SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Annað stórtap!

Eftir Stjórinn þann 29 Maí 2010 klukkan 21:12
Nú gegn Berserkjum 1:6 heima í dag. Ósköp svipað og gegn Þrótti V., nema þessi leikur var á mun hærri standard. Komumst í 1:0 úr horn með 1. marki Bjarna Rúnars Einarssonar fyrir K. F. S. Eftir ca. 1/2 tíma tognaði afleysingahalfcentinn okkar og í stuttu máli hrindi leikur okkar eftir það, höfðum ekki varamenn til að fylla í nauðsynlegar stöður. Ingó. fór í 1. sinn á ævinni í stöðuna. Um 1,5 klst. fyrir leik kom á daginn að einn af fáum half-centum okkar ætlaði ekki að koma í leikinn, hafði verið að vinna á golfvellinum í nótt, egf ég skildi hann rétt. Þá hafði komið í ljós, að bakveiki Stebba Braga. og skútabólga Þorsteins Þ., sem fréttist um daginn áður hindraði þá í að koma í leikinn. Endurtekning frá síðasta leik, ég skil engan veginn hversu veikir KFS-leikmenn verða daginn fyrir leik og á leikdag.
Við erum því áfram á rassgatinu, enda varla 11 leikhæfir menn í hverjum leik. Það er vonlaust að búa til nýtt lið í hverjum leik. Kvíði næsta föstudegi, verið að finna út úr næsta ferðamáta til Reykjavíkur. Líka spurning hverjir veikjast eða meiðast á fimmtudag og föstudag.
Markvarslan(Kolli) í lagi í kvöld, þeir hittu á 6 nánast óverjandi mörk, við sköpuðum ekkert í s.h., en mark dæmt af okkur í stöðunni 1:0. Það fellur ekkert með okkur, en það fylgir botnslagnum. Christo. byrjaði í 1. sinn hjá okkur og var góður í f.h. Stebbi og Sæþór börðust vel, Bjarni Rúnar bjó til spil, sem sást ekki síðast. Andri flottur, Ingó gerði sitt besta, Himmi góður fram að meiðslum. Aðrir náðu sér ekki á strik, tek þó fram að föstu atriðin voru flott hjá Einari, t.d. markið.
Ásgeir þarf að taka næsta skref, gerði það ekki í dag. Varamenn náðu sér engan veginn á strik, en vilja vel og nefni því þá ekki.
Skora á Reykvíkingana að mæta í leikinn á föstudag, tel miklar líkur á, að nokkrir heimamanna veikist, þurfi í vinnu, meiðist eða komist ekki af e-m ótrúlegum ástæðum á föstudag. Úrslitin verða þá í stíl við úrslitin fram að þessu
Loksins var almennilegur dómari og takk fyrir Berserkir fyrir drengilegan leik.

Annað stórtap!

Eftir Einar Kárason þann 29 Maí 2010 klukkan 22:01
Ömurleg úrslit miðað við hvernig við vorum að spila í fyrri hálfleik, þar sem leikurinn var algjörlega 50/50, og jafnvel okkur í hag. Svekkjandi að missa Hilmar útaf sem var búinn að skila miðvarðarhlutverkinu vel, miðað við hæð og fyrri störf. ( ;

Annars finnst mér pínu súrt Hjalti, að þú minnist ekki á Birki þarna í umsögninni. Að mínu mati var Birkir einn af fáum sem hélt smávegis látum og spili í gangi hjá okkur, sérstaklega í seinni hálfleiknum, þar sem ég, og langflestir vorum algjörlega á rassgatinu.

Mest svekkjandi, að mínu mati, við þennan leik, er sú staðreynd að við erum núna búnir að tapa 3 leikjum í sumar, sem er 1 leik meira en í allt fyrrasumar.
Vissulega er Anton með ÍBV núna, Egill með Reyni og Doddi að flytja sig, en hvar er afgangurinn?

En svona til að slútta þessum pósti, þá get ég ekki annað sagt en að dómari leiksins hafi staðið sig frábærlega, og allan tímann með leikinn í vasanum, annað en kollegar hans. Einnig, þrátt fyrir tap, fannst mér gaman að spila á móti þessu liði Berserkja, þar sem þetta voru góðir og vel spilandi gæjar og lausir við öll leiðindi.


Sjáumst sem flestir á næstu æfingu.

Annað stórtap!

Eftir Einar Kárason þann 29 Maí 2010 klukkan 22:07
Eða kannski meira, vonandi sjáumst við á næstu æfingu þar sem ég þyrfti að láta skoða á mér ökklann/liðböndin eftir ,,besta" skot mitt í leiknum (undir sólann á fínum bakverði þeirra.)

Annað stórtap!

Eftir Birkir þann 29 Maí 2010 klukkan 23:36
Ég er þarna sammála þér Einar Kristinn og ekki bara útaf mig er um rætt því í dag finnst mér ég ekki fá kreditið sem ég á skilið. Ég gerði mitt allra besta að reyna binda saman það sem hægt var. 6 mörk á okkur er ekki stolt hafsentsins enn ég gerði það sem ég gerði vel ( að mínu mati). Ég er aldrei tilbúinn að láta niðurlægja mig á fótboltavelli. Svo þetta er ekki beint það sem maður vildi fá svona eftir leik. Enn ég virði Hjalta og hans skoðanir og myndi aldrei vera með nein leiðindi. Vona að við tökum okkur á strákar. koma svo.

Annað stórtap!

Eftir Stjórinn þann 30 Maí 2010 klukkan 11:31
Sorry, Birkir, sammála Einari Kristni og þér. Hafði ekki mikinn tíma til að hugsa í gær, var og er á vaktinni, hef ekki enn náð í Val Smára til að fá skýringar á hans uppákomu, í það fór orkan eftir leik. Hann svaraði ekki í símann. Hefði verið flott að geta sett hann í half-centinn fyrir Himma, þá hefði þetta farið öðruvísi. Ingó hefði þá getað verið áfram í bakverðinum. Þú hefur ekki verið öfundsverður í síðustu 2 leikjum að spila þessa stöðu með 3 leikmönnum, sem eru ekki heldur að spila sína venjulegu stöðu. Vona, að menn sætti sig ekki við þessa niðurlægingu og fleiri en þið Einar Kristinn fari að taka þetta mót alvarlega og mæta á æfingar og í leiki. Er að vinna í föstudagsferðinni og verð með æfingu annað kvöld kl. 18.55 á Helgafellsvelli.

Annað stórtap!

Eftir svenni þann 31 Maí 2010 klukkan 13:08
skil ekki alveg hvernig menn geta verið að fara fram á að fá hrós og afhverju verið er að hrósa ehverjum einum eða tveimur. Við erum lið sem tapaði stórt! Við erum ein eining og þegar ílla gengur verða allir að taka það á sig og berjast áfram saman til að lagfæra þetta sem er gangi. Því ef hver og einn hugsar bara um sjálfan sig þá gerist lítið hjá okkur sem liði. Við ættum því að einblína meira á heildina og hjálpa hvor öðrum og standa saman sem lið og rétta okkur við! ÁFRAM KFS!!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ