Spjallið
Svara
Til baka...
KFR:K. F. S. 1:2(1:1)
Eftir Stjórinn þann 25 Maí 2009 klukkan 22:50
Góður sigur í Bikarnum í kvöld í klafsleik, þetta lið er líka að vinna þá, minnir mig á karakterinn í gullaldarliðinu okkar 2002. Rigning rétt fyrir leik og völlurinn erfiður fyrir bæði lið, leikurinn mótaðist talsvert af því og mikilli baráttu.
Jafnræði í byrjun, tókum svo yfirhöndina og skoruðum verðskuldað úr vafasömu frísparki, Egill gaf á kollinn á Ívari.
Þeir jöfnuðu svo 11 mín. síðar með sínu eina skoti á markið allan leikinn og hresstust talsvert við það.
Seinni hálfleikurinn var mikil barátta, við ívið hættulegri, en þeir fengu eitt dauðafæri, en boltinn sigldi fram hjá öllum. Frábær varnarvinna kom í veg fyrir mark frá Sæþóri, en Egill skoraði sigurmarkið e. 66 mín. með skoti utan teigs, eitthvað truflaði markmanninn, sem hefði átt að verja og mark! Flottur sigur á kröftugu liði KFR, það mun enginn bóka sigur gegn þessu liði í sumar. Takk fyrir góð úrslit peyjar við erfiðar aðstæður og andstæðinga. Í verðlaun er ferð í Garðinn e. viku, Víðir, aldrei unnið þar, kominn tími á það.
Kolbeinn 9; Hilmar 8, Sindri 10, Stefán B. fyrirliði 8, Adólf 8(Trausti Hj. 8); Andri Ey. 9, Jónatan 8(Kjartan 9), Egill 9, Ívar R. 10, Anton 8(Einar Kristinn 8); Sæþór 9. Þakka Cantona, sem hjálpaði með upphitun markmannsins og sat á bekknum og Viktori fyrir að koma, mjög mikilvægt fyrir mig að hafa þetta úrval varamanna að skipta inn á til að laga hlutina. Varamennirnir veiktu ekki liðið eins og oft í fyrra, sérstaklega styrkti Kjartan miðjuna.
Jafnræði í byrjun, tókum svo yfirhöndina og skoruðum verðskuldað úr vafasömu frísparki, Egill gaf á kollinn á Ívari.
Þeir jöfnuðu svo 11 mín. síðar með sínu eina skoti á markið allan leikinn og hresstust talsvert við það.
Seinni hálfleikurinn var mikil barátta, við ívið hættulegri, en þeir fengu eitt dauðafæri, en boltinn sigldi fram hjá öllum. Frábær varnarvinna kom í veg fyrir mark frá Sæþóri, en Egill skoraði sigurmarkið e. 66 mín. með skoti utan teigs, eitthvað truflaði markmanninn, sem hefði átt að verja og mark! Flottur sigur á kröftugu liði KFR, það mun enginn bóka sigur gegn þessu liði í sumar. Takk fyrir góð úrslit peyjar við erfiðar aðstæður og andstæðinga. Í verðlaun er ferð í Garðinn e. viku, Víðir, aldrei unnið þar, kominn tími á það.
Kolbeinn 9; Hilmar 8, Sindri 10, Stefán B. fyrirliði 8, Adólf 8(Trausti Hj. 8); Andri Ey. 9, Jónatan 8(Kjartan 9), Egill 9, Ívar R. 10, Anton 8(Einar Kristinn 8); Sæþór 9. Þakka Cantona, sem hjálpaði með upphitun markmannsins og sat á bekknum og Viktori fyrir að koma, mjög mikilvægt fyrir mig að hafa þetta úrval varamanna að skipta inn á til að laga hlutina. Varamennirnir veiktu ekki liðið eins og oft í fyrra, sérstaklega styrkti Kjartan miðjuna.
Til baka...