SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Stærsti sigur K. F. S. á K. V. í dag 4:1(1:0)

Eftir Stjórinn þann 28 Maí 2011 klukkan 19:16
Átti ekki von á þessu, þrátt f. að lykilmenn vantaði í K. V. Okkur vantaði líka Bjarna Rúnar, Guðna Frey og Val Smára. Inn komu Bjöggi og Gauti aftur, setti Slinger á bekkinn, vildi hvíla hann eftir 2 erfiða leiki og fá hann ferskan inn gegn þreyttum K. V.-mönnum. Það tókst fullkomnlega, hann nánast kláraði leikinn með flottu marki og flottri stoðsendingu; 3:0. Hugmyndin að þreyta K. V.-liðið í fyrri hálfleik og landa svo sigri með flottum varamönnum, það tókst fullkomnlega, bara 2 dagar frá erfiðum leik K. V. gegn Víkingi R. Sjaldan/aldrei haft jafnflotta varamenn.
K. V. kvartar réttilega yfir 1. marki okkar, á móti fengu þeir gefins víti(sárabótardómur). Kjartan kom okkur í 1:0 með klínu í vinkilinn, Birkir 2:0 með enn flottara marki í vinkilinn, Gauti kláraði leikinn með sinni síðustu snertingu, frábært, peyjar, stoltur af ykkur, liðinu fer fram með hverjum leik. Ýmir næst úti, allir að mæta!
Fannar 9; Hannes 9(Trausti 10), Gaui 10, Davíð fyrirliði 9, Einar KK 10; Ingó 9, Kjartan gult, 10(Himmi 9), Birkir 10, Toni 10(Frikki 9); Bjöggi 8(Slinger 10), Gauti 9(Hjalli 8).
Takk fyrir drengilegan leik, K. V., gott spilið hjá ykkur og kannske ekki 3 marka munur á liðunum, en við mikið beittari. Veðrið fallegt, en vestlægur hliðarvindur. Áhorfendur mættu vel og studdu okkur vel. Dómaranum voru mislagðar hendur, en K. V. má þakka fyrir að fá ekki eitt rautt og fleiri gul. Á ekki von á svona auðveldum sigri í seinni leiknum, en okkar stærsti sigur á K. V. frá upphafi í dag(8 leikir).

Stærsti sigur K. F. S. á K. V. í dag 4:1(1:0), leiðrétting

Eftir Stjórinn þann 28 Maí 2011 klukkan 19:21
Kvarta réttilega yfir 2. marki okkar, ekki 1.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ