SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Leikurinn í dag: Hegðun mín

Eftir Einar Kárason þann 03 Apr 2011 klukkan 17:32
Ég vill biðja þá sem spiluðu í dag, og auðvitað Hjalta, afsökunar á rauða spjaldinu sem ég fékk í dag. Þrátt fyrir að ég hefði hvorteðer ekki komist í næsta leik, þá var þetta heimskulegt, þar sem það var alveg tími eftir til að reyna að minnka muninn.

Einnig bið ég Hjalta afsökunar á gjörðum mínum þegar ég gekk út af vellinum. Geri mér fulla grein fyrir því hversu heimskulegt þetta var.

Vonandi að þetta fari nú samt að skána hjá okkur, og við mætum fleiri en 11 í næstu leiki.

Sjáumst.

-Einar.

Sneypuför til Reykjavíkur

Eftir Stjórinn þann 03 Apr 2011 klukkan 22:29
Takk fyrir það, minnkar aðeins reiðina. Þetta er hér með afsakað, þú mættir a.m.k. í leikinn. Mættum 11 á Í. R.-völl í dag. Haffi og Stebbi Braga. höfðu hlaupið í skarðið á síð. stundu og björgðu miklu. Robocop lét sigg ekki heyra eða sjá og Mottan fékk KFS-veikina; veiktist á síð. stundu og lét ekki vita. Ég varð því að umraða öllu á síð. stundu og valdi ekki bestu leiðina. Hún fannst í stöðunni 0:2 og Ásgeir minnkaði fyrir hlé. Þeir skoruðu svo 1:3, Haffi minnkaði svo í 2:3 eftir gott spil Einars og Gaua. Þeir fengu svo gefins víti, þótt aðstoðardómarinn veifaði brot á markmanni okkar. Gústi Ha. hafði varið með höndum á línu, þreyttir og reiðir KFS-arar mótmæltu og við 2 færri í 2:4. Þeir fengu svo aftur víti, sem Fannar varði glæsilega. Þar við sat. Fullyrði að HVAÐA EINN LEIKMAÐUR AF NEÐANGREINDUM SKRÓPHÓPI, sem hefði mætt hefði breytt úrslitunum í frábæru veðri í dag. Þakka Léttismönnum fyrir að redda góðum aðstoðardómurum og boltum. Dómarinn fær falleinkun, réði úrslitum, við vorum með góð tök á leiknum í alvarlegum mistökum hans.
Mættum 11 á Í. R.-völl í dag. Haffi og Stebbi Braga. höfðu hlaupið í skarðið á síð. stundu og björgðu miklu. Robocop lét sigg ekki heyra eða sjá og Mottan fékk KFS-veikina; veiktist á síð. stundu og lét ekki vita. Ég varð því að umraða öllu á síð. stundu og valdi ekki bestu leiðina. Hún fannst í stöðunni 0:2 og Ásgeir minnkaði fyrir hlé. Þeir skoruðu svo 1:3, Haffi minnkaði svo í 2:3 eftir gott spil Einars og Gaua. Þeir fengu svo gefins víti, þótt aðstoðardómarinn veifaði brot á markmanni okkar.
Gústi Ha. hafði varið með höndum og reiðir og þreyttir KFS-menn mótmæltu. Við undir 2:4 og 2 færri. Þeir fengu svo strax aftur víti, en Fannar varði glæsilega og þar við sat.
Fullyrði, að ef EINN AF NEÐANGREINDUM SKRÓPURUM HEFÐI GEFIÐ SIG Í ÞENNAN LEIK, HEFÐUM VIÐ UNNIÐ. Þakka Léttismönnum fyrir að redda boltum og góðum aðstoðardómurum. Dómarinn fær falleinkun.
Komu: Einar KK, Gústi Ha., Haffi, Fannar, Davíð, Adólf, Njalli, Himmi, Geiri, Gaui, Hjalti, Shrek, samtals 12 með mér, 18 leyfðir.
Skrópuðu: Siffi, Tanni, Steini, Formaðurinn, Gústaf, Hjalli J., Gauti, Smári, Slinger, Magninho, Ingó, Siggi prestsins, Gummi Geir, Gregg, Palli, Bjarni Rúnar, Andri, Hjalli V., Sigurður Ingi, Trausti, Tryggvi, Ingó, Steinar, Kiddi B, Birkir H í leikbanni, eru þetta ekki 25 leikmenn!!! Aðeins einn þeirra sýndi áhuga á leiknum, Jónatan, hinir ekki einu sinni hringt.
Ef við ætlum ekki að tapa öllu í sumar þurfa menn að fara að mæta í leiki og hlaupa 10 km/viku, mikiið vantar á formið enn þá. Vilji menn láta sér leiðast á vellinum í sumar, halda þeir áfram að taka allt annað fram yfir fótbolta/æfingar/leiki.
Áfram KFS!

Leikurinn í dag: Hegðun mín

Eftir siggi ingi þann 03 Apr 2011 klukkan 23:02
ég talaði við þig á föstudaginn Hjalti og lét þig vita að ég væri að fara í skírn ekki er hægt að segja um mig að ég hafi ekki látið vita eða skrópað! ég tek fjölskylduna framar öllu! skírn í fjölskyldunni skiptir meira máli en fótboltaleikur, þó boltinn skipi stórann sess í lífi minu,!!!

Leikurinn í dag: Hegðun mín

Eftir Þorsteinn þann 03 Apr 2011 klukkan 23:26
Sæll Hjalti

Sá að þú reyndir að hringja í dag en var sofandi eftir næturvakt.

Búinn að fylgjat með spjallinu og ætlaði að láta vita að ég kæmist ekki í þennan leik en það fórst því miður fyrir.

Leikurinn í dag

Eftir Tanni þann 03 Apr 2011 klukkan 23:39
Hjalti mér þykir þú heldur ósanngjarn þegar að þú talar um skróp, þ.e. í mínu tilfelli. Forfall hefði átt þar betur við. Við áttum samtal að mig minnir viku fyrir leikinn, þar sem að ég gerði þér grein fyrir að ég myndi keppa tíu innanhúsleiki þessa helgi, og því ekki nokkru standi til þess að taka þennan leik líka. Þar hafði ég rétt fyrir mér, enda er skrokkurinn á mér alveg búinn á því eftir helgina. Leyfi mér því að vera ósammála þér og fullyrða á móti, að ég er ekki einn af þessum skrópmönnum sem að þú talar um að hefðu geta breytt gangi þessa leiks.

En annars verð ég að taka undir hversu sorglega lítill áhugi virðist vera þessa stundina innan KFS. Vonandi verður breyting þar á, enda eigum við nóg af sprækum og flínkum peyjum.
Áfram KFS.

Leikurinn í dag: Hegðun mín

Eftir Þorsteinn þann 04 Apr 2011 klukkan 01:24
Sæll Hjalti

Sá að þú reyndir að hringja í dag en var sofandi eftir næturvakt.

Búinn að fylgjat með spjallinu og ætlaði að láta vita að ég kæmist ekki í þennan leik en það fórst því miður fyrir.

Leikurinn í dag: Hegðun mín

Eftir Smári þann 04 Apr 2011 klukkan 11:20
Það er ekki rétt að hinir hefðu ekki einusinni hringt,
eg hringdi í þig og lét þig vita að ég og Gauti myndum ekki koma.

Leikurinn í dag: Hegðun mín

Eftir Stjórinn þann 04 Apr 2011 klukkan 12:10
Aðeins einn þeirra sýndi áhuga á leiknum, Jónatan, hinir ekki einu sinni hringt.
Til nánari útskýringar, leiknum=úrslitum leiksins.
Þegar ég var að spila fyrir löngu síðan reglulega, fór ég einu sinni úr Húsafelli til Reykjavíkur til að spila með Ármanni, í miðju fríi. Hafði gaman af að fá mér í glas og sleppti því bara í það skiptið. Hef gert í því undanfarin ár að mæta ekki þunnur í leik sem stjóri og sleppi mörgum tækifærunum fyrir það. Sé ekki eftir því.
Ég hefði aldrei látið knattspyrnumót lækna/læknanema(þau voru í gangi) stöðva mig í að spila með Ármanni. Jónatan hefði t.d. getað tekið sér frí á laugardeginum frá því, til að spila með okkur.
Ég kaupi ekki margar af þeim skýringum, sem menn gáfu fyrir þennan leik. Veit t.d. ekki hvað ég hef sleppt mörgum fermingum fyrir leiki, bara fermingar minna eigin barna og systkina hefðu getað stoppað mig.
U-21-landsliðið mun stoppa mig í sumar, en ég er að skipuleggja sumarfrí með konunni. Hún veit, að ég fer í leik á meðan við verðum í sumarbústaðnum. Skilaboðin hafa verið þannig frá byrjun, boltinn gengur fyrir. U-21-landsliðið er jú fótbolti, merkilegri en KFS í augnablikinu, en hef sleppt ferðum með þeim vegna K.F.S. áður.
Rétt, Smári, að þú lést vita, eftir að ég hringdi á umsömdum tíma og þú svaraðir ekki.

Leikurinn í dag: Hegðun mín

Eftir sveinn þann 04 Apr 2011 klukkan 18:40
Ég ætlaði mer að mæta. Fór snemma að sofa (um kl 22) til að reyna ná ehverjum sljóleika úr mér fyrir leikinn. Vaknaði svo um 10 morguninn eftir og var að drepast úr hita og verkjum. Reyndi að hringja en ekkert svar fékkst og þar sem ég var að farast fann ég þann næsta(Adolf) sem gat komið boðum til þín þar sem ég varð að leggjast.
Er mjög leiður yfir því að hafa orðið veikur og ég lofa að það gerist aldrei aftur.(því ég er auðvitað einn af þeim sem er alltaf að lenda í "veikindum" fyrir leik )

Leikurinn í dag: Hegðun mín

Eftir Stjórinn þann 04 Apr 2011 klukkan 19:09
Veit að þú vilt vel. Hef ekki orðið veikur í mörg ár og skil ekki þessi endalausu veikindi á ungum hraustum mönnum, þótt læknir sé og þá er ég að tala um heildina, ekki þig. Ekkert missed call á símanum, sem var opinn 864-2632. Fékk skilaboðin.

Leikurinn í dag: Hegðun mín

Eftir Kiddi þann 05 Apr 2011 klukkan 22:36
Þú hringdir í mig og spurðir mig hvort ég gæti spilað og ég sagðist ekki geta það. Ég var búinn að tala um að ég geti farið að spila um miðjan mánuð. Eina ástæðan fyrir því að ég er ekki að bjóða mig fram í leikina því að ég er að taka fjölskylduna fram yfir.

Leikurinn í dag: Hegðun mín

Eftir Stjórinn þann 06 Apr 2011 klukkan 07:49
Leikur lad. 16/4 kl. 16 á Leiknisvelli. Kemstu þá?
Hef lýst alls kyns áhrifum á mína fjölskyldu að ég hef haft fótboltann í forgangi. Ég er með yfir 30 ára hjónaband að baki, mikla vinnu og vel heppnuð börn. Eitt þeirra vinnur m.a.s. við fótbolta í dag. Fótbolti er frábær lífsstíll. Var það eina, sem ég gat hugsað mér, þegar ég missti son minn 1992.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ