SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Hvernig Ýmir:K. F. S. 3:0(1:0) tapaðist!

Eftir Stjórinn þann 02 Jun 2011 klukkan 20:02
Þeir voru erfiðir dagarnir á undan þessum leik. Reyndi að fá honum frestað, það vildu Ýmismenn ekki, hefði eyðilagt langa helgi fyrir þeim. Við nýbúnir að færa leik fyrir K. V. heima til að þóknast þeim og misstum þar sterkan leikmann. Mun hugsa mig alvarlega um næst þegar Ýmir biður um greiða.
Næst var reynt að breyta leik 2. flokks, sem var á sama tíma. Það gekk ekki heldur, svo að enga leikmenn var að hafa úr 2. flokki. Reyndar fengum við Kjartan kl. 14 í gær, en hann segist hafa sagt þjálfaranum að hann færi að vinna í morgun og kæmist ekki. Því neitar þjálfarinn og fékk ég að vita hjá Kjartani kl. 22 í gærkveldi að hann kæmi ekki, var að vinna til kl. 13 og enginn gat leyst hann af. Fékk að vita í dag að ekki hefði verið rætt um bónusa við hann, eins og ákveðið var á fundi með ÍBV í vor með 2. flokksleikmenn eða leikmenn ÍBV. Það hefur eflaust ekki aukið áhuga hans. Frikki líka að vinna, Guðni meiddur.
Kjartan og Frikki spiluðu því með 2. flokki, sem vann 5:0.
Náði í nokkra leikmenn úr Reykjavík, sem hafa ekki áður spilað í deild með okkur í sumar. Einn þeirra, Steinar, lét ekki sjá sig, átti að byrja, og ekki hefur enn náðst í hann.
Bjarni Rúnar tjáði mér í gær að 50% líkur væru á makríl, staðfesti það svo kl. 21.30 í gærkveldi.
Fannar hélt mér líka í spennigreipum með 50% von, hann tilkynnti líka um vinnu kl. 17 í gær.
Birkir og Hjálmar héldu í vonina úti á sjó fram á síðustu stundu, en hver skýrsla versnaði. Þeir komu ekki.
Davíð og Stebbi voru allan tímann að fara að vinna. Sigurður Ingi lofaði í byrjun að koma, en fékk ekki pössun. Steina náðist aldrei í. Tanni var í vinnu. Maggi var farinn, þegar ég loksins sá að mig vantaði menn. Christo og Geiri hlupu í skarðið á síðustu stundu, með Gumma Geir og Bjarka. Eins gott.
Hannes hljóp í skarðið í markinu e. 1 árs hlé.
Eins og við var að búast tók það algerlega nýtt lið 1/2-tíma að læra inn á hvern annan, eftir það gott fram að hléi. Byrjuðum s. h. með látum og Björgvin fékk 2 deadara, en skoraði ekki. Það voru ekki einu deadarar okkar. Hinir skoruðu svo 2:0 mitt í þessu, menn börðust áfram en eftir 3:0 gáfust margir upp og við máttum þakka fyrir að tapa ekki stærra.
Hannes eins og ég bjóst við, takk f. að koma; Andri líka, Smári og Gaui líka, Einar betri; Ingó betri, Christo svipaður(Gummi Geir betri), Himmi betri, Toni svipaður(Bjarki verri); Gauti svipaður og Björgvin verri. Þetta var því nokkurn veginn á pari við væntingar með þennan mannskap. Vona, að vinnan hafi verið þess virði fyrir þá, sem völdu það, að tapa 3 stigum í dag. Ég hefði þurft fjári hátt kaup fyrir þessi stig, en er líka mun betur settur og launaður en mínir leikmenn.
Takk fyrir að koma og gefa ykkur í þetta, ekki ykkur að kenna hvernig fór. Mjög reiður Ými eins og fleirum að færa ekki leiki(nn) fyrir okkur, en það er líklega kjánalegt að koma til móts við andstæðingana.

Hvernig Ýmir:K. F. S. 3:0(1:0) tapaðist!

Eftir Stjórinn þann 02 Jun 2011 klukkan 20:26
Geiri kom inn f. Tona og var á pari. Þakka Haffa fyrir að hjálpa mér.

Hvernig Ýmir:K. F. S. 3:0(1:0) tapaðist!

Eftir Stjórinn þann 02 Jun 2011 klukkan 20:39
Það er af svo mörgu að taka, að ég gleymdi steggjuninni, verstu ástæðu Íslandssögunnar til að fara á fyllerí. Slingerinn fór í sína 1. í dag, ég hef enn ekki farið í neina og hefði ekki gert það á mínum blaustustu dögum, þótt mér hefði verið boðið það. Vona, að þetta hafi verið sú síðasta hjá Slingernum og mikið má hann hafa skemmt sér vel til að það hafi verið þess virði. Reyndar var Slingerinn líka að jafna sig af meiðslum og á allt gott skilið a.ö.l. eins og ofnannefndir skróparar, ég bara þoli ekki að tapa fyrir liðum, sem eru ekki betri en við, bara af því að menn gefa sig ekki í leikina.
Vona, að lokum, að þetta verði ekki endurtekið efni með öðrum eða sömu leikurum í öðrum útileikjum sumarsins.

Hvernig Ýmir:K. F. S. 3:0(1:0) tapaðist!

Eftir Ingó þann 02 Jun 2011 klukkan 23:03
Vill svo koma því á frammfæri að ef þetta á að vera svona í sumar að 5 eða fleirri lykilleikmenn geta ekki boðið sig í leikina að þá hreinlega hef ég lítinn áhuga á þessu. Þessi leikur lét mig hugsa "afhverju er ég að fórna vinnu og enginn annar gerir það" Áhuginn er lítill hjá mér að fara með half vængbrotið lið í dagsferð uppá land og vita það að leikurinn fer ekki vel.

Hvernig Ýmir:K. F. S. 3:0(1:0) tapaðist!

Eftir Einar Kárason þann 02 Jun 2011 klukkan 23:20
Ég kvitta undir það sem Ingó segir hérna að ofan. Það er nokkuð klárt að ég hreinlega nenni ekki að gera mér heilsdagsferð, og jafnvel missa úr vinnu, ef enginn annar er tilbúinn í það.

Liðið fannst mér spila nokkuð vel í dag, og lítið hægt að setja út á þá sem "fylltu uppí", en það er bara svo miklu skemmtilegra að fara í leik þar sem þú getur nokkurnveginn sett upp byrjunarliðið í höfðinu á þér, þá samblöndu af þeim leikmönnum sem hafa verið að spila. Það er virkilega óþægilegt að mæta í leiki og vita nákvæmlega ekki neitt.

Auðvitað er það alltaf þannig að einn og einn kemst ekki, en þegar næstum heilt byrjunarlið dettur úr hóp, þá er það helvíti leiðinlegt.

Hvernig Ýmir:K. F. S. 3:0(1:0) tapaðist!

Eftir Andri þann 02 Jun 2011 klukkan 23:56
Takk fyrir leikinn strákar, biðst afsökunar á að hafa tekið léttan trylling í hálfleik, ég bara þoli ekki þegar liðinu og mér gengur illa. Rífum okkur upp fyrir næsta leik. Gekk ágætlega á köflum, þurfum bara gera það sem við erum búnað gera best á þessu tímabili, stutt og snökt spil, láta boltann ganga og sækja á þessum snöggu kantmönnum og sóknarmönnum sem við höfum !

Hvernig Ýmir:K. F. S. 3:0(1:0) tapaðist!

Eftir Birkir þann 02 Jun 2011 klukkan 23:57
Sorry strákar að ég komst ekki í dag , við komum í land kl 10 um kvöldið. Ég er tilbúin að spila alla leiki. Enn ég bara gat ekki neitað tækifærinu að fara á sjó , þar sem ég er buin að vera semi blankur uppá síðkastið. Sorry með mig og ég veit ég tala líka fyri Hjálmar. Við reyndum eins og við gátum að koma.

Hvernig Ýmir:K. F. S. 3:0(1:0) tapaðist!

Eftir Fannar þann 03 Jun 2011 klukkan 12:09
Já veit ekki hvort afsökun sé nauðsynleg, finnst þetta bara frekar basic. Mér vantar pening og bauðst góð yfirvinna ef það er skrítið þá afsaka ég mina fjarveru, langaði að sjálfsögðu að spila, svona er þetta :/

Hvernig Ýmir:K. F. S. 3:0(1:0) tapaðist!

Eftir Sæþór þann 03 Jun 2011 klukkan 13:25
Ég biðst afsökunar á að hafa ekki mætt í leikinn. Ég skil það mjög vel að menn eru pirraðir á þeim sem gefa sig ekki í leikina, ég hugsa nákvæmlega það sama. Steggjunin var jú ein ástæðan fyrir því að ég mætti ekki eins og ég ræddi við Hjalta um.
Ég hef fórnað mörgum fjölskylduboðum og afmælum fyrir fótboltan og hef tekið hann framfyrir margt í gegnum tíðina. En maður þarf líka að hugsa um fjölskyldu og vini sína og ég tók þessa ákvörðun.

Hvernig Ýmir:K. F. S. 3:0(1:0) tapaðist!

Eftir Einar Kárason þann 03 Jun 2011 klukkan 13:30
Að mínu mati eru þetta allt góðar og gildar afsakanir. Skil ykkur mjög vel að vera eftir vegna vinnu og steggjunnar. Bara leiðinlegt, og erfitt, að svona margir forfallist á sama tíma.

Þetta verður vonandi ekki oft svona í sumar.
( :

Hvernig Ýmir:K. F. S. 3:0(1:0) tapaðist!

Eftir Stjórinn þann 03 Jun 2011 klukkan 15:38
Ánægður með þessar umræður. Það verður mikil vinna í sumar í Eyjum. Dagsetningar liggja n. v. fyrir. Reynið að fórna þessum dögum. Eigum við kannske alltaf að spila á sunnudögum, í alvöru talað? Ekki gaman að vera niðri á KSÍ í morgun og þurfa að útskýra tapið fyrir fjölda manna, mikið fleiri en Eyjamenn, sem fylgjast með okkur. Leið eins og við hefðum verið niðurlægðir í gær, enda má það til sanns vegar færa.
Einar stýrir æfingum á næstunni, kem heim á sunnudag, frí í dag. Fer aftur í Borg Óttans þrd., til Danaveldis á mvd.
Að lokum, ég er enn hamingjusamlega giftur e. 30 ár, þótt fótboltinn hafi verið nánast nr. 1 á heimilinu. Trausti er kominn með vinnu við fótboltann og fjölskyldan stendur vel saman. Fótbolti er nefnilega flottur lífsstíll og ekki er spikið að plaga mig. Fótbolti er besta afsökun, sem til er, í frítímanum. Ef konurnar ykkar skilja það ekki, náið ykkur þá í nýja. Við hjónin erum að fara saman á landsleikinn á morgun, í boði ísl. getrauna, kokteilboð á undan og ég veit að minni mun ekki leiðast, en ég verð edrú. Konur bera enga virðingu fyrir körlum, sem standa ekki á sínu, ég lofa ykkur því, þær valta yfir þá smám saman og fá leið á þeim.

Hvernig Ýmir:K. F. S. 3:0(1:0) tapaðist!

Eftir Fannar þann 03 Jun 2011 klukkan 18:25
Skiptir svo sem engu með sunnudaga eða laugardaga, það bara hitti svona á þennan daginn, gerum ekki meira úr þessu er mætum á laugardaginn og vinnum :)

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ