Spjallið
Svara
Til baka...
Fyrri leikir í 8-liða úrslitum, 4. hluti, Hvíti Riddarinn.
Eftir Stjórinn þann 25 Aug 2010 klukkan 13:51
Þá er komið að árinu 2009, lékum þá í 4. sinn í 8-liða úrslitum. Liðið hafði náð ótrúlegum árangri, unnið 9, 5 jafntefli og ekkert tap, gert 54 mörk gegn 9. Liðið hafði slegið alls kyns félagsmet, en kóngurinn var Davíð Egilsson í vörninni, sem var sú besta í sögu félagsins líklega. Höfðum ekki stigið feilspor allt sumarið. Fórum á gervigrasið í Mosó., hituðum vel upp og vonuðum það besta:
Eftir Stjórinn þann 29 ágúst 2009 klukkan 19:43
3. deild, 8-liða úrslit, fyrri leikur
Varmárvöllur, gervigras:
Hvíti riddarinn:K. F. S. 1:3(1:1)
ca. 10. mín. 1:0 ?
ca. 30. mín. 1:1 Trausti Hjaltason(v)
ca. 65. mín. 1:2 Sæþór Jóhannesson
ca. 75. mín. 1:3 Þórður Halldórsson
Enn koma peyjarnir manni á óvart! Átti von á 1:1, þar sem þeir myndu skora á undan, meðan við áttuðum okkur á gervigrasinu og við svo jafna í seinni hálfleik. Hefði sætt mig við það. En nei, þessir peyjar hafa enn meiri metnað en stjórinn og eru fyrsta liðið undir hans stjórn, sem tekst það.
Eftir erfiða byrjun skoruðu þeir mark eftir ca. 10 mín., sem dómarinn færði þeim á silfurfati, allir að bíða eftir flauti dómarans vegna brots hjá þeim, en það kom aldrei. Aldrei að hætta fyrr en dómarinn flautar heitir það víst, lærðum það í dag.
Við fengum svo víti eftir ca. 30 mín., Einar Kristinn að komast inn fyrir, en af því að hann sneri ekki að markinu sluppu þeir með rautt, að sögn aðstoðardómarans. Trausti skoraði enn einu sinni af öryggi úr vítinu og minnti á gömlu hetjuna okkar, Yngva Bor.
Í seinni hálfleik tókum við smám saman völdin, eftir 1:2 á ca. 65. mín. áttu þeir varla break. Sæþór skoraði með dæmigerðu centersmarki í hornið fjær held ég. Doddi skoraði svo 1:3 ca. 10 mín. síðar, gjöf frá varamanni þeirra, takk fyrir það. Þess ber að geta, að Hvíti riddarinn átti þó nokkuð af góðum færum, en Hannes fór á kostum í markinu, með hjálp hinna vranramannanna. Sigurinn var hins vegar fyllilega sanngjarn, greinilegt hvort liðið var skipulagðara og af einhverjum ástæðum hurfu þeir talsvert eftir 1:2. Enn einu sinni vinnum við án þess að eiga stórleik, gott hefði verið að hafa Sindra í dag, en hann tekur seinni leikinn, þeirra fljótu framherjar munu fá talsvert meiri mótstöðu þá. Við sáum hins vegar veikleika þeirra mjög greinilega í dag og munum nýta okkur þá betur í seinni leiknum.
Hvíti riddarinn gerði sitt besta til að fá þennan leik fluttan á gras, takk fyrir það, Harðsnúna Hanna, við kunnum að meta það. Reynum í staðinn að fá góðan völl fyrir ykkur. Gaman var að sjá herra fótbolta.net, Magnús Má Einarsson, spila með Hvíta riddaranum. Góður drengur þar.
Dómarinn fær ekki góða einkun, gaf þeim eitt mark, mjög óöruggur, en gaf okkur reyndar fullt af innköstum og fríspörkum, sem við höfðum minna gagn af. Þeim gaf hann óbeina aukaspyrnu á vítateignum nánast, Hannes bjargaði okkur þar.
Völlurinn fær ekki há einkun, greinilega enn þá langt í að gervigras verði samkeppnishæft, þetta ku vera í betri kantinum.
Takk fyrir drengilegan leik, Hvíti riddarinn. Hlökkum til að sjá ykkur í Eyjum.
Hannes 10; Hilmar 10(Kjartan 10), Davíð 10, Adólf 9, Andri 8; Stebbi Braga. 10, gult, var frábær, það var Doddi líka, 10, Ívar 9(Víðir Þ. 10), Trausti Hj. 9, Einar KK 10(Hjalli V. 9); Sæþór 10(Cantona 8, mislagðir fætur í þetta sinn, gervigras líklega ekki hans cup of tea, en hafðu ekki áhyggjur af þessu, Cantona, gott að hafa þig, 8 þýðir jú góður). Liðsstjórinn, Mottan, fær þakkir fyrir hjálpina, en þarf að læra að leita að boltum, smá grín.
Það tóks allt, sem við ætluðum okkur, peyjar, og vel það, gríðarlega ánægður með ykkur, það var ekki eins og þið væruð að gera þetta í 1. sinn, enda margir ykkar með 2002, það skilaði sér í dag, tel, að við höfum undirbúið okkur hárrétt fyrir þennan leik, leikurinn við ÍBV um daginn hjálpaði mikið.
Eftir Stjórinn þann 29 ágúst 2009 klukkan 19:43
3. deild, 8-liða úrslit, fyrri leikur
Varmárvöllur, gervigras:
Hvíti riddarinn:K. F. S. 1:3(1:1)
ca. 10. mín. 1:0 ?
ca. 30. mín. 1:1 Trausti Hjaltason(v)
ca. 65. mín. 1:2 Sæþór Jóhannesson
ca. 75. mín. 1:3 Þórður Halldórsson
Enn koma peyjarnir manni á óvart! Átti von á 1:1, þar sem þeir myndu skora á undan, meðan við áttuðum okkur á gervigrasinu og við svo jafna í seinni hálfleik. Hefði sætt mig við það. En nei, þessir peyjar hafa enn meiri metnað en stjórinn og eru fyrsta liðið undir hans stjórn, sem tekst það.
Eftir erfiða byrjun skoruðu þeir mark eftir ca. 10 mín., sem dómarinn færði þeim á silfurfati, allir að bíða eftir flauti dómarans vegna brots hjá þeim, en það kom aldrei. Aldrei að hætta fyrr en dómarinn flautar heitir það víst, lærðum það í dag.
Við fengum svo víti eftir ca. 30 mín., Einar Kristinn að komast inn fyrir, en af því að hann sneri ekki að markinu sluppu þeir með rautt, að sögn aðstoðardómarans. Trausti skoraði enn einu sinni af öryggi úr vítinu og minnti á gömlu hetjuna okkar, Yngva Bor.
Í seinni hálfleik tókum við smám saman völdin, eftir 1:2 á ca. 65. mín. áttu þeir varla break. Sæþór skoraði með dæmigerðu centersmarki í hornið fjær held ég. Doddi skoraði svo 1:3 ca. 10 mín. síðar, gjöf frá varamanni þeirra, takk fyrir það. Þess ber að geta, að Hvíti riddarinn átti þó nokkuð af góðum færum, en Hannes fór á kostum í markinu, með hjálp hinna vranramannanna. Sigurinn var hins vegar fyllilega sanngjarn, greinilegt hvort liðið var skipulagðara og af einhverjum ástæðum hurfu þeir talsvert eftir 1:2. Enn einu sinni vinnum við án þess að eiga stórleik, gott hefði verið að hafa Sindra í dag, en hann tekur seinni leikinn, þeirra fljótu framherjar munu fá talsvert meiri mótstöðu þá. Við sáum hins vegar veikleika þeirra mjög greinilega í dag og munum nýta okkur þá betur í seinni leiknum.
Hvíti riddarinn gerði sitt besta til að fá þennan leik fluttan á gras, takk fyrir það, Harðsnúna Hanna, við kunnum að meta það. Reynum í staðinn að fá góðan völl fyrir ykkur. Gaman var að sjá herra fótbolta.net, Magnús Má Einarsson, spila með Hvíta riddaranum. Góður drengur þar.
Dómarinn fær ekki góða einkun, gaf þeim eitt mark, mjög óöruggur, en gaf okkur reyndar fullt af innköstum og fríspörkum, sem við höfðum minna gagn af. Þeim gaf hann óbeina aukaspyrnu á vítateignum nánast, Hannes bjargaði okkur þar.
Völlurinn fær ekki há einkun, greinilega enn þá langt í að gervigras verði samkeppnishæft, þetta ku vera í betri kantinum.
Takk fyrir drengilegan leik, Hvíti riddarinn. Hlökkum til að sjá ykkur í Eyjum.
Hannes 10; Hilmar 10(Kjartan 10), Davíð 10, Adólf 9, Andri 8; Stebbi Braga. 10, gult, var frábær, það var Doddi líka, 10, Ívar 9(Víðir Þ. 10), Trausti Hj. 9, Einar KK 10(Hjalli V. 9); Sæþór 10(Cantona 8, mislagðir fætur í þetta sinn, gervigras líklega ekki hans cup of tea, en hafðu ekki áhyggjur af þessu, Cantona, gott að hafa þig, 8 þýðir jú góður). Liðsstjórinn, Mottan, fær þakkir fyrir hjálpina, en þarf að læra að leita að boltum, smá grín.
Það tóks allt, sem við ætluðum okkur, peyjar, og vel það, gríðarlega ánægður með ykkur, það var ekki eins og þið væruð að gera þetta í 1. sinn, enda margir ykkar með 2002, það skilaði sér í dag, tel, að við höfum undirbúið okkur hárrétt fyrir þennan leik, leikurinn við ÍBV um daginn hjálpaði mikið.
Til baka...