SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Berserkir:K. F. S. 4:1(2:1)

Eftir Stjórinn þann 17 Jul 2010 klukkan 23:46
Einn leikmanna mætti rétt fyrir brottför í Herjólfi. Það var fyrsta stressið í dag. Næst lenti Huginn í útkalli rétt fyrir leik, stress 2.
Næsta áfall var 1:0 eftir 10 mínútur út af aulaskap varnarmanna. 2:0 7 mín. síðar, sami maður. Stefán Björn sólaði svo hálfan völlinn og gaf glæsisendingu á Þorstein 2:1. Ljóst í f.h. að 3 leikmenn voru mjög ólíkir sjálfum sér gegn geysiöflugu 3. deildarliði og við ekki með nóg af varnar- eða miðjumönnum. Centerinn þeirra gerði svo 3:1 óáreittur. Þá var dæmt mark af Robocop v. rangstöðu, þeir brunuðu svo upp og 4:1. Sem betur fer slaknaði á þeim, okkar varamenn gerðu sitt og ekki fór 1:6 eins og í fyrri leiknum.
Undanfarinn var 4 misheppnuð félagaskipti í vikunni, mikil vonbrigði, en þau einu, sem gengu, Tommi úr Árborg, redduðu því, sem reddað varð. Síðan heltist leikmaður úr lestinni á miðnætti, sá sami og sást ekki um daginn, hann er ekki á vinsældalistanum núna, en bað fallega afsökunar. Fyrirliðinn okkar, Bjarni Rúnar í makrílnum og ekki með, og hinn miðjumaðurinn í leikbanni. Andri þurfti síðan enn eitt helgarfríið í sumar, þegar við þurftum mest á honum að halda, nú var það árgangsmót. Nenni ekki að vera reiður út í hina, sem gáfu sig ekki í þetta. Ég hef fórnað ótal vinnustundum, ættarmótum og árgangsmótum fyrir félaga mína í KFS. Ég næ árangri í því, sem ég geri, það gerir maður ekki með því að gefa sig 50% í verkefnin.
Gaui var í góðu lagi; Ingó er meiri sóknarmaður en varnarmaður, en gaf allt sitt, Davíð og Adólf voru afar ólíkir sjálfum sér, Tommi kom flottur inn; Stefán Björn með sitt besta í sumar, Stebbi normal(Jónatan flottur), Ívar líka, en þarf að hlaupa með konunni(Christo með sinn besta leik fyrir okkur), Toni sem fyrr bestur; Sæþór óþekkjanlegur(stjórinn) og Þorsteinn með gott mark(Geiri reyndi sitt besta).
Takk fyrir, þið, sem mættuð, ekki þið, sem ekki mættuð. Skammist ykkar og vinnum næsta leik.
Berserkir eiga bara hrós skilið, þakka hlýleg orð frá þeim, þeir eiga ekki heima í þessari deild. Ég hefði kosið grasið(flott gras), en þykist vita, að Einar hefur gert sitt besta til að fá það.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ