Spjallið
Svara
Til baka...
Nýr leikmaður og gaman í kvöld!
Eftir Stjórinn þann 22 Jul 2010 klukkan 21:01
Guðjón Ólafsson, það mikla efni, er kominn yfir, á láni, frá ÍBV. Við fögnum því ógurlega og stefnum nú ótrauðir á 2. sætið í riðlinum. Næsta hindrun er KFK á laugardag.
Fimmtán mættu á æfingu í kvöld og var mjög gaman, þótt ég væri í tapliðinu. Get því miður ekki tilkynnt hópinn fyrir leikinn strax, vantar enn svör frá 2 mikilvægum leikmönnum, en hinir lofa allir góðu, verður einn sterkasti hópurinn okkar í ár. Sigur fyrir þjóðhátíð er hefð, sem vont er að brjóta, hátíðin verður ekki nærri eins skemmtileg án sigurs.
Fimmtán mættu á æfingu í kvöld og var mjög gaman, þótt ég væri í tapliðinu. Get því miður ekki tilkynnt hópinn fyrir leikinn strax, vantar enn svör frá 2 mikilvægum leikmönnum, en hinir lofa allir góðu, verður einn sterkasti hópurinn okkar í ár. Sigur fyrir þjóðhátíð er hefð, sem vont er að brjóta, hátíðin verður ekki nærri eins skemmtileg án sigurs.
Nýr leikmaður og gaman í kvöld!
Eftir Hjalti Einars þann 23 Jul 2010 klukkan 00:04
Náði ekki æfingunni vegna þess að ég kom svo seint með flugi en ég kem bara á næstu. En mig hlakkar mikið til að sjá ykkur peyjanna á laugardaginn og ég kom ekki alla leið frá Kaupmannahöfn til að sjá eitt af mínum uppáhalds liðum tapa, þannig að þetta er skyldu sigur...! Sjáumst á Laugardaginn :)
Til baka...