SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

K. F. S.:Þróttur V. 5:0(2:0)

Eftir Stjórinn þann 06 Jul 2009 klukkan 23:25
Þórsvöllur-3, deild-B
K. F. S.:Þróttur V. 5:0(2:0)
18, mín, Egill Jóhannsson 1:0
41. mín. Anton Bjarnason 2:0
80. mín. Anton Bjarnason 3:0
80. mín. Egill Jóhannsson 4:0
86. mín. Sæþór Jóhannesson 5:0
KFS efst með 15 stig eftir 7 leiki, sló félagsmet með 8. deildaleiknum í röð(einn í fyrra) án taps.
Þetta var skrýtinn leikur, við ekki nógu kröftugir framan af, en Þróttararnir svo sem lítið að skapa. Egill kom síðan með klassískt Egils-mark um 10 m fyrir utan vítateig, bomba í nærhornið. Jafnræði áfram, en við að ná yfirhöndinni, þegar Anton skoraði skrýtið mark úr frísparki utan af kanti, markmaðurinn rann og boltinn lak í fjærhornið. Áfram jafnræði eftir hlé, en eftir 4 skiptingar á 54.-64. mín. tókum við smám saman yfirhöndina og settum 3 mörk í lokin og óðum í færum. Áfram skapaði Þróttur lítið sem neitt, einu sinni þurfti Kolli að verja í öllum leiknum, enda vörnin okkar frábær.
Anton skoraði gott mark með einleik a 80. mín., Egill skoraði nær strax aftur 4:0 með marki upp í bláhornið úr frísparki. Sæþór skoraði svo frábært skallamark yfir markmanninn eftir frábæra sendingu Kjartans á 86. mín. og 5:0 staðreynd, þótt andstæðingarnir væru langt frá því að vera lélegir og dómarinn alls ekki að hjálpa okkur frekar en fyrri daginn. Takk fyrir frábær úrslit peyjar, verðið æ meira lið og æ sterkari. Þetta er ekki búið og um næstu helgi ræðst framhaldið af 2 leikjum við líklega sterkustu andstæðingana í augnablikinu, K. B. Vöndum það!
Kolli 10: Hilmar 7(Sindri 10(misnotaði 2 dauðafæri)), Davíð 10, Kjartan 10, Adólf 10, hans besti leikur lengi; Trausti 9(misnotaði 3 dauðafæri)(Sæþór 10), Stebbi B. fyrirliði, 8(Kári 8), en þó solid, Egill 10, hans besti leikur í sumar, Ívar 8(Doddi 9, gult), Einar Kristinn 9, gult, en Kjartan gefur honum alltaf gult eða rautt, greinilega persónulegt,(Stefán Björn 9, gult); Anton 10.
Gríðarlega ánægður með varamennina, sem styrktu liðið og kláruðu leikinn, fyrir utan hópinn síðan nokkrir jafnöflugir leikmenn! Bið þá alla að vera til taks í 2 leiki gegn K. B. um næstu helgi!
Þökkum Þrótti fyrir drengilegan leik og skemmtileg samskipti um helgina, þeir áttu þetta eiginelga ekki skilið.
Æfing miðvikudag 18.30 á Helgafellsvelli.

K. F. S.:Þróttur V. 5:0(2:0)

Eftir mottan þann 06 Jul 2009 klukkan 23:51
fyrir utan hóp... ég vil meina að ég geti skorað mun meira en slinger á einu tímabili... svo ég er klárlega betri en hann ;)

K. F. S.:Þróttur V. 5:0(2:0)

Eftir Slinger þann 07 Jul 2009 klukkan 00:32
Þú sannar það þá bara á æfingu á miðvikudaginn... Ég skora á þig í keppni ( sömu keppni og Formaðurinn og Ívar Róberts eru í )

Sjáum hvort þú standir undir orðum þínum hérna á netinu!!

K. F. S.:Þróttur V. 5:0(2:0)

Eftir Doddi þann 07 Jul 2009 klukkan 00:42
Dettur stóðsendinginn á anton út afþví ég dreif ekki að markinu tvisvar?

K. F. S.:Þróttur V. 5:0(2:0)

Eftir mottan þann 07 Jul 2009 klukkan 00:43
auðvitað tek ég þessu og leik mér að þér hahaha

K. F. S.:Þróttur V. 5:0(2:0)

Eftir Stjórinn þann 07 Jul 2009 klukkan 01:09
Ekki búinn að sjá leikinn á DVD-i, mér skilst, að slokknað hafi á upptökuvélinni í bæði skiptin, sem Sindri skaut á markið. Er ekki með allar stoðsendingarnar á hreinu, bið afsökunar á því, Doddi. Endilega segið frá hér, ef þið áttuð slíkar sendingar.

K. F. S.:Þróttur V. 5:0(2:0)

Eftir Hlynur Stefánsson þann 07 Jul 2009 klukkan 17:57
Til hamingju peyjar með glæsilegan sigur.
það hefði verið gaman að sjá Sindra setja eitt kvikindi eða tvö .En það hefði kannski verið full mikið af því góða.

K. F. S.:Þróttur V. 5:0(2:0)

Eftir Einar þann 08 Jul 2009 klukkan 10:25
Ég mæti ekki í dag. Ég fer með 3.flokk karla upp á land núna í hádeginu og kem ekki heim fyrr en í kvöld.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

einn =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ