SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

KFS 2 - 1 ÍBV (3-1 ef markið hans Davíðs er tekið með)

Eftir Einar Kárason þann 09 Jun 2010 klukkan 21:21
Fínn æfingaleikur í kvöld, þar sem við fórum með sigur af hólmi.

Mér finnst hrikalega erfitt að skrifa um þennan leik þar sem maður spilaði hann, og man ekki allt, en ætla að skjóta inn léttri umfjöllun.

KFS stillti upp 11 manna byrjunarliði (Fannar, Palli, Davíð, Ingó, Tommi, Birkir, Christo, Ásgeir, Einar, Trausti, Sæþór. Varamenn; Gústaf, Þorleifur og Björn. Kolli kom svo í hálfleik) en ÍBV, sem höfðu nýlokið hörkuæfingu, spiluðu með 10 menn (Guðjón Orri, Yngvi, Kjartan, Marko, Þórarinn, Ásgeir Aron, Guðjón Ólafs, Anton, Gauti, Denis).

Það sást kannski örlítið að ÍBV ákváðu að spila aðeins með 10 menn þar sem við fengum ágætis færi til að byrja með, en þar var Sæþór í aðalhlutverki eftir fína bolta innfyrir frá (að mig minnir) Birki, Einari og Tomma en náði ekki að koma boltanum í netið framhjá guðdómlegum markverði þeirra, Guðjóni Orra.

ÍBV náðu svo forustunni þegar Þórarinn átti frábæra sendingu inn á Ásgeir Aron sem náði að skalla boltann í gegnum fæturna á Fannari. 1-0. Þeir hefðu svo getað bætt við mörkum eftir færi sem Anton, Denis ofl. komust í. ÍBV náðu kannski ekki að halda boltanum eins vel og þeir vildu, en eins og áður sagði, voru þeir bara 10 á vellinum.

Í hálfleik þurfti Palli að fara, og þá kom Gústaf inn og fór fram með Sæþóri, en Ásgeir fór í miðvörðinn.

KFS byrjaði seinni hálfleikinn svo af fínum krafti og sóttum við vel á þá, en þó kannski án þess að skapa okkur nein alvöru færi. Guðjón Ólafs fékk svo hörkufæri til að koma ÍBV í 2-0 eftir frábært hlaup (vissi ekki að hann gæti þetta) en Fannar, eins og margoft í leiknum, varði vel. Denis og Anton fengu einnig fín færi en Fannar sá við þeim.

ÍBV gerðu svo skiptingu, þar sem Heimir Maldini/Nesta/Ruddock kom inn í miðvörðinn og Kjartan fór fram með Denis.

KFS náði að jafna leikinn þegar Þorleifur fékk boltann úti á kanti, sendi fyrir þar sem Gústaf náði að pota boltanum til Einars, sem náði að komast framhjá Marko í vörninni og klára í nærhornið, með hægri, takk fyrir. Þar áður höfðum við fengið nokkur ágætis færi Gaui varði vel frá Einari ofl. sem ég man ekki eftir.

Við komumst svo yfir þegar Gústaf fékk sendingu inn fyrir vörn ÍBV og háði þar mikið kapphlaup við stjörnuleikmann ÍBV og eftir létt klafs náði Gústaf að koma boltanum til Birkis í teignum sem setti boltann örugglega í markið. 2-1.

Heimir átti svo svakalegt skot lengst utan af velli sem smurði slánna og var vægast sagt óheppinn þar.

Þegar lítið var eftir komst Ásgeir Aron í hörkufæri sem maður vallarins, Fannar, varði í horn. ÍBV lágu vel á okkur síðasta part leiksins en náðu ekki að koma boltanum innfyrir.

Þegar búið var að bæta 8 mínútum við venjulegan leiktíma voru allir leikmenn ÍBV í sókn, þar á meðal Carragherinn sjálfur, en Fannar varði boltann eftir skalla ? og kom honum fram á Kolla (sem heldur því fram að hann hafi ekki verið rangur) sendi yfir á ? og hann yfir á Davíð sem skoraði í autt markið. Davíð hafði stuttu áður komist í DEDDARA en skaut langleiðina upp Helgafellið.


Eins og áður sagði, fínn leikur og góð æfing.

Svona aðeins fyrir þig Hjalti, þá ætla ég að gefa einkunnir ( ;

Fannar 10, Palli 10, Davíð 10, Ingó 10, Tommi 10, Birkir 10, Christo 10, Ásgeir 10, Einar 12, Trausti 10, Sæþór 10.

Varamenn; Þorleifur 10, Björn 10, Kolli 10, Gústaf 11.


Ég var (að ég held) duglegur að rótera og sanngjarn á spiltíma. Vonandi að allir hafi fengið að spila nóg. Ásgeir var ekki alveg heill, þannig að hann fékk skiptingu, en kom svo aftur inn.


Strákar, hafiði einhverju við þetta að bæta? Ég er ekki alveg með þetta á hreinu.

Vonandi að þú hafir gaman af þessari lesningu Hjalti.
( ;

KFS 2 - 1 ÍBV (3-1 ef markið hans Davíðs er tekið með)

Eftir Einar Kárason þann 09 Jun 2010 klukkan 21:22
Æfing 18:15 á morgun (gætum verið fyrr, en það er leikur þarna). Mörkin uppi á Helgafelli eru núna 4, þannig við ættum að geta byrjað að æfa fyrr. Er það ekki það sem menn vilja?

KFS 2 - 1 ÍBV (3-1 ef markið hans Davíðs er tekið með)

Eftir Stjórinn þann 09 Jun 2010 klukkan 21:36
Gladdi mig mjög! Takk fyrir þetta! Þetta hlaut að fara að smella. Ánægjulegt að þú varst í svona miklu stuði, hef verið að bíða eftir þessu skrefi hjá þér, gott, að það er komið. Þú virðist líka stýra þessu öllu flott, ég er alla vega sallarólegur yfior þessu, frúin kvartar a.m,.k. ekki. Gott, að Trausti lét sjá sig. Christo er greinilega að koma til, eða er það ekki? Hver er Tommi?
Birkir er greinilega sjóðheitur, viðtalið við fótbolta.net hefuir greinilega bara styrkt hann! Til hamingju peyjar, ánægður með ykkur, en höldum áfram að bæta okkur!

KFS 2 - 1 ÍBV (3-1 ef markið hans Davíðs er tekið með)

Eftir Einar Kárason þann 09 Jun 2010 klukkan 21:41
Haha, ég ýki kannski ööörlítið þarna með mig sjálfan, en þetta var fínt.

Christo yfirvegaður og flottur á boltann. Hefði getað sett eitt í fyrri hálfleik.

Tommi er strákur ofan af Selfossi. Flottur spilari. Kom með Birki í leikinn.

Birkir spilandi eins og prins. Mjög góð barátta í stráknum.

KFS 2 - 1 ÍBV (3-1 ef markið hans Davíðs er tekið með)

Eftir Kolli þann 09 Jun 2010 klukkan 23:03
þess má geta að ég er möguleiki í hafsent...spilaði þar og á meðan ég var inná skorum við 2 (3) mörk og snúum algjörlega blaðinu við....þeir áttu ekki breik í mig og Davíð þarna aftast....eru ekki sammála um það eða???

KFS 2 - 1 ÍBV (3-1 ef markið hans Davíðs er tekið með)

Eftir Birkir þann 09 Jun 2010 klukkan 23:09
Þarna er ég allveg sammála kolbeini! Og verð nú að hrósa þér Einar fyrir dugnað í dag , hef aldrei séð þig sovna duglegan vona thad haldi áfram enda uppskar það mark =)

KFS 2 - 1 ÍBV (3-1 ef markið hans Davíðs er tekið með)

Eftir Gústaf þann 09 Jun 2010 klukkan 23:52
Birkir án nokkurs vafa maður vallarins og leiksins!


Það var virkilega gaman að spila þennan leik, allir að skila góðum leik. Vonandi er þetta spilerí komið til að vera hjá KFS því þá verða töpin fá sem engin ;)

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ