SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

KFS með flesta leiki án taps í deildakeppni karla í ár!

Eftir Stjórinn þann 19 Jul 2009 klukkan 13:53
Best að nefna þetta, meðan við getum. Höfum nú leikið 10 leiki án taps í deildinni, K. A. náði 9, Völsungur og Ýmir eru í 9, en þessi 2 hafa ekki tapað enn og geta því náð okkur. Þótt þetta fjúki á næstunni(ekki planið!), er þetta frábær árangur, takk fyrir það peyjar, orðið tímabært að horfa á það jákvæða við úrslitin við Álftanes, endurtek, að við vorum klárlega að spila við bestu andstæðingana í riðlinum, þótt sigur gegn öllum hinum sé engan veginn tryggður fyrirfram og þeir allir frambærilegir. Met koma ekki að sjálfu sér, svo að við höldum áfram uppbyggingunni, við erum ekki nógu góðir enn!
Gleymum svo ekki, að vörnin er sú besta í deildunum í ár, fram að þessu, 6 mörk í 10 leikjum, líka frábær árangur!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ