SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

KFS(Fannar) vann Álftanes 0:1(0:1)!

Eftir Stjórinn þann 28 Jan 2011 klukkan 23:15
Unnum Álftanes 0:1(0:1) á gervigrasinu á Ásvöllum í kvöld. Eins og venjulega skiluðu sér ekki allir, bara 11 á réttum tíma. Einn var meiddur og 3 til viðbótar meiddust. Þessar hetjur auk 2, sem mættu of seint og meiddust báðir, kláruðu 2-falt lið Álftaness, þeir skiptu um heilt lið í hálfleik. Þeir áttu fyrstu 20 mín,, en við 1. dauðafærið, skoti Gústafs bjargað á línu. Síðan hófst þáttur Fannars í markinu, bjargaði a.m.k. 4 sinnum dauðafærum og steig ekki feilspor, þvílík markvarsla. Davíð fór á kostum í vörninni, Gústaf lagði upp mark fyrir Anton e. ca. 30 mín., vel að því staðið. Í hálfleik ákv. við að laga veikleika öðrum megin og það tókst, vilð lékum aftarlega og beittum áfram skeinuhættum sóknum, leikurinn var jafnari en í f.h., en hinir betri í heildina, við þó líklegir í þau fáu skipti, sem við færðum okkur fram. Mjög ánægður með þennan 1. æfingaleik 20. tímabilsins míns, annar e. 8 d. á Selfossi.
Fannar: Njáll fínn í s.h., Davið. Adólf með flottan s.h., Einar KK mjög duglegur; Andri betri í s.h., Tanni barðist vel(Birkir meiddist), Himmi batnaði, þegar á leið, Gústaf(Davíð Þór meiddist fljótt), Toni mjög hættulegur; Ásgeir mun duglegri en venjulega, lofar góðu.
Takk fyrir flottan leik, næst vantar fullt af þessum mönnum, komið að ykkur, sem ekki spiluðuð í kvöld.
Takk fyrir drengilegan leik Álftanes, verða greinilega í toppbaráttu í 3. deild í sumar, hafa spilað æfingaleiki að' undanf., m.a. jafntefli við Árborg, okkar næstu andstæðinga og voru þar betri, að sögn Árborgarþjálfarans. Dómarinn var góður, en dónalegur við Tanna og frú!

KFS(Fannar) vann Álftanes 0:1(0:1)!

Eftir Himmi þann 29 Jan 2011 klukkan 01:02
Hvað meinaru með batnaði?? hljóp líklega 4-5 kílómetra í fyrri hálfleik og braut upp sóknir, vann boltann og var nálægt mönnum. Þeir fengum 1 dauðafær í fyrri hálfleik og það var eftir horn.
Annars fengu þeir hálf færi skot á 30 metrum. Í seinni hálfleik héldu þeir boltanum og við unnum hann og spiluðum upp og héldum vel.
Var buin á því síðustu 10 mínuturnar og þá skipti ég við Davíð í vörninni. Skil ekki alveg batnandi, þar sem ég átti lélega sendingu á einar í fyrri hálfleik og á jónatan í seinni hálfleik.
Annars mjög fín leikur og góður sigur

KFS(Fannar) vann Álftanes 0:1(0:1)!

Eftir Tanni þann 29 Jan 2011 klukkan 01:27
Þetta var með sætari sigrum, af ýmsum ástæðum:)

Til fyrirmyndar baráttan hjá mönnum. Mættum 20 manna hópi Álftanes, en rétt náðum í lið sjálfir...nokkrir meiddir, þar með talið undirritaður. Skemmtilegur þessi fyrsti æfingaleikur.

Takk fyrir gott kvöld.

KFS(Fannar) vann Álftanes 0:1(0:1)!

Eftir leikmaður álftaness þann 29 Jan 2011 klukkan 01:44
takk fyrir leikinn strákar, þó mér finnist þið hafa verið ansi dónalegir við dómarann sem gerði öllum greiða og tók að sér að dæma leikinn. Hvernig væri að bera smá virðingu fyrir því?
þú þarna himmi, ef ég giska rétt þá ertu miðjumaðurinn þeirra, áttaru þig á því að fótbolti snýst jafn mikið um að halda boltanum og vinna hann aftur? bara svona umhugsunarefni fyrir þig, kannski er þjálfarinn að reyna að hjálpa þér með uppbyggilegri gagnrýni, svo kannski þakkaru honum fyrir það næst frekar en að rífa kjaft við hann?
Góðar stundir.

KFS(Fannar) vann Álftanes 0:1(0:1)!

Eftir Jón Ársæll þann 29 Jan 2011 klukkan 13:16
Skynja ég tár á vanga þínum eftir erfitt mótlæti síðasta sólahring... fyllist hjarta þitt af svartnætti og ótta við komandi leiktíð... og að lokum snýst fótbolti ekki um það að skora fleiri mörk en andstæðingurinn?
kveðja
Jón Ársæll

KFS(Fannar) vann Álftanes 0:1(0:1)!

Eftir Jón Ársæll þann 29 Jan 2011 klukkan 13:20
Skynja ég tár á vanga þínum eftir erfitt mótlæti síðasta sólahring... fyllist hjarta þitt af svartnætti og ótta við komandi leiktíð... og að lokum snýst fótbolti ekki um það að skora fleiri mörk en andstæðingurinn?
kveðja
Jón Ársæll

KFS(Fannar) vann Álftanes 0:1(0:1)!

Eftir Andri þann 29 Jan 2011 klukkan 15:16
Hahahaha. Sjá þessi tuð comment :) En hérna ég þakka flottan og drengilegan leik hjá Álftanesi. Og vill líka segja að þessi leikur var mjög vel dæmdur. Alltaf smá testósteron ský yfir vellinum þegar þessi tvö lið mætast. Flottur æfingaleikur, við sýndum góða færslu og góðan varnarleik en þurfum augljóslega að bæta sóknarleikinn og að halda boltanum betur. Ég hafði rosalega gott af því að taka 90 mínútur enda ekki í neinu formi. Finnst hálf ergilegt að ná ekki æfingaleiknum næstu helgi og vona ég að það verða 3-5 æfingaleikir í viðbót fyrir deildarbikar.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ