SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Augnablik:K. F. S. 1:5(0:3), ótrúlegur sigur

Eftir Stjórinn þann 27 Jun 2009 klukkan 18:05
Já, peyjarnir fóru á kostum í dag og gerðu allt, sem þeir áttu að gera. Við vildum bæta sóknarleikinn m. a. og það tókst heldur betur. Eftir 13 mín. skoraði Anton flott mark. Þeir fengu dauðafæri eftir það, en Kolli varði. Eftir 42 mín. skoraði Davíð eftir horn og mín. síðar bætti Trausti við glæsilegu marki með vinstri í hornið. Við slökuðum aðeins á í seinni hálfleik og ,,gáfum"þeim mark eftir 62 mín. Kjartan fékk svo spark eftir 83 mín,. ég færði hann því framar(skiptimenn búnir) og hann skoraði í næstu sókn! Hann bætti um betur á 89. mín., þegar ég skipaði honum að fara upp í horn, enda hafði hann skorað sigurmark 2. flokks í gær úr horni! Hreint ótrúlegur þessi 16 ára peyi og reynst okkur frábærlega.
Maður leiksins að mínu mati. Varamannabekkurinn okkar var sá sterkasti, sem ég man eftir: Hannes, Stefán Björn, Þórður, Sæþór og Sindri, sem var hálfmeiddur. Takk fyrir peyjar, þið getið verið stoltir, efstir eftir 6 umferðir með 17:5 í markatölu, þið jöfnuðuð félagsmet í dag, 7 deildaleikir í röð án taps(síðasti í fyrra vannst), metið á líka liðið okkar, sem vann 3. deild.
Kolbeinn 9(stjórnar mjög góðri vörn og veitir mikinn stöðugleika), takk fyrir Hannes að sitja á bekknum(vildi ekki spila í restina); Hilmar 9, Davíð 10, Kjartan 10, Adólf 9; Trausti 10(Sæþór 9), Stefán Br. 9(Þórður 9), Egill 9, Ívar 9(Sindri 9), Einar Kristinn(fór úr og í axlarlið á 30. mín.)(Stefán Björn 9) 9; Anton 10. Dómari, Tómas
Orri Hreinsson og hans menn fínir.
Andri og Jónatan fengu frí í dag, slík er breiddin.
Næst Þróttur V. heima.

Augnablik:K. F. S. 1:5(0:3), ótrúlegur sigur

Eftir Einar þann 27 Jun 2009 klukkan 20:23
Flottur leikur í dag prinsar. Vill taka það fram að Anton hefði aldrei skorað hefði ég ekki sent svona æææðislega sendingu á strákinn. Sætur strákur sem kláraði svo færið. Haha ( ;

Vona bara að ég verði ekki einhentur næstu daga.

Augnablik:K. F. S. 1:5(0:3), ótrúlegur sigur

Eftir Jói fallegi þann 27 Jun 2009 klukkan 20:52
Vil benda mönnum á pottapartý hjá Dodda feita á Búhamri 56.. allar gellur velkomnar og Kolli!

Augnablik:K. F. S. 1:5(0:3), ótrúlegur sigur

Eftir Formaðurinn þann 27 Jun 2009 klukkan 21:38
Glæsilegur sigur. Segir 1-4 á ksi.is en Augnablik er væntanlega að gleyma markinu hans Trausta, ólíklegt að hann geti skorað með vinstri!

Augnablik:K. F. S. 1:5(0:3), ótrúlegur sigur

Eftir Michael Jackson þann 27 Jun 2009 klukkan 22:09
Rausnarlegt af ykkur að "gefa" eitt stykki mark

Augnablik:K. F. S. 1:5(0:3), ótrúlegur sigur

Eftir Tanni þann 28 Jun 2009 klukkan 02:15
Snilld strákar, áfram svona:)

Augnablik:K. F. S. 1:5(0:3), ótrúlegur sigur

Eftir Jói fallegi þann 28 Jun 2009 klukkan 12:11
Vil benda mönnum á pottapartý hjá Dodda feita á Búhamri 56.. allar gellur velkomnar og Kolli!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ