SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

9 á æfingu í Reykjavík

Eftir Andri Eyvinds þann 18 Maí 2009 klukkan 23:03
Andri, Viktor, Bjöggi, Stebbi Braga, Óttar, Tryggvi, Hjálmar, Steini og nýr gaur sem ég held að heiti Jón.
Daði Guðjóns og Viggó voru með lögmæta afsökun.

Tveir með beinhimnubólgu eftir þessa æfingaaðstöðu, frændi minn sem ætlaði sér að æfa með okkur í sumar er hættur við vegna eymsla út af vellinum, og undirritaður snéri sig á ökla á æfingunni og ekki var völlurinn að hjálpa til þar.
Við töluðum allir saman um mikilvægi betra undirlags við æfingar og set ég hér með pressu á valdhafa um að bæta úr því og reyna að fá æfingu á gervigrasinu við hliðiná.
Ég tel að betri völlur muni skila fleirri á æfingar. KR-ingar eru núna farnir að æfa á grasinu og ætti því að losna um æfingatíma á gervigrasinu.

9 á æfingu í Reykjavík

Eftir Stjórinn þann 18 Maí 2009 klukkan 23:07
Flott mæting hjá ykkur, 21 hjá okkur. Þetta var sent K. R.-ingum í morgun:
Kæri Stefán!
Við höfum æft á litla frímerkinu aftan íþróttahússins ykkar í vetur, á mád. og fid. kl. 20 í vetur. Er mögulegt að halda þar áfram,. fyrir sama verð, 3.000 kr./tíma, eða í besta falli að fá 1/4 af gervigrasvelli 1-2var í viku, samtals 2 tíma með hinu þá? Önnur kvöld koma til greina, en kl. 20 er líklega besti tíminn fyrir þessa vinnandi menn okkar. Við erum ca. 8 að meðaltali, ef þú hefur einhverjar betri/jafngóðar tillögur, hlustum við svo sannarlega. Við erum ykkur mjög þakklátir fyrir liðlegheitin í gegnum árin, komin hefð á þetta ,,samstarf". Minni svo á, að ég hef unnið kauplaust fyrir U-21-landslið karla sem læknir frá 1998, einhverjir K. R.-ingar hafa notið góðs af því, m. a. Jónas Sævar, en auðvitað tel ég ykkur ekki skulda mér nokkurn skapaðan hlut, vildi bara benda á, að ég tel sjálfan mig ekki of góðan að hjálpa öðrum fyrir lítið.
Vona, að ég sé ekki að skapa vandræði með þessari beiðni, skil, að hún kemur svólítið seint, en vegna óviss atvinnuástands hefur verið mjög erfitt að átta sig á, hve margir okkar yrðu í Reykjavík í sumar, fyrr en nú.

Með knattspyrnukveðjum,
Hjalti Kristjánsson, framkvæmdastjóri, þjálfari og læknir K. F. S.

9 á æfingu í Reykjavík

Eftir Andri Eyvinds þann 19 Maí 2009 klukkan 00:30
Okey flott. Held það sé mjög mikilvægt samt að fá þá frekar 1/4 af gervigrasvellinum í staðin fyrir frímerkið, þessi litli hópur má ekki við því að menn séu í meiðslum út af undirlaginu. Nú er félagið að hætta með sporthús tímana og spurning hvort þá sé ekki fjármagn til að hafa þessar 2 æfingar á viku í sumar á alvöru undirlagi.

9 á æfingu í Reykjavík

Eftir Stjórinn þann 19 Maí 2009 klukkan 09:07
Tanni meiddist líka hér, á þessu fína grasi í gær. Ég spyr sem læknir, hafði það með ónæga upphitun að gera eða nýlega áfengisneyslu(þekkt að meiðslahætta eykst fyrst á eftir) að gera? Ekki til að gera lítið úr ykkur, heldur til að benda á að fleiri orsakir geta verið fyrir meiðslum en undirlag. Slær mig líka, að þið eruð 2 virkustu leikmennirnir okkar og 1. leikur nálgast. Er einhver sálfræði/spenna þarna að baki? Sett líka fram bara til umhugsunar, en ekki sem dómur. Bendi að lokum á, að félagið hefur eytt stórfé í lítið notaða tíma í Sporthúsinu, þar sem frumkvæðið var ykkar, að fá fleiri tíma. Munum því ekki setja stórpening í 1/4-völl, sjáum hvað þeir bjóða. Á hinn kantinn er, að ykkar starf er mjög mikilvægt, við höfum ekki gleymt því. Læt ykkur vita, þegar svör berast. Með vingjarnlegum kveðjum. Hvernig ertu í dag?

9 á æfingu í Reykjavík

Eftir Viktor þann 19 Maí 2009 klukkan 15:44
Já rétt er að við höfum verið að biðja um fleiri tíma en ég man eftir þeirri æfingu þegar tillagan um miðvikudagsæfingu kl 17.20 kom og það voru örfáir sem sögðust geta mætt á þeim tíma en samt var það samþykkt.
Brennum okkur ekki á þessu aftur næsta vetur.

9 á æfingu í Reykjavík

Eftir Formaðurinn þann 19 Maí 2009 klukkan 15:44
En hvað með að æfa með öðrum félögum, er það enginn möguleiki? Menn væru þá kannski að æfa með 15-20 öðrum í stað þess að vera þetta 5-10 manns. Það er mun skemmtilegra en að vera svona fáir.

9 á æfingu í Reykjavík

Eftir Stjórinn þann 20 Maí 2009 klukkan 08:11
Það voru 2, sem sögðust ekki komast þá, af ca. 10. Ég var líka á þessari æfingu. Æfingatímar e. kl. 18 reyndust mun dýrari. Æfingagjöld 8 manna/viku eru 2.400 kr. Tölum út frá þessum forsendum, ekki að þessir æfingatímar hentuðu ekki 2 mönnum, sem reyndar hafa mætt manna best að öðru leyti. Aðrir ættu að hugsa sinn gang með mætinguna. Laugardagsmætingin mistókst, reyndar vitað, að það yrði áhætta, sama ástæða þar, þ. e. ,,ódýrt." Annað of dýrt, sbr. æfingagjöldin. Þegar menn ekki mæta fyrir ekki hærri æfingagjöld er lítil von á að það aukist, þótt boðið sé upp á betri velli fyrir meiri gjöld, tel ég. Eina leiðin væri að festa e-r gjöld fyrirfram, þannig að menn skuldbyndi sig. Kostnaður fyrir 1/4 völl/viku t. d. gæti verið ca. 20 þús./viku, fyrir 8 manns væru það 2.500 kr./mann/viku, sem gerir 75 þús. fyrir 30 vikur, nema menn ætlist til að allir hinir félagsmennirnir borgi brúsann með sínum æfingagjöldum. Vilja menn það? Undirstrika aftur, að við leggjum áherslu á þessar æfingar og viljum borga með þeim, en ekki of mikið, það þýddi hærri æfingagjöld.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

einn =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ