SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Brúðkaup aldarinnar í dag

Eftir Formaðurinn þann 04 Sep 2010 klukkan 10:24
Í dag kl. 16 munu Davið Egilsson og Eyrún Sigurjónsdóttir ganga upp að altarinu í Landakirkju og játast hvort öðru (vonandi). KFS vill óska þeim til hamingju með þennan merkilega áfanga í þeirra lífi og óskar þeim góðs gengis í framtíðinni. Fáránleg dagsetning reyndar í miðri úrslitakeppni en Davíð slapp við að þurfa spila leik og gifta sig sama daginn! Viðrar reyndar ekki vel til giftingar í dag, ekki frekar en hjá Gvendi forðum daga í vísunni.

Brúðkaup aldarinnar í dag - Vísan

Eftir Formaðurinn þann 04 Sep 2010 klukkan 10:51
Vísan fyrir þá sem ekki þekkja:
Nú er úti veður vont
verður allt að klessu
ekki fær hann Gvendur gott
að gifta sig í þessu

Brúðkaup aldarinnar í dag

Eftir Trausti þann 04 Sep 2010 klukkan 14:43
Til hamingju með daginn king Dabe!

Brúðkaup aldarinnar í dag

Eftir Stjórinn þann 04 Sep 2010 klukkan 17:07
Davíð og Eyrún fá mínar innilegustu hamingjuóskir, Eyrún gat ekki fengið betri dreng.

Brúðkaup aldarinnar í dag

Eftir birkir þann 04 Sep 2010 klukkan 17:30
til hamginju með daginn dabbi og frú

Brúðkaup aldarinnar í dag

Eftir Guðjón Orri þann 04 Sep 2010 klukkan 18:03
Til hamingju davíð og eyrún.

Brúðkaup aldarinnar í dag

Eftir Davíð Egilsson þann 05 Sep 2010 klukkan 22:32
Takk fyrir það piltar,
dagurinn var frábær í alla staði. Hefði ekkert verið verri hefði maður spilað eins og einn fótboltaleik fyrir brúðkaup, en ekki viss að það hefði verið mikill fótbolti í þessu veðri.. en það er víst það eina sem maður hefur ekki stjórn á í brúðkaupi.
Svo má taka það fram að Einar kokkur stóð sig frábærlega, eins og búast mátti við miðað við mat á fyrri kfs-hófum. Eins stóð Kolli markmaður sig frábærlega í skurðinum á lambakjötinu. Þannig að þeir voru verðugir fulltrúar KFS liðsins í salnum.
Sé ykkur á æfingu í vetur

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ