SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Metsigur og 8-liða úrslit í 3. deild!

Eftir Stjórinn þann 29 Jul 2009 klukkan 21:12
Hásteinsvöllur, 3. deild-B
K. F. S.:Augnablik 13:0(5:0)
Sæþór Jóhannesson 4, Einar Gíslason 2, Einar K. Kárason 1(hans 1. fyrir félagið), Stefán Bragason, Sindri Viðarsson, Hilmar Björnsson, Ívar Róbertsson, Stefán Björn Hauksson(v) og Jónatan Guðbrandsson.
K. F. S. komið í 8-liða úrslit, er með flest mörk skoruð/leik(48/12) í deildakeppni meistaraflokks karla á Íslandi og fæst á sig/leik(6/12) og þar með mestan markamun/leik.
Slógum félagsmetið í kvöld, stærsti sigur áður 12:0!
Slógum nokkur félagsmet í viðbót, þ. á. m. 13. deildaleikurinn í röð(1 í fyrra) án taps.
Já, 16 manna kjarninn, sem hefur verið allt tímabilið frá í 1. leik mí október sl. spilaði þennan leik, auðvitað voru Anton og Egill farnir í ÍBV. Við höfum bætt við nýjum áhersluatriðum smám saman og þessir peyjar eru stórkostlegir, þeir gera einfaldlega það, sem maður biður um og ,,vita ekki betur" eins og margir lélegir leikmenn. Þeir hafa lagt hart að sér til að ná þessu stóra markmiði sumarsins, KFS í 1. sinn í úrslitum 3. deildar frá 2002! Hvert félagsmetið af fætur öðru hefur verið slegið, í dag bættust nokkrir á markalista sumarsins, sem er breiðari en nokkru sinni fyrr. Samheldnin er gríðarleg og menn vinna allir fyrir hvern annan. Ég hef verið í stökustu vandræðum með skiptingum í allt sumar, því að menn gefa nær alltaf allir allt sitt og ég hef viljað halda fleiri en 11 tilbúnum. Menn hafa lítið tekið sér frí, æft vel og marga leikina höfum við klárað á betri varamönnum, sem oftast eru allir jafngóðir og þeir, sem byrja og betra líkamnlegu ástandi. Aftast eru nokkur björg, sem hafa búið til bestu hlutfallslegu vörn á Íslandi, með öllum hinum, sem taka virkan þátt í varnarleiknum. Á miðjunni er blanda manna, sem passar ótrúlega vel saman, með mjög mismunandi hæfileika, á köntunum menn, sem geta komið tuðrunni fyrir(og skorað!), fremst sívinnandi menn og fljótir, nú besta hlutfallslega sóknin á Íslandi!
Þið skulið muna þennan dag, peyjar, ég er búinn að vera 17 ár í þjálfuninni og er að springa af stolti! Það var ekki búist við miklu af þessu liði fyrir tímabilið, misstum nokkra lykilmenn og aðrir komu seint inn frá í fyrra. Með markvissri vinnu frá 1. degi hafðist þetta og auðvitað ómetanlega hjálp frá ÍBV með gamla fyrirliðann okkar, Heimi Hallgrímsson, fremstan þar að hjálpa, með leikmönnum og hugmyndum um 2. flokk, sem léki undir merkjum ÍBV/K. F. S.
Þetta tal mitt þýðir ekki, að öllu hafi verið náð, sem hægt er að ná, nú verðum við að setja ný markmið og ég veit að þessi frábæri hópur fer ekkert að slappa af á vellinum, þótt skemmtileg helgi bíði þeirra.
Njótið dagsins núna og um helgina, sjáumst á æfingu á laugardag, það þarf mikið til að gera þennan yfir 300 leikja þjálfara yfir sig hissa á jákvæðan hátt, þið eruð margbúnir að gera það í sumar, mér hefði ekki dottið helmingur úrslitanna í hug fyrirfram!
Mér þótti vænt um svo margt í kvöld, en gríðarlega ánægjulegt að sjá Einar Kristin skora, hann er í 1. sinn að taka virkilega alvarlegt tímabil og fer fram og fer fram. Ég er nefnilega viss um, að þetta mark kveiki á takka, nú haldi hann áfram að skora eins og bakvörðurinn okkar frábæri, Hilmar gerði í kvöld. Cantona vann hug og hjörtu okkar einu sinni enn, minnti mann á gullaldarárið 2002 á Fáskrúðsfirði. Sæþór fór á kostum, beið líka eftir þessu hjá honum, þvílík sprengja. Tanni skoraði í 1. sinn í sumar, verið okkur gríðarlega mikilvægur félagslega, meira en hann grunar, Sindri skorar og skorar og Stefán Björn skoraði sitt 1. mark í sumar, líka beðið eftir því. Ívar þroskast og þroskast sem leikmaður. Á miðjunni er Doddi kóngurinn og Davíð í vörninni, Adólf fljótari en hann hefur verið í nokkur ár, Kolbeinn veggurinn í markinu, Sindri skorar og skorar, Trausti minn bætir sig stöðugt og ég hef marglýst því hve hrifinn ég er af hæfileikum 16 ára leikmannsins Kjartans. Andri Eyvindsson hefur farið á kostum í bakverðinum, þótt hann þykist vera sóknarmaður.
Á bak við þetta allt er svo formaðurinn, Óðinn, eins og snillingur, ekkert smágott að vinna með þeim manni.
Já, lífið er yndislegt!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ