SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

K. F. S.:Þróttur V. 5:1(1:1) Frábær sigur!

Eftir Stjórinn þann 10 Jul 2010 klukkan 16:01
Helgafellsvöllur, 10. júlí 2010
3. deild-B
K. F. S.:Þróttur V. 5:1(1:1)
22. mín. 0:1 Sveinn I. Ástvaldsson
24. mín. 1:1 Sæþór Jóhannesson
53. mín. 2:1 Ingólfur Einisson
57. mín. Bjarni St. Sveinbjörnsson Þrótti V. rautt
58. mín. 3:1 Bjarni Rúnar Einarsson(v)
66. mín. 4:1 Ingólfur Einisson
73. mín. 5:1 Ásgeir Ingimarsson
82. mín. Birkir Hlynsson, K.. F. S. rautt

Fjórði sigur K. F. S. i röð og eru í 2. sæti með 13 stig eftir 7 leiki, Sæþór komin í 10 mörk.
Staðan að neðan, umfjöllun seinna, er að huga að meiddum manni hérna heima og þarf að senda KSÍ netskýrslu.

K. F. S.:Þróttur V. 5:1(1:1) Staðan!

Eftir Stjórinn þann 10 Jul 2010 klukkan 16:04
1 Berserkir 7 6 1 0 18 - 4 14 19
2 KFS 7-4:1:2 27 - 19 8 13 stig
3 Ægir 7 3 2 2 17 - 17 0 11
4 KFK 6 2 2 2 15 - 11 4 8
5 Þróttur V. 6 2 1 3 15 - 14 1 7
6 Vængir Júpiters 7 2 1 4 10 - 17 -7 7
7 Afríka 6 0 0 6 6 - 26 -20 0
Eins og sjá má yrði stig úti gegn Berserkjum mjög góð úrslit um næstu helgi. Tvö efstu liðin fara í 8 liða úrslit.

K. F. S.:Þróttur V. 5:1(1:1) Skýrslan

Eftir Stjórinn þann 10 Jul 2010 klukkan 16:43
Eftir ömurlegan fyrri leik gegn Þrótti V. var komið að hefndum. Fyrri hálfleikurinn var þung pressa af okkar hálfu, en gáfum þeim fríspark og fráspark eftir markvörslu Kolla. Reyndar varði hann frábærlega í stöng seinna í þessum hálfleik, svo marktilraunir Þróttara voru mun markvissari í f.h., þótt við ættum leikinn fyrsta 1/2-tímann. Sæþór jafnaði 2 mín. e. mark þeirra og þannig stóð í hálfleik.
Ég bað um meira tempó í hálfleik og snillingarnir svöruðu mér með 4 mörkum á 28 mín.! Fyrst kom Ingó. okkur yfir, þá Bjarni Rúnar úr víti, þeir fengu rautt þar, Ingó bætti við 4:1 og loks Ásgeir Ingimars., sem verður æ betri 5:1. Birkir var svo rekinn út af e. 83 mín. og leiknum lauk með frábærum 5:1 sigri, takk fyrir það, snillingar.
Kolli líklega með kveðjuleik mjög góður, gult; V. Smári(Kiddi meiddist illa(Gaui markmaður! gult, skemmti okkur)) mjög öruggur, einnig Davíð og Adólf gult, Einar Kristinn með einn af sínum bestu leikjum lengi; Ingó frábær, Bjarni Rúnar sem fyrr mjög örugg vítaskytta og góður, Birkir barðist eins og ljón meiddur, en rautt, Anton mjög góður og endist æ lengur; Sæþór með glæsilegt jöfnunarmark og Stefán Björn verður æ líkari sínu besta(Ásgeir með glæsimark).
Dómaranum og Birki ber ekki saman, hann dæmdi annars mjög vel. Sá færri feila hjá aðstoðardómurunum en ég hef séð í 2 síð. Pepsileikjum ÍBV og meina það.
Mjög stoltur af ykkur peyjar, þvílíkur karakter leik eftir leik, lenda undir og klára leikina, láta ekki mótlæti stoppa sig. Ingó var hetja dagsins, vonandi lærdómsríkt fyrir hann, hvenær og hvernig hann nær bestum árangri, ég lærði auðvitað að hann er frábær kantamaður, var farið að gruna það. Bakvörðinn tók hann svo mjög vel í lokin. Áfram Ingó, sem var leikmaður vikunnar að auki í leikskránni, stóð vel undir því.

K. F. S.:Þróttur V. 5:1(1:1) Frábær sigur!

Eftir Spýtan og Formaðurinn! þann 10 Jul 2010 klukkan 18:23
Já, þau komu líka inn á og stóðu sig vel. Hringingum hefur ekki linnt e. leikinn, menn vilja fá Spýtuna, sama hvað hún kostar. Hún hafði ekki breyst í klump eða drumb, takk fyrir leikinn, Sindri, þörfin fyrir miðjumenn á næstunni jókst í dag.
Lítið reyndi á Formanninn, Þróttarar höfðu vit á, að forðast hann.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ