SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Leik ársins lauk með stórmeistarajafntefli!

Eftir Stjórinn þann 23 Oct 2010 klukkan 17:52
Leikur ársins; Amor/Framherjar:Smástund fór fram á malarvellinum í Löngulág kl. 14 í dag. Fjöldi áhorfenda var og þurfti að margbiðja menn að slökkva ljósin! Margir höfðu lagt á sig ferð af fastalandinu til að geta spilað þennan mikilvæga leik, Valur Sævars. hafði ekki komið við fótbolta í 10 ár, en það sást ekki í leiknum. Hann segir að hann borgi fyrir það á morgun.
Mikla ánægju okkar vakti að Hafsteinn Hjálmars. mætti þrátt fyrir sáran missi móður sinnar í gær og vottum við honum innilega samúð okkar. Hann kórónaði glæsilegan leik með marki og var EKKI rangstæður. Valli skoraði hins vegar 0:1 á 1. mínútu, en Simmi Helga. jafnaði með þvílíku marki fyrir hlé fyrir A/F, stöngin inn. Í leikhléi var rætt um að nýta betur hina miklu yfirferð Trausta Trausta. á miðjunni, hann var m.a.s. sveittari en Rúnar Vöggs. Það endaði með þvílíku glæsiskoti í restina, rétt framhjá Samma frænda, að m.a.s. Valli vildi að boltinn færi inn. Á undan hafði Hafsteinn komið Smástund yfir, Bjarki jafnað með glæsiskalla úr horni og Heimir enn komið Smástund yfir, með neglu í fjærhornið, vonandi sáu lærisveinar hans í ÍBV tilþrifin, Albert Sævars., sem var að horfa á, hefði ekki átt möguleika. Simmi jafnaði svo einu sinni enn og 3:3 voru lokaúrslitin og dauðþreyttir leikmennirnir fengu sér hressingu á eftir. Tilþrifin voru mun meiri í s.h., alls sáust 6 sendingar í röð hjá Smástund og 5 hjá Framherjum, þegar best lét.
Í A/F voru Grímur og Valur traustir í bakvörðunum, Hreggi og Diddi vörðu markið með tilþrifum, Árni Hafsteins.spændi upp kantinn, Addi sýndi gamalækunna takta, einnig Ómar Smára. á miðjunni, þótt þeir féllu auðvitað í skuggann af Trausta Trausta., sem fékk lánaða skó! Ekki keypt nýja eftir að gömlu skórnir hans Ásgeirs Sigurvins. gáfu sig. Jonni kom inn á sem varamaður með tilþrifum. Bjarki og Óðinn voru kóngar í miðri vörninni.
Smástund lék hollenskan bolta með mennína í alls konar stöðum. Tryggvi var í markinu, bræðurnir Óðinn og Frikki aftarlega, Halli Bedda. skammt undan og hrukku menn af honum eins og fyrri daginn. Siggi Smári,. Rúnar, Kiddi Gogga, Jói Ben. o.fl. glöddu augað á miðsvæðinu, Maggi skó. frammi auðvitað, Hafsteinn, Kári, Heimir og Huginn sáust víða, vona, að ég gleymi ekki neinum, eins og venjulega.
Frábær skemmtun fyrir áhorfendur og er þegar farið að spyrja um næsta leik liðanna. Þreytunni verður svo skolað niður í kvöld, nokkrir ákváðu í dag að koma í kvöld, eftir að hafa verið óákveðnir. Búist er við yfir 50 manns og verður eitthvað um ræðuhöld, stjórinn sparaði raddböndin í dag og er því von á slæmu í kvöld!
Tilþrif leiksins: Simmi og Heimir
Grófastur: Eitt brot í leiknum held ég. Viktor Steingrímsson dæmdi, takk kærlega fyrir að koma sérstaklega til að dæma. Dr. Davíð og Hjalli aðstoðardómarar, 2 dómar þeirra umdeildir, en líklega réttir.
Æstustu menn leiksins: Valli og Grímur, þó heyrðist BAKKA sjaldnar en í gamla daga.
Besti nýliðinn(10 ára fjarvist): Valur
Sveittastur eftir leik: Trausti Trausta.
Minnst yfirferð: Trausti Trausta.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ