SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

K. F. S.:Álftanes 1:1(0:0)

Eftir Stjórinn þann 17 Jul 2009 klukkan 21:52
Góð úrslit í kvöld gegn hinu sterka liðinu í riðlinum, Álftanesi, sem óneitanlega er í betra standi en hin liðin. Við vorum talsvert betri í fyrri hálfleik og hefðum átt að nýta nokkur dauðafæri. Þegar þeir fengu rautt rétt fyrir hálfleik leit þetta vel út og Stebbi Braga. skoraði eftir nkr. mín. í seinni hálfleik. Við héldum áfram að vera betri, en það verður að viðurkennast, að skiptingarnar tókust ekki eins vel og venjulega, enda andstæðingurinn sterkari en venjulega. Smám saman náðu Álftnesingar tökum á þessu og komust oft upp vi. vænginn seinni partinn. Það endaði með vítaspyrnu eftir misreiknað úthlaup markmannsins okkar, sem annars hefur reynst frábærlega. Sigurður Brynjólfsson jafnaði úr vítinu. Þar við sat, enda var þetta 2 mín. fyrir leikslok.
Þetta var góð prófraun fyrir framhaldið, en sumir höndluðu það ekki alveg. Þeir læra væntanlega af þessu. Eins er mikil móðgun við félagana að yfirgefa varamannaskýlið, þegar menn eru teknir út af, menn geta beðið afsökunar á því í þetta sinnið, en það verður ekki liðið aftur. Þetta hefur verið margrætt áður. Voru margir að tala um þetta í liðinu eftir á og eins að þessar skiptingar hefðu verið mjög eðlilegar. Við þurfum að byggja á varamönnunum líka og 2 þeirra fengu ekki einu sinni að fara inn á og ættu að vera ólíkt reiðari en þeir, sem fengu þó að byrja leikinn. Þetta er liðsíþrótt og smámótlæti á að þjappa mönnum saman. Gef ekki einkun í kvöld, nokkrir myndu ekki þola það. Hún fer bara í kladdann. Davíð var sem fyrr besti maðurinn.
Kolli(takk fyrir Guðjón Orri að koma); Hilmar(Jónatan), Davíð, Adólf, Andri(Jóhann Rúnar); Trausti spilaði sinn 1. heila leik í sumar, Stebbi B., fyrirliði, Toni, Ívar, Einar Kristinn(Stefán Björn); Sæþór. Magninho fékk ekki að spreyta sig.
Takk fyrir flottan leik peyjar framan af, náðum jafntefli við besta liðið í riðlinum fyrir utan okkur, áttum meira skilið, en lærum af þessu. Stapan er góð, leikin er 3-föld umferð, alls 15 leikir og 2 efstu liðin fara í 8-liða úrslit. Við nálgumst þau æ meir.
Næsta æfing á sunnudag kl. 16.15.
1 KFS 10 6 4 0 33 - 6 27 22
2 Álftanes 9 4 4 1 19 - 13 6 16
3 KB 10 3 2 5 15 - 25 -10 11
4 Þróttur V. 8 3 1 4 10 - 17 -7 10
5 KFR 8 1 4 3 14 - 15 -1 7
6 Augnablik 9 2 1 6 12 - 27 -15 7

Þróttur vann K. F. R. 2:0

Eftir Stjórinn þann 17 Jul 2009 klukkan 22:02
Þróttur V.:K. F. R. 2:0, Þróttarar styrkja sig í 3. sæti og ekkert klárt enn:
1 KFS 10 6 4 0 33 - 6 27 22
2 Álftanes 9 4 4 1 19 - 13 6 16
3 Þróttur V. 9 4 1 4 12 - 17 -5 13
4 KB 10 3 2 5 15 - 25 -10 11
5 KFR 9 1 4 4 14 - 17 -3 7
6 Augnablik 9 2 1 6 12 - 27 -15 7

K. F. S.:Álftanes 1:1(0:0)

Eftir Einar þann 17 Jul 2009 klukkan 22:07
Þú getur sagt að það sé móðgun við félagana að yfirgefa varamannaskýlið, en felst engin móðgun í því að taka alltaf sömu leikmennina útaf, alltaf á sama tíma?
Hvar er sanngirnin í því að leyfa sumum að spila allan leikinn, nánast undantekningalaust, á meðan aðrir þurfa að sætta sig við skiptingu, burt séð frá frammistöðu og æfingasókn?

Þarna er ég ekkert að tala bara um mig, heldur alla þá sem eru að lenda í þessu, trekk í trekk.

Er það bara ég, eða er þetta ekki hárrétt hjá mér? Ég veit amk um þónokkra sem taka fyllilega undir þetta.

Ég get amk ekki sagt annað en að ég sé orðinn hundþreyttur á þessu. T.d. síðustu helgi þá spila ég samtals 90 mínútur á meðan aðrir spila 180.

Það er engin afsökun að segja "ég skipti þér ekki útaf útaf þú varst lélegur." Ef ég var ekki lélegur í kvöld, af hverju fór ég, og aðrir, þá útaf á undan einhverjum öðrum?

Maður spyr sig.

K. F. S.:Álftanes 1:1(0:0)

Eftir Davíð Egils þann 17 Jul 2009 klukkan 22:13
Legg til að við tökum þetta spjall á æfingu.

K. F. S.:Álftanes 1:1(0:0)

Eftir Himmi þann 17 Jul 2009 klukkan 22:27
Er að fara upp á land á sunnudaginn og kem aftur á þriðjudaginn.

Ég var frekar pirraður að vera tekinn útaf eftir 60 mínutur til að hleypa öðrum inná... Var buin að eiga nánast fullkominn leik og er svo tekinn útaf eins og ég hafi ekki getað neitt...
Allt í lagi að skipta inná ef við erum 5-0 yfir eins og á móti KB þá er mér nákvæmlega sama, en á móti besta liðinu í 1-0 stöðu er smá munur.

Bara að láta vita af þessu, svekjandi jafntefli en við vinnum bara næsta leik.

K. F. S.:Álftanes 1:1(0:0)

Eftir Himmi þann 17 Jul 2009 klukkan 22:34
Er að fara upp á land á sunnudaginn og kem aftur á þriðjudaginn.

Ég var frekar pirraður að vera tekinn útaf eftir 60 mínutur til að hleypa öðrum inná... Var buin að eiga nánast fullkominn leik og er svo tekinn útaf eins og ég hafi ekki getað neitt...
Allt í lagi að skipta inná ef við erum 5-0 yfir eins og á móti KB þá er mér nákvæmlega sama, en á móti besta liðinu í 1-0 stöðu er smá munur.

Bara að láta vita af þessu, svekjandi jafntefli en við vinnum bara næsta leik.

K. F. S.:Álftanes 1:1(0:0)

Eftir Stjórinn þann 17 Jul 2009 klukkan 22:42
Sumir græða á því að vera í stöðum, sem minni samkeppni er um, skal íhuga þetta alvarlega fyrir framhaldið. Með brotthvarfi Antons aukast möguleikar ykkar á vængnum verulega, Stefán Björn fer svo um miðjan ágúst til að gera stöður ykkar enn öruggari.
Listinn út af er svona: Trausti 5 og Jónatan 5, Adólf, Einar KK og Hilmar 4, Stefán Björn og Sæþór 3, Andri 2, Kolbeinn, Egill og Anton 1, Davíð, Ívar, Kjartan og Sindri 0.
Listinn inn á, sem er enn erfiðara fyrir menn: Stefán Björn 4, Jói Rúnar 4, Trausti, Jónatan, Einar KK, Kjartan, Sæþór og Stefán Björn 3, Hilmar, Sindri, Andri 2, Anton, Stebbi B. 1.
Varamenn, án þess að fá að koma inn á, erfiðast: Cantona 3, Hannes 3, Viktor 2., enginn þessara hefur gefið skít í félaga sína og þjálfarann formlega.
Stefán Björn, Sæþór og Trausti hafa ekki gert það heldur, né flestir af ofangreindum. Ég þakka fyrir það. Mín samúð er með ykkur öllum, en f. o. f. þurfum við að standa saman og vinna eins og lið. Ljóst, að Ívar og Davíð Robba hafa sloppið manna best.
Varamennirnir að undanförnu hafa m. o. m. verið kantmenn eða bakverðir, þeim mun fara fækkandi á næstunni og fjölga á öðrum stöðum á vellinum. Ofangreint hlutfall mun því nær örugglega breytast á næstunni, við erum ánægðir með þig, Einar Kristinn, svo hættum þessu hér, biddu félagana afsökunar á æfingu eða hér(helst á æfingu), við þurfum á þér að halda í framhaldinu, en líka öllum hinum, sem er verið að ,,móðga" í hverjum leik. Það er mjög flókið að hafa alla ánægða, árangur liðsins ætti að vera aðalatriðið og hann er betri en nokkurn óraði fyrir, svo að eitthvað hlýtur að hafa verið gert hjá þessum ómögulega þjálfara, sem þarf að taka við svona svívirðingum kauplaust, borgar m. a. s. með sér, því sumir borga ekki félagsgjöldin, á ekki við þig þar.
Látum þessu lokið hér, þetta var enginn heimsendir, liðið er áfram að bæta ýmsa hluti, við spiluðum við gott lið í kvöld, og höldum áfram að bæta okkur, í stað þess að deilda innbyrðis.

K. F. S.:Álftanes 1:1(0:0)

Eftir Tanni þann 17 Jul 2009 klukkan 23:34
Ég er sammála Davíð, þ.e að rökræður sem þessar eru ekki heppilegar á þessum vettvangi. Ræðum þetta frekar á æfingu.

K. F. S.:Álftanes 1:1(0:0)

Eftir SiggiE þann 18 Jul 2009 klukkan 10:19
Sá leikinn í gær og er þetta án efa sterkasta lið KFS lið síðan að við unnum 3.deildinu um árið.

Ég held að þetta lið geti farið langt í ár ef þið náið að þjapa ykkur saman og búa til góða stemningu bæði innan vallar sem utan.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

einn =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ