SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Meira af tölfræði, annað félagsmet hjá K. F. S.

Eftir Stjórinn þann 13 Jul 2009 klukkan 11:33
Já, búinn að rannsaka þetta til öryggis. Met að halda hreinu var slegið hjá okkur í gær, 3. leikurinn í röð, það hefur ekki gerst áður í sögu K. F. S.! Kolli slær því líka markvarðarmetið, Augnablik skoraði síðasta markið á 62. mín., Kolli hefur því haldið hreinu í 298(Hannes spilaði reyndar 5 mín. af þeim) mín. og mennirnir fyrir framan hann: Hilmar, Davíð, Kjartan(90), Adólf, Sindri(90), Andri(120).
Hins vegar slógum við ekki félagsmet í ótöpuðum leikjum um daginn, komnir með 10(með síð. tímabili), metið á lið 2001, sem spilaði 10 fyrstu leikina án taps og síðasta leikinn 2000, eða 11 samtals. Þeir voru(meirihluti leikja): Ganni, Einsi kaldi, Elías Ingi Björgvinsson, Heimir Hallgrímsson, Jóhann Sveinn, Kári Hrafnkels., Lúðvík Jóh., Maggi Steindórs., formaðurinn, Papa Assane N´Daw, Pétur Runólfsson, Rúnar Vöggsson, Sindri Grétarsson, Stefán Bragason, Tómas M. Reynisson og Yngvi Borgþórsson.
Yngvi stendur líka í baráttu um leikjamet fyrir félagið, er réttilega(emdurskoðað) talið með 125 leiki(54 mörk, Maggi 75 og Sindri 51 skv. óendurskoðuðu bókhaldi), Stebbi Braga. 116(5 mörk) og Trausti Hjaltason 108(18).
Stebbi og Trausti geta náð 6 leikjum enn í 3. deild-B og í besta falli 5 leikjum í úrslitakeppni 2009, Stebbi gæti því farið í 127, Trausti 119.
Loks er Trausti búinn að ná Sindra í bikarmörkum, eða 6, Maggi Steindórs. með 9.
Ekki þurft að pæla í þessum metum frá 2002! Gaman að þurfa þess núna, en þetta er bara tölfræði til gamans, hún vinnur enga leiki.

Meira af tölfræði, Ívar Róbertsson gerði 400. mark K. F. S. í 3. deild

Eftir Stjórinn þann 13 Jul 2009 klukkan 12:40
Já, Ívar gerði 400. deildamark K. F. S. í 3. deild frá upphafi í fyrri leiknum gegn K. B. Þetta kom í 128. deildaleik K. F. S. í 3. deild.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ