SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Stórt tap gegn Árborg 5:1(1:0)

Eftir Stjórinn þann 27 Feb 2011 klukkan 01:37
Töpuðum 5:1 á gervigrasinu á Selfossi í dag við nokkuð góðar aðstæður. Lékum þokkalegan varnarleik, en gáfum þeim mark eftir kortér. Áttum 2 færi í f.h. en nýttum þau ekki. Þeir meira með boltann, en ekki að skapa mikið.
Byrjuðum s.h. betur, en fengum svo 2 mörk á mínútu gegn okkur eftir ca. 10 mín. og þá var þetta búið, fáir(engir) (skiptimenn) í formi, þótt varamenn björguðu töluverðu með því að mæta. Sýndi sig að við verðum að mæta betur mannaðir/fleiri, ef við eigum að eiga séns gegn betri liðum. Greinilegur munur á leikformi, 2 af okkar miðjumönnum að spila í 1. sinn mjög lengi og við ekki í nógu góði formi enn þá. Til þessa var leikurinn og heppnaðist vel sem slíkur. Þakka þeim, sem gáfu sig í þetta, Anton tvímælalaust besti leikmaðurinn, Einar Kristinn skoraði gott mark eftir góða sókn og undirbúning Hjalla og Gústafs held ég.
Fannar mátti sín lítils; Andri, Davíð og Hilmar, Einar Kristinn; Tryggvi(Svenni), Birkir(Siggi EE fékk strax dauðafæri), Hjalli, Gregg með sinn 1. leik fyrir okkur og gæti nýst okkur, Toni; Gústaf.
Fleiri þurfa að gefa sig í næsta leik 12/3 nk. gegn K. B.

Stórt tap gegn Árborg 5:1(1:0)

Eftir Formaðurinn þann 27 Feb 2011 klukkan 09:38
Vil nú segja það þeir sem gáfu sig í þetta frá Eyjum, Gústaf og Fannar og að sjálfsögðu Hjalti, eiga heiður skilinn fyrir að gefa sig í leikinn. Ég var engan veginn spenntur fyrir sjóferð fram og til baka í skítabrælu en þið sem fóruð eru sjóhundar! Gregg fór líka en 2. flokkur á að spila í dag í R.vík. Samt ósáttur við að Dudek skildi ekki nýta færið sitt.

Stórt tap gegn Árborg 5:1(1:0)

Eftir Dudek þann 27 Feb 2011 klukkan 14:15
Ég var búinn að vera inná í heilar 30 sek og var þreyttan farinn að segja til sín.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ