SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Þyrfti ekki að spila við Árborg, okkar þátttöku lokið?

Eftir Stjórinn þann 22 Aug 2010 klukkan 00:41
Af heimasíðu Árborgar:

,,KFS verður fyrir barðinu á Hesta Jóa(fyrirsögn)."

,,KFS í 8 liða úrslitum og svo er allt óljóst en væntanlega KB eða Tindastóll og svo Dalvík í úrslitaleiknum.
KFS verða andstæðingar okkar í 8-liða úrslitum, það er ekki flókið mál, Hesta Jói hefur oft farið til eyja og oft spilað fótbolta þar. Það er ekkert því til fyrirstöðu að við komum okkur í undanúrslitin en þar er ekki alveg komið í ljós hvaða liðum við mögulega mætum en það verður 1 af þessum þrem Tindastóll, KB eða Magni."

Við óskum Árborg til hamingju með sætið í 2. deild, bara spurningin hverjir fylgja þeim. Við komum jú úr lakasta riðlinum að mati sérfræðinganna á fótbolta.net, svo það er ekki skrýtið, að við eigum ekki séns. Árborg hefur farið á kostum í sumar og fengið mjög fá mörk á sig, í sterkari riðli en við vorum í, skv. fótbolta.net(útvarpinu). Þakka mönnum fyrir annars góðan endi á sumri(í B-riðli), sem byrjaði illa(og mun greinilega enda illa). Líklega neyðumst við til að spila þessa tapleiki fyrst, getum reynt að gefa þeim góða æfingaleiki og þeir, sem lítið hafa spilað hjá þeim geta þá fengið tækifæri.
Æfing á mánudag kl. 19 fyrir þá, sem vilja taka þátt í þessu dauðadæmda dæmi í 8-liða úrslitum.

Þyrfti ekki að spila við Árborg, okkar þátttöku lokið?

Eftir Gústaf þann 22 Aug 2010 klukkan 04:21
Æfing á mánudag kl. 19 fyrir þá, sem vilja taka þátt í þessu dauðadæmda dæmi í 8-liða úrslitum.


Viiiiiirkilega góður andi, um að gera að halda þessu áfram............

Þyrfti ekki að spila við Árborg, okkar þátttöku lokið?

Eftir DE þann 22 Aug 2010 klukkan 08:59
kaldhæðni gústaf.. kaldhæðni!

Árborg unnið 11 útileiki í röð, síðast tap gegn Ægi!

Eftir Stjórinn þann 22 Aug 2010 klukkan 10:16
Já, það var 25. júní 2009, 4:2 gegn Ægi. Ekki nema von, að þeir teljist öruggir áfram gegn okkur.
Við þyrftum því að rjúfa aðra sigurgöngu á laugardag.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ