SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

KFR(Reynir):K. F. S. 3:1(1:1)

Eftir Stjórinn þann 14 Maí 2011 klukkan 19:18
Því miður var þetta sanngjarnt og rúmlega það. Reynir nokkur Björgvinsson tók okkur í nefið og við áttum ekki varnarmann við hæfi á hann. Reyndi alla vikuna, en það gekk ekki. Auðvitað voru fleiri góðir hjá KFR, en Fannar okkar bjargaði okkur frá stærra tapi. Get ekki kennt neinum um þetta, okkur vantaði einfaldlega 2 úr byrjunarliðinu í vörninni og leikmann ársins 2010, ásamt einum centernum okkar, og það var of mikið gegn þessu góða liði. Óska Viktori til hamingju með sterkasta lið KFR frá upphafi.
Reynir skoraði eftir ca. 8 mín., Sæþór jafnaði eftir 26 mín. af dugnaði. Reynir gerði svo 2 í upphafi seinni hálfleiks og þar með var þetta búið. Við fórum illa með nokkur færi í f.h., sem var þokkalegur, sstl. seinni parturinn, en sá seinni var slakari.
Gauti fór snemma meiddur af velli, það var ekki til bóta og aðrir reyndu sitt besta, held ég, og hljóta að hafa lært að þurfa að bæta sig enn meir, vissulega hefur mönnum farið fram að undanförnu. Ég fann ekki lausnirnar, held þær hafi ekki verið á svæðinu. Held að tilraunastarfsemi hefði gert illt verra. Varamennirnir gerðu sitt besta, liðið versnaði ekki við þá.
Fannar besti maðurinn; Hilmar ekki í sinni bestu stöðu framan af, Smári ekki heldur allan leikinn, en fátt annað að gera, Gaui var í vandræðum, Andri skárstur í vörninni(Ágúst kom nær beint frá Noregi án vífillengna. takk fyrir það); Ingó mjög duglegur, en átti sinn þátt í 2. marki þeirra, Birkir(Njáll átti sinn besta leik í vor með okkur) reyndi að drífa menn áfram, Bjarni Rúnar hjálpaði til(Stebbi átti góða innkomu), Einar KK var líklega ekki í sinni bestu stöðu framan af; Gauti(Geiri ekki nógu duglegur) og Sæþór næstbesti maðurinn.
Takk fyrir að reyna, peyjar, þetta var ofurefli í dag, höldum áfram að bæta okkur. Dómarinn var frábær og ég er ánægður með að mínir menn létu ekki vonbrigði sín bitna á honum.
Þurfum að þjappa okkur saman fyrir næsta leik, K. V. heima, verður jafnerfitt. Hannes ætti að skila sér í þann leik.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

einn =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ