Spjallið
Svara
Til baka...
Sigur á Álftanesi í bikarnum
Eftir Stefán Braga þann 30 Apr 2011 klukkan 19:09
Kfs vann Álftanes 2-0 í fífunni áðan
Markaskorarar voru Gauti úr víti og Birkir með stórglæsilegt mark undir lokin.
Þeir fengu 2 rauð
Býst við að Hjalti komi með flotta skýrslu um leikinn í kvöld
Markaskorarar voru Gauti úr víti og Birkir með stórglæsilegt mark undir lokin.
Þeir fengu 2 rauð
Býst við að Hjalti komi með flotta skýrslu um leikinn í kvöld
Álftanes:K. F. S. 0:2(0:1) í 1. leik Valitor Bikarsins!
Eftir Stjórinn þann 30 Apr 2011 klukkan 19:24
Frábær sigur gegn góðu liði Álftaness, sem er í betra standi en við og með fáa veikleika. Klókindi og beittur sóknarleikur skiluðu okkur áfram í 2. umferð, mætum Árborg heima 8. maí nk.
Fyrri hálfleikur var jafn, þeir þó meira með boltann. Gauti var nefbrotinn um miðjan hálfleikinn af grófum leikmanni, sem reyndi 2var í leiknum að kýla Gauta. Gauti harkaði af sér með skurð og rammskakkt nefið, fékk víti á 40. mín. og skoraði örugglega sjálfur. Við lögðum upp með að halda þeirra aðalmanni Andra Janussyni niðri og það tókst allan leikinn. Í s.h. vildi ég sjá þá fjúka út af, við myndum halda haus og láta þá og þjálfarann þeirra æsa sig enn meira. Tveir þeirra höfðu fengið gult, einn hjá okkur. Þetta tókst, þeir fengu rautt eftir 69 mín. Þeir fengu svo sjálfsmark á sig á 89. mín. af varamanni þeirra, en Birkir eignar sér markið. Á 91. fengu þeir svo annað rautt og flautað af stuttu seinna af mjög góðum dómara. Frábær sigur, stoltur af ykkur, peyjar, margir lagt hart að sér að undanförnu og menn virkilega tekið sig saman í andlitinu eftir 4 töp um daginn.
Fannar 10, frábær í byrjunm, lítið að gera eftir það; Hannes 10, aftur frábær, Gaui 8, Smári 8, Adólf 8(Steinar 8, gult); Ingó 9, Birkir 9 út á markið, Hilmar 8, Toni 9(Gústi 7), mjög góður; Bjöggi 8(Siffi 7) og Gauti 10, gult.
Takk fyrir frábæran sigur, og takk David, Álftanesi, fyrir góða samvinnu í vallarmálum.
Fyrri hálfleikur var jafn, þeir þó meira með boltann. Gauti var nefbrotinn um miðjan hálfleikinn af grófum leikmanni, sem reyndi 2var í leiknum að kýla Gauta. Gauti harkaði af sér með skurð og rammskakkt nefið, fékk víti á 40. mín. og skoraði örugglega sjálfur. Við lögðum upp með að halda þeirra aðalmanni Andra Janussyni niðri og það tókst allan leikinn. Í s.h. vildi ég sjá þá fjúka út af, við myndum halda haus og láta þá og þjálfarann þeirra æsa sig enn meira. Tveir þeirra höfðu fengið gult, einn hjá okkur. Þetta tókst, þeir fengu rautt eftir 69 mín. Þeir fengu svo sjálfsmark á sig á 89. mín. af varamanni þeirra, en Birkir eignar sér markið. Á 91. fengu þeir svo annað rautt og flautað af stuttu seinna af mjög góðum dómara. Frábær sigur, stoltur af ykkur, peyjar, margir lagt hart að sér að undanförnu og menn virkilega tekið sig saman í andlitinu eftir 4 töp um daginn.
Fannar 10, frábær í byrjunm, lítið að gera eftir það; Hannes 10, aftur frábær, Gaui 8, Smári 8, Adólf 8(Steinar 8, gult); Ingó 9, Birkir 9 út á markið, Hilmar 8, Toni 9(Gústi 7), mjög góður; Bjöggi 8(Siffi 7) og Gauti 10, gult.
Takk fyrir frábæran sigur, og takk David, Álftanesi, fyrir góða samvinnu í vallarmálum.
Sigur á Álftanesi í bikarnum
Eftir birkir þann 30 Apr 2011 klukkan 19:45
ég vill meina að þetta mark skrifist algjörlega á mig, skot á markið sama hversu slakt (varþó ekki slakt í þetta skiptið) með viðkomu í varnarmanni.. Skrifast á manninn sem tekur skotið :) Bara létt innskot. Enn annars flottur leikur hjá öllum og gaman að vinna svona baráttusigur þar sem allir ellefu unnu vel saman.
Sigur á Álftanesi í bikarnum
Eftir Maggivb þann 30 Apr 2011 klukkan 20:59
Óska ykkur til hamingju með sigurinn og óska ykkur góðs gengis í bikarnum gegn Árborgurum. vil hrósa markverði ykkar sérstakelga fyrir framúrskarandi frammistöðu og ykkur fyrir vel skipulagðan leik. Okkar mönnum fannst dómarinn helst til gefa ódýr gul spjöld á báða bóga þrátt fyrir að seinni gulu spjöldin á leikmenn okkar hafi verið fullkomlega rétt. Það er alltaf gaman að spila við KFS og vonum við að ykkur gangi sem best í sumar. Kv frá Nesinu
P.s. Birkir, þú færð ekki mark skráð nema þú skorir það sjálfur, átt ekki að þurfa láta varnamann gera vekrið fyrir þig. Sjáumst uppá öld við tækifæri.
P.s. Birkir, þú færð ekki mark skráð nema þú skorir það sjálfur, átt ekki að þurfa láta varnamann gera vekrið fyrir þig. Sjáumst uppá öld við tækifæri.
Sigur á Álftanesi í bikarnum
Eftir Andri þann 30 Apr 2011 klukkan 21:47
Klassi !!!
Sigur á Álftanesi í bikarnum
Eftir Nemanja Gaui þann 30 Apr 2011 klukkan 23:47
Fannar skuldlaust maður leiksins, frábær í alla staði í dag.
Sigur á Álftanesi í bikarnum
Eftir siffi þann 02 Maí 2011 klukkan 23:42
fannar maður leiksins ... staðfest
Til baka...