SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

K. F. S.:Vængir Júpiters 7:1(1:1) Martröðinni lokið.

Eftir Stjórinn þann 20 Jun 2010 klukkan 16:38
K. F. S.:Vængir Júpiters 7:1(1:1), 3. deild-B
Helgafellsvöllur, 20/6 kl. 13
Vængir Júpiters mættu bara 10, en komust í 0:1 með marki Michaels Berndsen eftir 35 mín. Sæþór Jóhannesson jafnaði rétt fyrir hlé og í seinni hálfleik rigndi inn mörkunum, enda Vængirnir sprungnir og boru 9 síð. 20 mín. Markmaður þeirra bjargaði þeim frá stærra tapi.
Sæþór Jóhannesson 4 mörk, Bjarni Rúnar Einarsson(v), Gústaf Kristjánsson og Friðrik Sigurðsson með sín fyrstu mörk í 3. deild.
Erum þá komnir í 4. sæti með 4 stig, fórum upp fyrir Vængina þarna.
Flottur sigur á góðu liði, smáþreyttum þá og gerðum það,sem þurfti að gera. Óðum í færum fyrsta hálftímann, en frábær markmaður þeirra hélt þeim
á floti. Þeir skoruðu svo eftir 2 góðar sóknir. Ísinn var loksins brotinn á 44. mín. og seinni hálfleikurinn var einstefna, þótt aldrei mætti líta af hinum.
Hlynur, Formaðurinn og Toni komu inn með góðan leik, varamennirnir okkar gerðu 2 mörk í lokin og sönnuðu sig, fyrstu mörk þeirra í 3. deild.
Kolli var öruggur, fékk þó nokkur langskot á sig; Ingó óx í leiknum, Davíð og Hlynur flottir, Formaðurinn(Einar KK með góða innkomu); Stefán Björn var duglegur(Gústaf með flott mark), Stebbi Braga. nokkuð góður(Ásgeir gerði ekkert rangt), Birkir flottur í s.h. og fékk vítið, sem kom okkur í 2:1(Christo gerði ekkert rangt og er allur að koma til), Bjarni Rúnar átti flottan leik og var fyrirliði, Toni(Frikki með flott mark); Sæþór með 4 mörk, auðvitað frábær leikur, þótt einhver færi í byrjun hafi klúðrast, hann kom sér a.m.k. í þau.
Takk fyrir þessi flottu úrslit, peyjar, þetta var erfið fæðing í gær með að fá mannskap, en hann skilaði sér flott. Aðrir þurfa að hafa fyrir því að komast inn aftur.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ