt eh svo erfitt með æfingarnar hérna í borginni. Við æfum t.a.m í sitthvoru lagi og hjá félögum sem að vilja mismikið hafa okkur.

Ég þykist vita að þetta hafi áhrif á áhuga manna hér í borginni. Allt annað er þó uppi á teningnum heima í Eyjum. Þar er þjálfarinn til staðar, skipulagðar æfingar, aðstaða til æfinga o.s.frv. Skil satt best að segja ekki af hverju þetta er svona erfitt þar....

En hvað varðar mig persónulega, þá verð ég að fara að komast reglulega í bolta eftir hundleiðinleg meiðsli, ef að ég á að geta spriklað með af e.h viti í sumar.

Að lokum vil ég hrósa Hjalta fyrir hans miklu og óeigingjörnu vinnu sem að hann er, og hefur verið, að leggja á sig fyrir klúbbinn. Það vita allir að án hans væri þetta félag löngu búið...við sem að erum að sprikla i þessum áhugamannabolta eigum að þakka fyrir það og ekki taka því sem sjálfsögðum hlut.

Förum annars að hysja upp um okkur brækurnar og gerum þetta af viti. Við sáum vel í fyrra hvers megnugir við getum verið.

Bestu kveðjur úr borginni.

REYKVÍKINGAR VAKNA! NÆSTA ÆFING?

Eftir Hjálmar þann 26 Maí 2010 klukkan 20:12
Ég hef ekki verið að mæta hérna í Reykjavík undanfarna mánuði, hef því miður ekki haft nægan tíma ásamt því að mér fannst ég ekki fá nóg/hafði ekki gaman af þeim æfingum sem voru í boði með þessum liðum sem var veri að æfa með.

Vil samt taka fram að maður er auðvitað ánægður með að menn skyldu hafa enhverjar æfingar í staðinn fyrir að sem var áður!

En ef menn eru til og nægur mannskapur næst þá er ég til i að mæta á æfingar 2/3 svar í viku. Eins og þetta var seinasta sumar þá var hundfúllt að mæta alla leið úr Hafnarfirði á KR völlinn við topp aðstæður en kannski 2-3 mættu,jafnvel enginn!

Maður eiginlega saknar eins og þetta var fyrir 2-3 árum þegar menn voru að mæta vel á KR sparkvöllinn á kvöldin, mér persónulega fannst það lang skemmtilegast!

En eins og ég segi, ef það næst nógur mannskapur þá er ég til.

REYKVÍKINGAR VAKNA! NÆSTA ÆFING?

Eftir svenni þann 26 Maí 2010 klukkan 23:38
awww Hjálmar saknaru mín svona..... ég mæti og verð með læti í haust og við rífum þessa stemningu sem þú varst að tala um

REYKVÍKINGAR VAKNA! NÆSTA ÆFING?

Eftir Hjálmar þann 27 Maí 2010 klukkan 09:21
Hehe já það er rétt Svenni, þetta hefur bara legið niður á við síðan þú fluttist til eyja:D

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ