SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Risasigur í dag á KFK 8:4(3:2)

Eftir Stjórinn þann 24 Jul 2010 klukkan 17:58
Helgafellsvöllur, 3. deild-B
K. F. S.:KFK 8:4(3:2)
3. mín. 0:1 Guðmundur A. Steinþórsson
7. mín. 1:1 Ingólfur Einisson
15. mín. 1:2 Sigurjón Friðriksson
17. mín. 2:2 Anton R. Jónasson
24. mín. 3:2 Sæþór Jóhannesson
48. mín. 3:3 Guðmundur A.Steinþórsson
50. mín. 3:4 Torfi G. Hilmarsson
52. mín. 4:4 Stefán Björn Hauksson
58. mín. 5:4 Einar K. Kárason
78. mín. 6:4 Stefán Björn Hauksson
91. mín. 7:4 Stefán Björn Hauksson
92. mín. 8:4 Einar K. Kárason
Frábær sigur á góðu liði KFK, sem berst um 2. sætið við okkur og Ægi og því mikilvægur. Fékk að vita 1/2-tíma fyrir leik, að halfcentinn okkar hefði verið tekinn til Reykjavíkur í steggjun. Brjálaðist í stuttu máli, mikið haft fyrir því að undirbúa þennan mikilvæga leik, sérstaklega þessa stöðu, en auðvitað vil ég, að þessi góði drengur giftist sinni ágætu barnsmóður og reiðin beinist ekki að honum, enda vissi hann ekki um þetta, heldur snillingunum, sem tóku ekki þennan leik með í reikninginn, eða var bara skítsama þótt þetta gæti eyðilagt okkar leik, Davíð var jú leikmaður ársins 2009 og gríðarlega mikilvægur. Bið þá afsökunar seinna á því ljóta, sem ég sagði við þá, er enn reiður.
Fá svo Kjartan Björnsson að dæma og nokkur gul á fyrstu mínútunum, lenda 3var undir var ekki til að minnka spennuna hjá karlinum. Sem betur fer fékk ég viðvörun hjá Kjartani og náði að róa sjálfan mig, þótt spennan væri mikil í leiknum.
Peyjarnir ,,mínir" sáu hins vegar um að karlinn færi glaður og ánægður heim, fóru á kostum í sóknarleiknum, en varnarleikurinn var auðvitað síðri, en 2 nýir leikmenn stóðu sig mjög vel, Steinar Knútsson og Guðjón Ólafsson. Bestur var Stefán Björn, sem loksins skoraði, og þá kom það í hrúgu, 3 kvikindi. Gaman var að sjá Trausta koma loksins inn aftur, en kraftar hans hafa farið í ÍBV í sumar. Einar Kristinn með 2 í 1. sinn hjá okkur, Toni með sitt fyrsta í sumar og Sæþór með enn eitt markið.
Hinum til vorkunnar: Dómarnir féllu frekar gegn þeim, þótt þeir slyppu við víti, sem Toni átti að fá(gult á hann!!!), við fengum líklega gefins mark. Auk þess voru þeir bara 10 í lokin, mættu 13, en meiddust, þótt leikurinn væri engan veginn grófur.
Átta alls fengu spjald(3:5).
Kolli; Tommi fellur frábærlega í liðið, Palli kom aftur með sína reynslu(Himmi flott innkoma), Steinar, gult, mjög góður, Einar fór á kostum sóknarlega; Ingó líka flottur sóknarlega(Trausti lagði upp mark), Gaui gult(Geiri) og Bjarni Rúnar fyrirliði glæsilegir saman á miðjunni, Toni gult, með einn einn stórleikinn(Andri bjargaði vel einu sinni); Sæþór(Christo) og Stefán Björn.
Flottir varamenn, sem bara bættu leikinn og við gerðum 2 mörk í lokin. Leikurinn var ein skemmtun og við komnir í 2. sætið, en Ægir á leik á þriðjudag og getur farið upp fyrir okkur. Takk kærlega fyrir frábæran leik, peyjar, þið getið farið stoltir á Þjóðhátíð, það geri ég.
Staðan:
1 Berserkir 9 8 1 0 26 - 5 21 25
2 KFS 9-5 1 3 36- 27 9 16
3 Ægir 8 4 2 2 23 - 18 5 14
4 KFK 8 3 2 3 23 - 20 3 11
5 Þróttur V. 9 3 2 4 23 - 22 1 11
6 Vængir Júpiters 9 2 2 5 13 - 24 -11 8
7 Afríka 8 0 0 8 8 - 36 -28 0
Alls 12 leikir, 2 efstu liðin fara í 8-liða úrslit.
Næstu 3 leikir:
þri. 27. júl. 10 20:00 Þróttur V. - Ægir Vogavöllur
þri. 27. júl. 10 20:00 KFK - Vængir Júpiters
Fagrilundur
þri. 27. júl. 10 20:00 Berserkir - Afríka Víkingsvöllur

Markhæstu menn! Sæþór efstur í B-riðli!

Eftir Stjórinn þann 24 Jul 2010 klukkan 20:24
1 Sæþór Jóhannesson Framherjar 11 0 7
2 Guðmundur Atli Steinþórsson KFK 11 1 7
3 Hallur Kristján Ásgeirsson Þróttur V. 10 2 9
4 Einar Guðnason Berserkir 9 0 8
5 Milan Djurovic Ægir 9 0 8
6 Kristján Andrésson Berserkir 7 3 8
7 Arnar Skúli Atlason Ægir 6 0 8
8 Bjarni Rúnar Einarsson Framherjar 5 4 7
9 Torfi Geir Hilmarsson KFK 5 0 8
10 Robert Stanislaw Makowski Afríka 4 0 6
Sæþór er sem sagt með 11 mörk, ekkert úr víti í 7 leikjum. Stórglæsilegur árangur. Bjarni Rúnar er greinilega aðalvítaskyttan í riðlinum.

Risasigur í dag á KFK 8:4(3:2)

Eftir Einar Kárason þann 24 Jul 2010 klukkan 20:27
Gefið mér 2 leiki, og ég lækka rostann í þessum pappakössum.

Sáuð alveg skotið hjá mér uppí samúel í dag.

Leikjahæstu menn

Eftir Stjórinn þann 24 Jul 2010 klukkan 20:27
36 hafa leikið með okkur leikina 9. Ingólfur Einisson er leikjakóngurinn með 9 leiki og 3 mörk, Ásgeir Ingimarsson og Einar Kristinn Kárason með 8. Til fyrirmyndar var hve snemna þessir menn mættu allir í leikinn í dag!

Geiri líka með 9 leiki

Eftir Stjórinn þann 24 Jul 2010 klukkan 21:32
KSÍ gefur upp 8 leiki, en mitt bókhald 9. Hvort er rétt, Ásgeir?

Fjórtán(+5) í slagnum um leikmann ársins

Eftir Stjórinn þann 24 Jul 2010 klukkan 21:44
Eftir 9 leiki hafa 14 leikmenn leikið helming leikjanna. Fimm leikmenn geta bætt við sínum 5. leik í 10. leik.
Meðaleinkunn í keppninni um leikmann ársins(alltaf umdeildanlegt, en út frá mati þjálfarans, hvort, sem það er rétt eða rangt, oftast verið samstaða um valið, þegar upp er staðið):
Kolli 8,8, Robocop 8,2, Adólf 8,6, Andri 8,33, Davíð 8,83, Einar KK 8,5, Toni 9,67(1), Birkir H. 8,0, Ingólfur E. 8,56, Bjarni Rúnar 9,29(2), Stefán Björn 8,83, Óðinn 8,0, Sæþór 9,0(3),
, Ásgeir 8,22.
Hæstur af 4 leikja mönnum: Þorsteinn 9,0.

KFS markahæsta liðið í mfl. karla á Íslandi!

Eftir Stjórinn þann 24 Jul 2010 klukkan 21:58
Síðan við tókum þá stefnu, að skora fleiri mörk en andstæðingarnir, frekar en fá færri á okkur(þetta skilja bara þeir, sem skilja fótbolta), höfum við skorað 35 mörk í 7 leikjum, eða alls 36 mörk í 9 leikjum, eða 4 í leik. Ekkert lið í mfl. karla; deildakeppni 3. deildar og ofar, státar af þessu. Þetta hefur skilað okkur 16 stigum í síðustu 7 leikjum, unnið leiki þar sem andstæðingarnir gerðu 3 og 4 mörk, svo Gummi Ben. hafði vitlaust fyrir sér um daginn í sjónvarpinu, menn geta unnið leiki þannig.
Sæþór er með 11, Bjarni Rúnar 5, Stefán Björn, Þorsteinn, Ingólfur og Einar Kristinn 3, Ásgeir 2, Adolf, Andri, Anton, Birkir, Friðrik, Gústaf eitt.
Frábært peyjar!

Risasigur í dag á KFK 8:4(3:2)

Eftir Einar Kárason þann 24 Jul 2010 klukkan 22:04
4 ef við tökum bikarinn með.
( ;

Risasigur í dag á KFK 8:4(3:2)

Eftir svenni þann 24 Jul 2010 klukkan 22:21
til hamingju með sigurinn strákar. hvernig er með æfingar um þjóðó?

Risasigur í dag á KFK 8:4(3:2)

Eftir KFK þann 24 Jul 2010 klukkan 22:35
8-4 voru kannski fullstórarar tölur. Þið eruð með flott lið. Dómarinn var slæmur á báða boga, strangt að gefa antoni gult fyrir leikaraskap. Þið fenguð gefins víti og við áttum að fá víti. Sama kannski með ykkur þegar toni var felldur.

Sanngjörn úrslit að þið hafið unnið. Engar afsakanir nema skammir á 3 byrjunarliðsmenn sem létu ekki sjá sig í leikinn :( Gangi ykkur vel
kv KFK

Markameti 2000-liðsins ógnað!

Eftir Stjórinn þann 25 Jul 2010 klukkan 14:03
KFS-liðið gerði 47 mörk í 12 leikjum árið 2000. Til að slá það met þurfum við því 12 mörk í síðustu 3 leikjunum.
Skv. spá fyrirliða og þjálfara fyrir mót ættum við nú að vera með 18 stig og erum því 2 stigum á eftir áætlun. Til að halda henni þurfum við 8 stig í síðustu 3 leikjunum.
Þetta lið er nú í 9. sæti af 13 liðum KFS frá upphafi. Til að ná 8. sæti þurfum við líka 8 stig í síðustu 3 leikjunum.
Eftir slæma byrjun erum við því að smábæta alla tölfræði, vel gert!

Risasigur í dag á KFK 8:4(3:2) KFK-útgáfan

Eftir Stjórinn þann 26 Jul 2010 klukkan 18:35
Tekið af heimasíðu KFK:

Jæja en að leiknum. Söguhetjurnar okkar Gunnar Héðinn og Sísli fengu að byrja á varamannabekknum á meðan allir aðrir voru í byrjunarliðinu. Við byrjuðum leikinn af miklum krafti enda fengu KFS menn hornspyrnu eftir Ca.12 sekúndur og voru búnir að eiga skot í stöng hálfri mínútu síðar. Það kom því eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar Guðmundur Atli ákvað að smyrja boltann uppí Samúel á 5.mínútu sannarlega eitt fallegasta mark sumarsins og staðan orðin 1-0 fyrir okkur.

KFS menn voru nú ekki lengi nema 2 mínútur að jafna. Á 13.míntú fengum við svo góða sókn þegar Guðmundur Atli lagði boltann á Bö sem átti ágætt skot sem markvörðurinn náði ekki að halda. MWH Hansen (þetta er ekki bílategund) náði að henda sér í boltann við endalínuna og boltinn hafnaði í stönginni og inní miðjan markteig þar sem Grjóni var einn fyrir opnu marki en á einhvern óskiljanlegan hátt tókst honum að koma boltanum framhjá markinu öllum til mikillar undrunar.

Hann náði að bæta upp fyrir þetta klúður 2 mínútum síðar þegar hann skoraði gott mark eftir stungusendingu og negldi boltanum framhjá markverjunni hjá KFS. Well eins og áður þá tók það KFS menn 2 mínútur að jafna og komust þeir svo yfir í fyrri hálfleik. Við vorum þá búnir að missa bæði Sigurjón og Elvar útaf meidda og því Gunnar Héðinn og sísli komnir inná. Það tók Gunnar Héðinn ca 28 sekúndur að fá gult spjald eftir að hann kom inná. Á 45.mínútu áttum við að fá vítaspyrnu þegar Bö sendi boltann fyrir og einn eyjamaðurinn sló boltann með höndinni þegar við vorum að komast í ákjósanlegt færi en Klipparinn dæmdi ekki neitt.

Við byrjuðum síðari háfleik ótrúlega þegar Guðmundur Atli sem var búinn að meiðast stuttu áður náði að koma boltanum í netið eftir hornspyrnu og sendingu Óla Þórs. Og enn og aftur 2 mínútum síðar náðum við að skora aftur þegar Gunnar Héðinn átti flotta sendingu inní teiginn og Torfi lagði boltann laglega í netið. Í 4. Sinn í leiknum kemur mark 2 mínútum eftir okkar mark en þá labbaði sóknarmaður þeirra í gegnum vörn okkar. Í milli tíðinni hefðum við getað komist í 5-3 þegar Gatli brenndi af góðu færi og þá fékk Torfi Deadara í stöðunni 4-4.

6 mínútum síðar ákvað línuvörðurinn að taka til sinna ráða þegar Tussutryllirinn Bleytir ákvað að taka Robert Green á þetta og missa boltann en samt ekki yfir línuna. Boltinn var ca 50 cm frá marklínunni en 13 ára gamli glókollurinn með flaggið ákvað að gefa þeim mark. Þetta var eins og blaut tuska í smettið á okkur og áttum við ekki breik eftir þetta. Þreyta var farin að segja til sín og notuðum við síðustu skiptingu okkar þegar Guðmundur Atli fór útaf og létum við engan inná í staðin. Það hafði þær afleiðingar að þeir náðu að bæta við 3 mörkum áður en yfir lauk. Samt sem áður ágætis leikur og fín barátta meðan orka og úthald var til staðar.


Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ