SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Stjórinn í útvarpsviðtali í hádeginu kl. 12.45

Eftir Stjórinn þann 28 Aug 2010 klukkan 10:44

Það verður nóg um að vera í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag. Þátturinn er á dagskrá alla laugardaga milli 12 og 14 á X-inu FM 97,7.

KR og FH mætast í stórleik í Pepsi-deild karla á mánudagskvöldið. Hjörtur Logi Valgarðsson og Skúli Jón Friðgeirsson munu eigast þar við en þeir eru liðsfélagar í U21 árs landsliðinu. Hjörtur Logi og Skúli Jón kíkja í heimsókn í þáttinn í dag.

Hjörvar Hafliðason verður á línunni en hann mun fara yfir gang mála í ensku úrvalsdeildinni þar sem þriðja umferð fer fram um helgina.

Úrslitakeppnin í þriðju deild karla hefst á morgun og Hjalti Kristjánsson, þjálfari KFS, verður í viðtali en lið hans mætir Árborg.

Ásmundur Guðni Haraldsson, sérfræðingur þáttarins, mun síðan renna yfir gang mála í Pepsi-deildinni.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson en ef þú hefur eitthvað fram að færa í þáttinn er tölvupósturinn [email protected]. Hægt er að hlusta á X-ið á netinu með því að smella hérna


Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=96427#ixzz0xtal2VdU

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ