Spjallið
Svara
Til baka...
Fleiri Æfingar?
Eftir Birkir þann 30 Nov 2010 klukkan 13:21
Menn ekkert til í að hittast á öðrum dögum enn mánudögum? Kannski á fimtudegi eða föstudegi? Þá er ég að tala um að hittast á einhverjum að sparkvöllunum á höfuðborgarsvæðinu? Þeas ef við viljum passa aðeins uppá perustefnið fyrir Jólatörnina sem er að koma ;)
Fleiri Æfingar?
Eftir Stjórinn þann 30 Nov 2010 klukkan 15:04
Góð hugmynd. Ertu með á sunnudaginn? Bendi öllum á hlaupaprógram Ívars, sem er að komast í ægiform.
Fleiri Æfingar?
Eftir svenni þann 30 Nov 2010 klukkan 17:40
hvaða hlaupaprógram Ívars?
Fleiri Æfingar?
Eftir Anton þann 30 Nov 2010 klukkan 17:47
ég er alveg til í að hittast og taka smá bolta á einhverjum sparkvelli á fimmtudegi eða föstudegi. =)
Hlaupa-prógrammið
Eftir Tanni þann 30 Nov 2010 klukkan 20:44
Hlaupa hratt 50 m., jogga hægt 30 m, spretta 135 m. Teygja því næst vel á efri líkama, í um það bil 5 mín. Byrja þá aftur á 10 m joggi. Auka svo hraðann upp í 60 prósent, hlaupa þannig 2 x 15 m (helst niður brekku), stoppa svo snögglega og spretta í hina áttina. Teygja vel á eftir þetta, en nú á neðri líkama.
Fleiri Æfingar?
Eftir Formaðurinn þann 30 Nov 2010 klukkan 21:58
Hvernig veit maður í hvaða átt hin áttin er?? Eru ekki fjórar áttir??? Svo maður ruglist nú ekki og endi niðri á bryggju!
Virðist annars fínasta prógram.
Virðist annars fínasta prógram.
Hlaupa-prógrammið
Eftir Formaðurinn þann 30 Nov 2010 klukkan 22:00
Skilst að prógram B sé að hlaupa upp á 19. hæð í Turninum til Ívars, rífa hann frá nautasteikinni sem hann borðar alltaf í hádeginu og renna sér á handriðinu niður aftur. Endurtakist ekki.
Hlaupa-prógrammið
Eftir Tanni þann 30 Nov 2010 klukkan 22:18
Óðinn, hin áttin, er alltaf sú átt, sem að snýr ekki að andlitinu (þetta er eitt af því fyrsta sem að kennt er í siglingarfræði). Legg til að menn taki prógram A á þriðjud., en B á fimmtuögum. Þannig ná þeir að taka allan pakkan.
Fleiri Æfingar?
Eftir Stjórinn þann 01 Dec 2010 klukkan 00:10
Legg til að Óðinn hlaupi bara í hina áttina, þ.e.a.s aftur á bak!
Til baka...