SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Toni leikmaður ársins! Formaðurinn fékk silfurmerki!

Eftir Stjórinn þann 24 Oct 2010 klukkan 12:55
Flott mæting var á lokahófið í gær, yfir 40 manns og mjög góð stemmning. Félagið fékk veglega afmælisgjöf og búningasala gekk framart vonum, samtals komu um 330 þús. kr. í kassann, Maturinn var flottur og Beggi blindi skemmti mönnum vel. Videóið í ár var samantekt sl. ára, mjög skemmtilegt. Formaðurinn fékk réttilega silfurmerki ÍBV fyrir frábær, óeigingjörn störf fyrir íþróttahreyfinguna.
Anton Rafn Jónasson var leikmaður ársins, Bjarni Rúnar Einarsson næstbestur.
Sæþór Jóhannesson var markhæstur með 12 mörk í 12 leikjum, Bjarni Rúnar næstur með 8 mörk.
Guðjón Orri Sigtryggsson var efnilegastur og sýndi mestar framfarir.
Ingólfur Einisson var prúðasti leikmaðurinn, ekkert spjald í 14 leikjum og líka leikjahæsti leikmaðurinn með Ásgeiri Ingimarssyni, léku alla 14 leikina.
Ásgeir var KFS-ari ársins, manna duglegastur að mæta.
Mikilvægasti leikmaðurinn var Bjarni Rúnar, töpuðum 2 leikjum af 3 án hans.
Stefán Bragason varð leikjahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins, fór í 128 leiki, Yngvi Bor. 115 og Trausti Hjaltason nálgast með 121 leik.
Lið ársins, skv. leikjafjölda: Gaui-Andri, Davíð, Óðinn og Einar KK-Ingó, Bjarni Rúnar, Birkir, Ívar og Toni-Sæþór. Varamenn: Ásgeir, Stefán Björn og Trausti Hj.
Takk fyrir frábært kvöld.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ