SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Einn farinn, annar kominn

Eftir Stjórinn þann 15 Jul 2009 klukkan 20:31
Egill Jóhannsson fór til ÍBV í hálfleik í fyrri hálfleik fyrri leiksins gegn K. B. Við þökkum Agli margt, byrjaði að spila með okkur strax í vetur og dælt inn mörkum reglulega síðan af miðjunni. Ég tel, að hann hafi líka grætt á þessu, sé betri leikmaður en þegar hann byrjaði hjá okkur og auk þess fengið dýrmæta leikreynslu. Hann jók líka samkeppnina hjá okkur og breiddina þar með. Loks er hann góður og þægilegur félagi. Óskum honum alls hins besta hjá ÍBV.
Í dag voru svo staðfest félagaskipti(leikheimild) Gísla Hrafns Jónssonar úr K. V. Gísli er 22 ára og er að vinna í Café Kró. Hann var valinn efnilegasti leikmaður K. R. í 3. flokki og var fastamaður í K. V. á miðjunni í fyrra. Við ætlum því Gísla hlutverk á lokasprettinum hér í Eyjum með K. F. S. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn.
Þetta undirstrikar, að við ætlum ekkert að slappa af á lokasprettinum.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ