SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Eftirminnileg heimferð

Eftir Stjórinn þann 09 Jul 2011 klukkan 01:57
Töpuðum 3:1 í Þorlákshöfn gegn betra liði Ægis, óska þeim til hamingju með það. Komumst í 0:1 eftir 7 mín., frábært mark Sæþórs með vinstri í hornið fjær, Romain jafnaði eftir 15 mín. Á 45. mín. var Anton tekinn niður og meiddur, einu sinni enn, og varð að fara út af, gult á Michael Jónsson. Þetta raskaði talsvert sóknarleiknum og ekki lagaðist það við höfuðverk Ingós, sem fór út af eftir 59 mín. Þá hafði Romain skorað aftur á 46. mín. Michael skoraði aftur eftir 67 mín. Fátt af viti hjá okkur eftir það, Geiri átti þó hættulegan skalla, sem markmaðurinn varði vel, hinum megin hélt Fannar skorinu niðri.
Dottnir í 6. sæti og verðum að bæta okkur. Ánægjulegt að fá Ingó, Bjarna Rúnar og Bjögga aftur inn, en gott hefði verið að hafa 2. flokkspeyjana, ekki séns að breyta þeirra leikdegi.
Fannar 8; Smári 8(Steinar 7(ekki í sinni stöðu), Guðjón 7. Davíð gult, 8, Hilmar 7(Björgvin 7); Ingó 8(Gummi Geir 8), Birkir 8, Hjalli 8(Geiri 8), Toni 9(Bjarni Rúnar 8), Sæþór 9, Gauti 8.
Heimferðin var eftirminnilegri, 2 tíma dól milli Selfoss og Hellu vegna mjög illa skipulagðrar útihátíðar, sem ég vissi ekkert um fyrirfram, og spenna hvort Herjólfur færi á undan okkur. Okkur tókst að ná honum og unnum þar stærsta sigur dagsins.
Takk fyrir að gefa ykkur í þetta á föstudegi, peyjar, næsti leikur lad. 16. júlí á K. R.-vellinum.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ