SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Um vinnutap og metnað!

Eftir Stjórinn þann 06 Aug 2010 klukkan 08:30
Vil benda þeim á, sem bera vinnutap fyrir sig, að metnaður flestra í hópnum er sem betur fer það mikill, að flestir, ef ekki allir, hafa tapað vinnu vegna leikja í sumar. Get skilið það, en ef menn vilja ná árangri, verður að fórna einhverju. Sjálfur tapa ég tugum, frekar hundruðum þúsunda árlega á því að þjálfa K.F.S. og mæta alltaf á æfingar og í leiki. Veit, að Heimir Hallgríms. gerir það líka. Ég sé ekki eftir krónu af þessu, sérstaklega ekki, þegar vel gengur. Veit, að Davíð er að fórna stórum upphæðum þessa helgina, Einar kristinn hefur verið að því, Ingó., Birkir, Stefán Björn, Sæþór o.s.frv. o.s.frv.
Við erum komnir í bullandi séns núna, en gætum klúðrað því, af því að einhver einn telur sig ekki komast vegna vinnu, svo mikilvægir eru allir 16 í hverjum leik. Við höfum unnið mjög marga leiki í sumar á varamönnunum og seinni hálfleiknum, þannig að menn eru líka mikilvægir, þótt þeir byrja. Fimm af 10 útileikmönnum skipta venjulega, svo í raun spila bara 6 allan leikinn. Skora á ykkur ALLA að gefa allt í þetta á lokasprettinum, EKKI er hægt að SKYLDA neinn til að vinna yfirvinnu eða reka menn vegna þess að þeir vinni hana ekki.
Legg áherslu á, að aðallega er ég þakklátur þeim, sem leggja vinnutap á sig, frekar en óánægður með hina, en ég veit, að þeir, sem tapa, eru ekki ánægðir með hina.
Mikilvægur leikur á morgun, áfram K. F. S.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ