Spjallið
Svara
Til baka...
K. F. S.:K. B. 5:0(0:0)
Eftir Stjórinn þann 11 Jul 2009 klukkan 16:57
Já, þessir peyjar eru að gera mig kjaftstopp, 3. sigurinn í röð og 15:1 í þeim leikjum! Þessi leikur var mjög svipaður þeim síðasta, K. B. ívið betri undan vindinum í fyrri hálfleik, en sköpuðu ekki mikið stórhættulegt, þó þurfti Kolli a. m. k. 2var að redda meistaralega með handboltavörslu á marklínunni. Við sköpuðum enn minna.
Í seinni hálfleik var jafnræði til að byrja með en Adólf skoraði stórglæsilegt mark í bláhornið upp úr hornspyrnu frá Tona. Þeir reyndu áfram að sækja, en Sindri kom okkur í 2:0 4 mín. síðar með frábæru hlaupi upp allan völlinn, sem endaði með snilldarsendingu Einars Kristins á hann, Sindri þaggaði þar með niður í grínurunum eftir síðasta leik. Eftir þetta fórum við að taka yfirhöndina og eftir 4 superskiptingar á 55.-65. mín. kom 3:0 á 73. mín. Sæþór eftir frábæra sendingu Stefáns Björns. Þremur mín. síðar skoraði svo Ívar eftir þversendingu Sæþórs fyrir markið, 4:0. Tveimur mín. fyrir leikslok fékk Ólafur Jónsson rautt hjá K. B. fyrir skuggalega tæklingu á Antoni, sem stóð sem betur fer upp á eftir. Ólafur er drengur góður og biður Tona afsökunar, áttum að skila því, Toni. Á lokamínútunni skoraði kóngurinn í seinni hálfleiknum, Þórður, sitt 1. deildamark fyrir K. F. S., þvílíkt mark, hann lék sig í gegn, notaði Ívar sem batta og skoraði, 5:0.
Kolli 10(Hannes 10); Hilmar 10(Andri 10), Davíð 10, Sindri 10, Adólf 10; Trausti 10(Stefán Björn 10), Stefán Braga. 10, Egill, gult, 10(Þórður 10), Ívar 10, Einar Kristinn 10(Sæþór 10); Anton, gult, 10.
Takk fyrir leikinn K. B.-menn, gaman að sjá ykkur koma í jakkafötum og 5:0 áttuð þið kannske ekki skilið. Þetta er liðið, sem ég hef óttast mest allan tímann, þið verðið örugglega betri á morgun.
Dómararnir stóðu sig vel á 3. deildarmælikvarða, Doddi dæmdi jafnvel hjá okkur leik í Deildabikarnum!
Þökkum áhorfendum góðan stuðning og Halla myndatökumanni, bíðum spenntir eftir u-tube.
Mæting 12.30 á morgun í Íþróttamiðstöðinni.
Í seinni hálfleik var jafnræði til að byrja með en Adólf skoraði stórglæsilegt mark í bláhornið upp úr hornspyrnu frá Tona. Þeir reyndu áfram að sækja, en Sindri kom okkur í 2:0 4 mín. síðar með frábæru hlaupi upp allan völlinn, sem endaði með snilldarsendingu Einars Kristins á hann, Sindri þaggaði þar með niður í grínurunum eftir síðasta leik. Eftir þetta fórum við að taka yfirhöndina og eftir 4 superskiptingar á 55.-65. mín. kom 3:0 á 73. mín. Sæþór eftir frábæra sendingu Stefáns Björns. Þremur mín. síðar skoraði svo Ívar eftir þversendingu Sæþórs fyrir markið, 4:0. Tveimur mín. fyrir leikslok fékk Ólafur Jónsson rautt hjá K. B. fyrir skuggalega tæklingu á Antoni, sem stóð sem betur fer upp á eftir. Ólafur er drengur góður og biður Tona afsökunar, áttum að skila því, Toni. Á lokamínútunni skoraði kóngurinn í seinni hálfleiknum, Þórður, sitt 1. deildamark fyrir K. F. S., þvílíkt mark, hann lék sig í gegn, notaði Ívar sem batta og skoraði, 5:0.
Kolli 10(Hannes 10); Hilmar 10(Andri 10), Davíð 10, Sindri 10, Adólf 10; Trausti 10(Stefán Björn 10), Stefán Braga. 10, Egill, gult, 10(Þórður 10), Ívar 10, Einar Kristinn 10(Sæþór 10); Anton, gult, 10.
Takk fyrir leikinn K. B.-menn, gaman að sjá ykkur koma í jakkafötum og 5:0 áttuð þið kannske ekki skilið. Þetta er liðið, sem ég hef óttast mest allan tímann, þið verðið örugglega betri á morgun.
Dómararnir stóðu sig vel á 3. deildarmælikvarða, Doddi dæmdi jafnvel hjá okkur leik í Deildabikarnum!
Þökkum áhorfendum góðan stuðning og Halla myndatökumanni, bíðum spenntir eftir u-tube.
Mæting 12.30 á morgun í Íþróttamiðstöðinni.
Fyrsta útitap K. B. í 9 leikjum!
Eftir Stjórinn þann 11 Jul 2009 klukkan 18:13
Til að benda á, hve frábær okkar sigur var í dag, hafði K. B. ekki tapað í 8 leikjum í röð í 3. deild eða frá 23. 06. 2008, töpuðu þá í Borgarnesi fyrir Skallagrími. Það verður því ekkert gefið á morgun!
K. F. S.:K. B. 5:0(0:0)
Eftir Einar þann 11 Jul 2009 klukkan 20:18
Hef lítið um leikinn að segja, en ég bíð svakalega spenntur eftir nýju myndbandi.
K. F. S.:K. B. 5:0(0:0)
Eftir Hlynur Stefánsson þann 12 Jul 2009 klukkan 09:15
Til hamingju Hjalti og KFS með frábæran sigur.
þið eruð klárlega með besta liðið í riðlinum
það verður áhugavert að sjá hvernig þið höndlið seinni leikinn á móti KB í dag.
Frábært framtak þessi myndbönd með mörkunum úr leikjunum ykkar, Eg tala nú ekki um.
þessi copía af Bjarna Fel slær allt út.
þið eruð klárlega með besta liðið í riðlinum
það verður áhugavert að sjá hvernig þið höndlið seinni leikinn á móti KB í dag.
Frábært framtak þessi myndbönd með mörkunum úr leikjunum ykkar, Eg tala nú ekki um.
þessi copía af Bjarna Fel slær allt út.
Til baka...