Spjallið
Svara
Til baka...
Agareglur félagsins 19/7 2009 rifjaðar upp! Allir að lesa og vita þá um næstu æfingu.
Eftir Stjórinn þann 19 Jul 2010 klukkan 22:00
Þessar reglur voru samþykktar af félagsmönnum og gilda enn:
1. Leikmenn mæta á réttum tíma á æfingar og hlaupa 5 aukahringi, ef þeir eru of seinir. Komist þeir ekki, láta þeir vita á heimasíðunni eða tala við þjálfarann fyrirfram.
2. Menn tala ekki illa um samherja eða þjálfara, en mega grínast að vissu marki.
3. Verði mönnum á/komi upp deila, á æfingum, takast þeir í hendur, eða skilja sáttir.
4. Daginn fyrir leik eru ekki stundaðar harðar tæklingar. Allir, sem eru líklegir leikmenn, mæta, nema vinna hindri þá.
5. Menn detta ekki í það viku fyrir leik og smakka ekki áfengi daginn fyrir leik.
6. Menn mæta á réttum tíma í leiki/ferðalög, nema vinni hindri þá, eða flug hingað.
7. Menn sitja jákvæðir á varamannabekknum og hvetja félaga sína. Óánægju með val má ræða lauslega við þjálfarann, en ítarlega daginn eftir.
8. Menn, sem teknir eru út af heilsa varamanni sínum eða snerta hann til marks um viðurkenningu á hans framlagi.
9. Menn sparka ekki í hluti við útafskiptingar.
10. Menn henda aldrei búningi félagsins í jörðina í reiðikasti. Þjálfarinn ákveður refsingu við því.
11. Menn sitja á varamannaskýli það sem eftir er leiks, eftir að hafa verið teknir út af, hvetja samherja sína og fara með liðinu í búningsklefa eftir leik til að skila búningi, nema vinna krefji annars. Þá tilkynna menn þjálfara það. Menn eiga ekki samskipti við aðra en liðið, þjálfara, meðan á leik stendur, nema aðstæður krefji/leyfi.
12. Menn reyna að teygja með félögunum eftir æfingar og ræða við þá.
13. Menn borga félagsgjöld innan viku frá tilkynningu um ógoldin gjöld.
14. Menn biðja þjálfarann um skýringar, frekar en að gagnrýna hann, bæði inn á við og út á við.
15. (Endurtekin/gróf) brot á ofanverðu geta varðað (strangri) refsingu, allt að brottvikningu úr félaginu. Þjálfarinn ákveður einfaldari refsingar, stjórnin við endurteknum brotum.
Vestmannaeyjum, 19. júlí 2009
Við þetta er að bæta, að ég er mest með á æfingum til að fjölga þátttakendum. Ég þarf samt að stjórna og dæma, allt tuð um dómgæsluna og mínar ákvarðanir er mjög þreytandi. Við sáum á HM að bestu dómararnir gera mistök, hvað þá ég. Margt af því, sem nefnt er að ofan var lagað í fyrra, en sumt er að fara í sama farið aftur. Agaleysi í mætingum á réttum tíma og tuð á æfingum er niðurdrepandi fyrir okkur hina. Vinsamlega mætið jákvæðir og leggið metnað í að hvetja félagana áfram, eða þá að gera enn betur sjálfir. Voðalega fáir lagast mikið við að vera skammaðir mikið eða oft. Sjálfur skal ég reyna að gera enn betur í þessu. Að tuða yfir fámenni hefur litla þýðingu, eina svarið við því er að gera gott úr hlutunum. Ég hef farið á margar skemmtilegar fámennar æfingar, þótt ég kjósi þær fjölmennari.
Gef frí annað kvöld, vil, að menn noti það til að endurhugsa sinn gang á æfingum. Restin af vikunni verður jákvæðnivika, tuð verður ekki umborið. Þetta er sagt við alla, ekki bara ákveðna menn. Drullist þið svo til að fara að borga félagsgjöldin, þið, sem skuldið!!
Næsta æfing verður á miðvikudag kl. 19, þið, sem alltaf eruð of seinir, stillið ykkur á 18.45. Munið, að það tekur nkr. mín. að klæða sig í skóna og teipa, ef þess þarf. Skokkið á þessari æfingu byrjar á slaginu, aukahringjareglan verður í gildi. Bendi sstl. á reglu 12.
1. Leikmenn mæta á réttum tíma á æfingar og hlaupa 5 aukahringi, ef þeir eru of seinir. Komist þeir ekki, láta þeir vita á heimasíðunni eða tala við þjálfarann fyrirfram.
2. Menn tala ekki illa um samherja eða þjálfara, en mega grínast að vissu marki.
3. Verði mönnum á/komi upp deila, á æfingum, takast þeir í hendur, eða skilja sáttir.
4. Daginn fyrir leik eru ekki stundaðar harðar tæklingar. Allir, sem eru líklegir leikmenn, mæta, nema vinna hindri þá.
5. Menn detta ekki í það viku fyrir leik og smakka ekki áfengi daginn fyrir leik.
6. Menn mæta á réttum tíma í leiki/ferðalög, nema vinni hindri þá, eða flug hingað.
7. Menn sitja jákvæðir á varamannabekknum og hvetja félaga sína. Óánægju með val má ræða lauslega við þjálfarann, en ítarlega daginn eftir.
8. Menn, sem teknir eru út af heilsa varamanni sínum eða snerta hann til marks um viðurkenningu á hans framlagi.
9. Menn sparka ekki í hluti við útafskiptingar.
10. Menn henda aldrei búningi félagsins í jörðina í reiðikasti. Þjálfarinn ákveður refsingu við því.
11. Menn sitja á varamannaskýli það sem eftir er leiks, eftir að hafa verið teknir út af, hvetja samherja sína og fara með liðinu í búningsklefa eftir leik til að skila búningi, nema vinna krefji annars. Þá tilkynna menn þjálfara það. Menn eiga ekki samskipti við aðra en liðið, þjálfara, meðan á leik stendur, nema aðstæður krefji/leyfi.
12. Menn reyna að teygja með félögunum eftir æfingar og ræða við þá.
13. Menn borga félagsgjöld innan viku frá tilkynningu um ógoldin gjöld.
14. Menn biðja þjálfarann um skýringar, frekar en að gagnrýna hann, bæði inn á við og út á við.
15. (Endurtekin/gróf) brot á ofanverðu geta varðað (strangri) refsingu, allt að brottvikningu úr félaginu. Þjálfarinn ákveður einfaldari refsingar, stjórnin við endurteknum brotum.
Vestmannaeyjum, 19. júlí 2009
Við þetta er að bæta, að ég er mest með á æfingum til að fjölga þátttakendum. Ég þarf samt að stjórna og dæma, allt tuð um dómgæsluna og mínar ákvarðanir er mjög þreytandi. Við sáum á HM að bestu dómararnir gera mistök, hvað þá ég. Margt af því, sem nefnt er að ofan var lagað í fyrra, en sumt er að fara í sama farið aftur. Agaleysi í mætingum á réttum tíma og tuð á æfingum er niðurdrepandi fyrir okkur hina. Vinsamlega mætið jákvæðir og leggið metnað í að hvetja félagana áfram, eða þá að gera enn betur sjálfir. Voðalega fáir lagast mikið við að vera skammaðir mikið eða oft. Sjálfur skal ég reyna að gera enn betur í þessu. Að tuða yfir fámenni hefur litla þýðingu, eina svarið við því er að gera gott úr hlutunum. Ég hef farið á margar skemmtilegar fámennar æfingar, þótt ég kjósi þær fjölmennari.
Gef frí annað kvöld, vil, að menn noti það til að endurhugsa sinn gang á æfingum. Restin af vikunni verður jákvæðnivika, tuð verður ekki umborið. Þetta er sagt við alla, ekki bara ákveðna menn. Drullist þið svo til að fara að borga félagsgjöldin, þið, sem skuldið!!
Næsta æfing verður á miðvikudag kl. 19, þið, sem alltaf eruð of seinir, stillið ykkur á 18.45. Munið, að það tekur nkr. mín. að klæða sig í skóna og teipa, ef þess þarf. Skokkið á þessari æfingu byrjar á slaginu, aukahringjareglan verður í gildi. Bendi sstl. á reglu 12.
Agareglur félagsins 19/7 2009 rifjaðar upp! Allir að lesa og vita þá um næstu æfingu.
Eftir Stebbi Hauks þann 19 Jul 2010 klukkan 22:41
Sælir, ég ætlaði að mæta í kvöld en vegna smá óhapps sem verður ekki minnst á hér þá varð ég að sleppa því. Mæti galvaskur á næstu æfingu.
Agareglur félagsins 19/7 2009 rifjaðar upp! Allir að lesa og vita þá um næstu æfingu.
Eftir Davíð E þann 20 Jul 2010 klukkan 11:00
Heyrði af þessari æfingu í gær.. ánægður að heyra að 10 hafi mætt, það finnst mér lágmarksfjöldi. Hvað varðar tuð og leiðindi þá held ég að menn verði að átta sig á því að menn koma á þessar æfingar í mismunandi standi og það verður að gefa mönnum credit fyrir það eitt að mæta. Það er mikið að gera hjá flestum og menn oft þreyttir eftir langan dag þegar þeir mæta á æfingu og þá nennir enginn að sitja undir tuði og röfli. Nú líður að þjóðhátíð þannig að það hlýtur að fara bætast aðeins í mannskapinn, þannig að ég legg til að menn hætti þessum leiðindum, mæti á æfingar og taki almennilega á því!
Agareglur félagsins 19/7 2009 rifjaðar upp! Allir að lesa og vita þá um næstu æfingu.
Eftir Christo þann 20 Jul 2010 klukkan 19:52
líst vel á reglu nr 9, algjört must
Agareglur félagsins 19/7 2009 rifjaðar upp! Allir að lesa og vita þá um næstu æfingu.
Eftir Himmi þann 21 Jul 2010 klukkan 13:03
Erum við ekki með 2.flokki í kvöld ?
Agareglur félagsins 19/7 2009 rifjaðar upp! Allir að lesa og vita þá um næstu æfingu.
Eftir Stjórinn þann 21 Jul 2010 klukkan 14:04
Veit það ekki.
Agareglur félagsins 19/7 2009 rifjaðar upp! Allir að lesa og vita þá um næstu æfingu.
Eftir Ásgeir þann 21 Jul 2010 klukkan 18:17
ég þarf að fá að skrópa á eina æfingu núna í kvöld....en mæti á morgun
Agareglur félagsins 19/7 2009 rifjaðar upp! Allir að lesa og vita þá um næstu æfingu.
Eftir Hjalti Einars þann 21 Jul 2010 klukkan 18:21
Svona á þetta að vera nafni... Svart á hvítu ;) Ég er sjálfur að koma til eyja á morgun Fimmmtudag og ætla að kíkja á næstu æfingu... Ég mun líka fara eftir öllum reglum og koma í svaka stuði :) Maður er orðin svo rólegur í Köben að maður skeitir varla skapi lengur, þannig að þetta ætti ekki að vera vandarmál...
Agareglur félagsins 19/7 2009 rifjaðar upp! Allir að lesa og vita þá um næstu æfingu.
Eftir Gos þann 21 Jul 2010 klukkan 18:30
spilum við við 2 fl?
Til baka...