Spjallið
Svara
Til baka...
Árborg:K. F. S. 3:1(1:0)
Eftir Stjórinn þann 01 Sep 2010 klukkan 09:26
Get ekki annað en verið sáttur við sumarið, þótt ekki næðum við lengra. Byrjuðum tímabilið illa, vorum að spara með fáum leikjum og það hefndi sín. Náðum að rífa okkur upp og enduðum vel, en Árborgarliðið var einu númeri of stórt, sérstaklega í fyrri leiknum. Við breyttum áherslunum í þessum leik og það tókst að mörgu leyti og menn sýndu ákveðnar framfarir með því. Þetta fer í reynslubankann. Vísa í ágæta lýsingu á sunnlenska.is, sést, að við áttum ekki mörg færi, en úti á vellinum vorum við ekki síðri. Söknuðum illa okkar besta manns í sumar, Antons Rafns, í 8-liða úrslitunum, undarlegur tími fyrir Tyrklandsferð, og Stefáns Björns. Sóknarleikurinn var ekki nógu öflugur, fyrir vikið, okkar aðalvopn í sumar. Varnarleikurinn var hins vegar betri. Þá er bara að trúa á að allt sé þegar þrennt er og taka 3. 8-liða úrslitin á næsta ári og klára þetta. Dómgæslan var frábær í gær og okkar besti leikur á gervigrasi í ár, en Árborgarmenn reyndu að fá grasið. Takk fyrir peyjar, getið verið stoltir af að hafa gefið allt í þennan leik, mun betra/meira tempó en í fyrri leiknum.
Gaui hefur sýnt ótrúlegar framfarir í sumar; Tommi mjög góður(Formaðurinn með betri innkomu en síðast), Davíð, okkar besti maður, Steinar gult, mjög góður, en þarf að hætta þessum spjöldum(Valur Smári hefði mátt koma í fleiri leiki í sumar), Hilmar öruggur; Ingó reyndi sitt besta(Andri með góða innkomu), Birkir, gult, aftur mjög góður, Guðjón þarf fleiri leiki, en gott að hafa hann, Einar, gult, betri en í fyrri leiknum(Trausti reyndi hvað hann gat); Bjarni Rúnar sá eini, sem eitthvað ógnaði og með enn eitt vítið og Sæþór betri en áður á gervigrasi í sumar, en veikur(Ásgeir með rautt, karlgreyið auðvitað að reyna að sanna sig eftir ósanngjarna meðferð þjálfarans í sumar).
Gistingin á Hótel Hlíð var flott, sérstaklega verðið. Takk fyrir nokkuð gott tímabil, peyjar, stefnum að 2. deild eftir næsta tímabil. Nú verður hlé á æfingum til 1. október. Þakka Árborgarmönnum fyrir drengilegan leik.
Gaui hefur sýnt ótrúlegar framfarir í sumar; Tommi mjög góður(Formaðurinn með betri innkomu en síðast), Davíð, okkar besti maður, Steinar gult, mjög góður, en þarf að hætta þessum spjöldum(Valur Smári hefði mátt koma í fleiri leiki í sumar), Hilmar öruggur; Ingó reyndi sitt besta(Andri með góða innkomu), Birkir, gult, aftur mjög góður, Guðjón þarf fleiri leiki, en gott að hafa hann, Einar, gult, betri en í fyrri leiknum(Trausti reyndi hvað hann gat); Bjarni Rúnar sá eini, sem eitthvað ógnaði og með enn eitt vítið og Sæþór betri en áður á gervigrasi í sumar, en veikur(Ásgeir með rautt, karlgreyið auðvitað að reyna að sanna sig eftir ósanngjarna meðferð þjálfarans í sumar).
Gistingin á Hótel Hlíð var flott, sérstaklega verðið. Takk fyrir nokkuð gott tímabil, peyjar, stefnum að 2. deild eftir næsta tímabil. Nú verður hlé á æfingum til 1. október. Þakka Árborgarmönnum fyrir drengilegan leik.
Árborg:K. F. S. 3:1(1:0)
Eftir Formaðurinn þann 01 Sep 2010 klukkan 11:05
Einar fékk ekki gult í leiknum, þrátt fyrir hávær mótmæli við dómarann
Til baka...