Spjallið
Svara
Til baka...
Ægir:K. F. S. 1:2(1:1), við í úrslit!
Eftir Stjórinn þann 21 Aug 2010 klukkan 21:08
Þorlákshöfn, 3. deild-B
Ægir:K. F. S. 1:2(1:1)
18. mín.: 1:0 Danislav Jevtic 1:0(v)
28. mín.: 1:1 Ingólfur Einisson
40. mín.: Milan Djurovic, Ægi, rautt
70. mín.: 1:2 Guðjón Ólafsson
Fyrsta heimatap Ægis í ár og 1. sigur okkar í Þorlákshöfn í mörg ár og við komnir í 8-liða úrslit, enn markahæsta liðið í mfl. karla, 47 mörk í 12 leikjum. Var smeykur fyrir þennan leik, urðum að vinna hann og Bjarni Rúnar, leikstjórnandinn okkar, ekki með. Við tapað öllum 3 leikjunum í sumar, sem hann hefur ekki spilað. Hafði fengið Hlyn Stefánsson til að spila aftur með okkur, lék gegn V. J. hér heima og með stórleikaftur í dag, en fékk reyndar á sig vítið. Ingó. jafnaði svo eftir flotta sókn, sem endaði með fyrirgjöf Sæþórs, Ingó. tók hann álofti og mark! Síðan spilaði þeirra besti maður rasssinn úr buxunum með rauðu spjaldi og urðum þá að gera betur en í útileiknum gegn V.J., höfðum klúðrað illilega að vera einum fleiri þar. Við spiluðum af mikilli skynsemi í s.h., eftir þó nokkur færi Slingers, Ingós. og Guðjóns, skraði Guðjón glæsilegt sigurmark, sláin inn, með skoti f. utan teig. Nafni hans í markinu varði meistaralega einu sinni frá Ægi í f.h.
Aldrei nein stórhætta eftir þetta, þó mikil spenna í lokin að halda þetta út. Í dag vantaði allt örvfætta gengið okkar, Anton Rafn, Einar Kristinn og Óðinn Steins. og munaði um minna. Stefán Björn nýfarinn til útlanda, var að dæla inn mörkum í síð. leikjum, 3. centerinn okkar, Þorsteinn, á vakt, Kiddi Bald. og Tanni í vinnu. Því frábær sigur, þótt Milan hafi bæði fengið vítið en svo fengið rautt, hafi auðvitað hjálpað. Dómarinn fær háa einkun.
Gaui 10; Tommi 10, Hlynur, fyrirliði, gult, 10, Steinar, gult, 9(V. Smári 9), Himmi 10; Trausti 9(Andri 8), Davíð 10, stórleikur í ,,nýrri" stöðu, það var vitrunin mín í nótt, svaf lítið eftir það, Birkir 10, Guðjón 10, Ingólfur 10(Ásgeir 9); Sæþór 9(Ívar 8). Frábært að hafa þessa flottu varamenn, allir verið í byrjunarliði í sumar, og Adólf þurfti ekki einu sinni að fara inn á, takk kærlega fyrir að taka þátt í þessu með okkur.
Ekkert smástoltur af þessu liði, sem fór erfiðu leiðina í ár, 1 stig í fyrstu 3 leikjunum, síðan 21 stig af 27 í 9 leikjum og mest markaskoruin á Íslandi! Næst Árborg heima í fyrri leik 8-liða úrslita, gengið mjög illa gegn þeim undanfarin ár og þeir staðið sig mun betur en við fram að þessu. Það er ögrun í lagi, tölfræðin með þeim!
Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegt með liðunum ,,mínum" 3 að undanförnu, sigur gegn Evrópumeisturunum 4:1 með U-21, sigur gegn Afríku, jafntefli í Kópavogi á mánudag með ÍBV og nú þetta! Svona kaflar eru ástæðan fyrir því, að ég fæ seint leið á þessu, maður lifir lengi á því!
Takk fyrir frábæran dag, peyjar, njótið kvöldsins! Ég bý mig undir Grindavík á morgun heima.
Ægir:K. F. S. 1:2(1:1)
18. mín.: 1:0 Danislav Jevtic 1:0(v)
28. mín.: 1:1 Ingólfur Einisson
40. mín.: Milan Djurovic, Ægi, rautt
70. mín.: 1:2 Guðjón Ólafsson
Fyrsta heimatap Ægis í ár og 1. sigur okkar í Þorlákshöfn í mörg ár og við komnir í 8-liða úrslit, enn markahæsta liðið í mfl. karla, 47 mörk í 12 leikjum. Var smeykur fyrir þennan leik, urðum að vinna hann og Bjarni Rúnar, leikstjórnandinn okkar, ekki með. Við tapað öllum 3 leikjunum í sumar, sem hann hefur ekki spilað. Hafði fengið Hlyn Stefánsson til að spila aftur með okkur, lék gegn V. J. hér heima og með stórleikaftur í dag, en fékk reyndar á sig vítið. Ingó. jafnaði svo eftir flotta sókn, sem endaði með fyrirgjöf Sæþórs, Ingó. tók hann álofti og mark! Síðan spilaði þeirra besti maður rasssinn úr buxunum með rauðu spjaldi og urðum þá að gera betur en í útileiknum gegn V.J., höfðum klúðrað illilega að vera einum fleiri þar. Við spiluðum af mikilli skynsemi í s.h., eftir þó nokkur færi Slingers, Ingós. og Guðjóns, skraði Guðjón glæsilegt sigurmark, sláin inn, með skoti f. utan teig. Nafni hans í markinu varði meistaralega einu sinni frá Ægi í f.h.
Aldrei nein stórhætta eftir þetta, þó mikil spenna í lokin að halda þetta út. Í dag vantaði allt örvfætta gengið okkar, Anton Rafn, Einar Kristinn og Óðinn Steins. og munaði um minna. Stefán Björn nýfarinn til útlanda, var að dæla inn mörkum í síð. leikjum, 3. centerinn okkar, Þorsteinn, á vakt, Kiddi Bald. og Tanni í vinnu. Því frábær sigur, þótt Milan hafi bæði fengið vítið en svo fengið rautt, hafi auðvitað hjálpað. Dómarinn fær háa einkun.
Gaui 10; Tommi 10, Hlynur, fyrirliði, gult, 10, Steinar, gult, 9(V. Smári 9), Himmi 10; Trausti 9(Andri 8), Davíð 10, stórleikur í ,,nýrri" stöðu, það var vitrunin mín í nótt, svaf lítið eftir það, Birkir 10, Guðjón 10, Ingólfur 10(Ásgeir 9); Sæþór 9(Ívar 8). Frábært að hafa þessa flottu varamenn, allir verið í byrjunarliði í sumar, og Adólf þurfti ekki einu sinni að fara inn á, takk kærlega fyrir að taka þátt í þessu með okkur.
Ekkert smástoltur af þessu liði, sem fór erfiðu leiðina í ár, 1 stig í fyrstu 3 leikjunum, síðan 21 stig af 27 í 9 leikjum og mest markaskoruin á Íslandi! Næst Árborg heima í fyrri leik 8-liða úrslita, gengið mjög illa gegn þeim undanfarin ár og þeir staðið sig mun betur en við fram að þessu. Það er ögrun í lagi, tölfræðin með þeim!
Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegt með liðunum ,,mínum" 3 að undanförnu, sigur gegn Evrópumeisturunum 4:1 með U-21, sigur gegn Afríku, jafntefli í Kópavogi á mánudag með ÍBV og nú þetta! Svona kaflar eru ástæðan fyrir því, að ég fæ seint leið á þessu, maður lifir lengi á því!
Takk fyrir frábæran dag, peyjar, njótið kvöldsins! Ég bý mig undir Grindavík á morgun heima.
Fyrsta heimatap Ægis í 13 1/2 mánuð!
Eftir Stjórinn þann 22 Aug 2010 klukkan 12:17
Þetta var fyrsta heimatap Ægis síðan 8. júlí 2009(8 leikir held ég án taps), en við unnum þá reyndar í öllum 3 leikjum þessa sumars. Undirstrikar hversu flott frammistaðan var í gær. Frábær aðstaða hjá Ægismönnum og hlýlegar móttökur, takk fyrir það. Völlurinn mjög góður(gras). Milan Djurovic boðið hér með á lokahófið okkar, rauða spjaldið hans hjálpaði óneitanlega!
Þessi riðill sker sig úr hvað varðar heima- og útiárangur, gervigrasið spilar þar greinilega stóra rullu. Vængir Júpiters gerðu okkur hins vegar trúlega greiða með því að rúlla yfir okkur um daginn á sínu lélega gervigrasi. Minntu okkur á hversu lélegir við getum verið á slæmum degi. Þurfum að komast upp úr þessari deild, ekki skemmtilegir þessir gervigrasleikir, öðruvísi fótbolti og skrokkurinn skakkur og skældur á eftir, a.m.k. hjá þeim, sem ekki eru vanir því, enda neita nokkrir okkar leikmanna að spila á þessum ósköpum.
Þessi riðill sker sig úr hvað varðar heima- og útiárangur, gervigrasið spilar þar greinilega stóra rullu. Vængir Júpiters gerðu okkur hins vegar trúlega greiða með því að rúlla yfir okkur um daginn á sínu lélega gervigrasi. Minntu okkur á hversu lélegir við getum verið á slæmum degi. Þurfum að komast upp úr þessari deild, ekki skemmtilegir þessir gervigrasleikir, öðruvísi fótbolti og skrokkurinn skakkur og skældur á eftir, a.m.k. hjá þeim, sem ekki eru vanir því, enda neita nokkrir okkar leikmanna að spila á þessum ósköpum.
Til baka...