SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Tveir sterkir í viðbót til K. F. S.!

Eftir Stjórinn þann 17 Mar 2011 klukkan 09:37
Guðjón Ólafsson er kominn að láni frá ÍBV, frábær liðsstyrkur þar. Bjóðum hann hjartanlega velkominn, Guðjón getur spilað ýmsar stöður og er framtíðarleikmaður hjá ÍBV, ef hann nær sér vel á strik í sumar með okkur, að mínu mati. Hann er 21 árs.
Gregg Ryder er fyrsti(eini?) útlendingurinn okkar í ár. Hann er 22 ára þjálfari 2. flokks og spilar á miðjunni, sem styrkist dag frá degi hjá okkur, von á einum enn þar fljótlega. Gregg spilaði síðast háskólafótbolta í USA, hefur tekið einn æfingaleik með okkur og lofar góðu. Hann kemur frá Newcastle United, Valur Smári er mjög hrifinn af öllu, sem þaðan kemur.
Með þennan mannskap til viðbótar þeim, sem fyrir voru og öðrum viðbótum að undanförnu, ætlast ég til að við förum alla leið í sumar! Æfing í kvöld!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ