Spjallið
Svara
Til baka...
Stórslys á Týsvelli!
Eftir Stjórinn þann 26 Jun 2011 klukkan 17:09
Töpuðum 1:2 fyrir næstneðsta liðinu, K. H., á heimavelli í dag. Einar meiddst strax á 1. mín. og þurfti að fara út af. Setti þá Pétur inn á miðjuna og Kjartan út á kantinn, Andri fór í bakvörðinn. Þetta gekk þokkalega í f.h. og Toni skoraði eftir sendingu Péturs um miðjan f.h. Í s.h. snerist dæmið við og hinir sóttu. Þeir fengu ódýrt víti og jöfnuðu, nkr. mín. síðar fengu þeir svo góðan tíma f. utan teig til að skora 2. markið. Við sóttum linnulítið í lokin, bjargað á línu, dauðafæri Adólfs varið, eftir að við höfðum áður átt 2 skot í stöng og eitt í slá í byrjun. Úrslitin samt ekki ósanngjörn, meiri kraftur í þeim og betra spil í s.h. Verðum að safna liði fyrir næsta laugardag, þetta er alls ekki búið og við verðum að bjarga mannorðinu. Æfing á þriðjudag.
Fannar 8; Hilmar 9, Adólf 8, gult, Guðjón 7, Einar 8(Pétur 9); Andri 7, gult(Trausti 8), Birkir 8, gult, Kjartan 8(Njáll 7), Toni 8(Ásgeir 7); Gauti 7, gult, Sæþór 7.
Vorum of seinir að mæta í dag, of seinir að klæða okkur og of seinir út á völl. Reynum að laga þetta. Auk þess fékk ég að vita fyrst í klefanum, að sá, sem átti að vera half-cent kæmi ekki. Hafði ekki svarað í símann, né sinnt SMS-i um að láta vita, ef hann kæmist ekki. Varð því að fara heim og ná í linsur til að vera 5. varamaður. Lögum svona hluti líka. Mætum svo á æfingar í vikunni, tökum á og mætum ekki lyktandi af (gömlu) áfengi í næsta leik eins og einn leikmaðurinn gerði, þótt hann vissi alla vikuna að þessi leikur stæði til og að hann byrjaði. Látum svo sjá okkur á bekknum, ef okkur er skipt út af, a.m.k. eftir sturtu. Við erum að reyna að vera lið, ekki 17 einstaklingar.
Fannar 8; Hilmar 9, Adólf 8, gult, Guðjón 7, Einar 8(Pétur 9); Andri 7, gult(Trausti 8), Birkir 8, gult, Kjartan 8(Njáll 7), Toni 8(Ásgeir 7); Gauti 7, gult, Sæþór 7.
Vorum of seinir að mæta í dag, of seinir að klæða okkur og of seinir út á völl. Reynum að laga þetta. Auk þess fékk ég að vita fyrst í klefanum, að sá, sem átti að vera half-cent kæmi ekki. Hafði ekki svarað í símann, né sinnt SMS-i um að láta vita, ef hann kæmist ekki. Varð því að fara heim og ná í linsur til að vera 5. varamaður. Lögum svona hluti líka. Mætum svo á æfingar í vikunni, tökum á og mætum ekki lyktandi af (gömlu) áfengi í næsta leik eins og einn leikmaðurinn gerði, þótt hann vissi alla vikuna að þessi leikur stæði til og að hann byrjaði. Látum svo sjá okkur á bekknum, ef okkur er skipt út af, a.m.k. eftir sturtu. Við erum að reyna að vera lið, ekki 17 einstaklingar.
Stórslys á Týsvelli!
Eftir hanni þann 26 Jun 2011 klukkan 18:21
Sá mjög vel þetta "brot" þegar vítin var dæmd. Held að þessi dómari hafi verið að jafna sig eftir 13sólahringa djamm. Fyrir mér.. ALDREI víti.
Nú er bara að rífa sig upp fyrir næsta leik.
Nú er bara að rífa sig upp fyrir næsta leik.
Til baka...