SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

K. F. S.:Afríka 6:0(2:0)

Eftir Stjórinn þann 15 Aug 2010 klukkan 18:40
Ánægður með peyjana í dag, sem mættu óvenju öguðu og mannmörgu Afríkuliði, en rúlluðu samty yfir það. Bjarni Rúnar kom okkur á bragðið eftir 2 mín., Sæþór skoraði rétt fyrir hjálfleik og við á áætlun, sem var 8:0. Síðan kom of langur kafli án marks, en Ingó. skoraði með góðu skoti í hornið e. 63 mín., Bjarni Rúnar úr víti e. 72 mín., sjálfsmark e. fyrirgjöf Sæþórs e. 75 mín. og komið 5:0. Því miður kom bara eitt mark í viðbót, Guðjón Ólafsson skoraði e. 83 mín., 6:0 og við komnir í 2. sætið fyrir lokaumferðina. Fáum þar hreinan úrslitaleik við Ægi úti, þeir með 17 stig, við 19, en 2 efstu liðin fara upp. KFK á leik í Vogunum kvöldið áður og gæti með sigri tryggt sér 2. sætið, ef K. F. S. vinnur ekki Ægi.
Miklar framfarir í aga hjá okkur inni á vellinum, gott spil og góður varnarleikur. Mikil bleyta gerði þetta erfitt, en 6:0 er alltaf góður sigur. Nú er bara að klára dæmið á laugardag.
Guðjón mjög góður í markinu fyrir utan ein mistök í úthlaupi/kalli; Tommi mjög góður(Geiri fékk mjög gott hlaup inn fyrir í lokin, en nýtti sér það ekki), einnig Steinar, gult(Sindri líka), Davíð og Formaðurinn(Maggi Stef. með endurkomu e. 3 ár!); Ingó í strangri gæslu, en gerði gott mark, verður að mæta óþreyttur næst, Birkir fínn á miðjunni eins og Gaui og Bjarni Rúnar, klöppuðu boltanum fullmikið allir, en flottur leikur, Toni frábær að venju(Trausti að koma til og fékk deadara með frábærri markvörslu); Slingerinn duglegur.
Æfing á þriðjudag, takk fyrir flottan sigur, peyjar og góða stemmningu í dag, 2. leikurinn, sem ég sé Kjartan Björnsson dæma vel, passaði sig að flauta ekki of mikið eins og oft áður. Þetta var góð æfing fyrir framhaldið.
Erum áfram markhæsta karlaliðið á landinu, með 45 mörk í 11 leikjum, frábært peyjar.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

einn =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ