SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Næsta æfing 18.30 á morgun!

Eftir Stjórinn þann 04 Aug 2009 klukkan 20:31
Átta galvaskir mættu í rokinu auk mín og Jóa Rúnars. Fórum í Stabæk-keppni, sem Sæþór vann(Trausta í úrslitum). Síðan lékum við óhefðbundinn og hefðbundinn fótbolta, þar sem gulir töpuðu oftast. Aðrir á æfingu voru Andri, Viktor, formaðurinn, Robocop(tvennum sögum fór af úrslitum einvígisins í dag eins og venjulega!), Einar Kristinn og slingerinn.
Þeir, sem spila á föstudag: Förum kl. 13.30, þurfum því frí eftir hádegi í vinnu. Mótið ekki búið, sendum okkar besta lið á Þróttarana, viljum helst vinna riðilinn, það er ekki tryggt.
Lýsi eftir Kolbeini, Stefáni Birni, Gísla, Magga Ella. Gíslabræðrum, mottunni og öllum góðum mönnum, þurfum fleiri á æfingar en þetta! Förum ekkert að slaka á núna, úrslitakeppnin framundan!

Næsta æfing 18.30 á morgun!

Eftir Himmi þann 05 Aug 2009 klukkan 16:13
Er með hálsbolgu, hita, kvef og hausverk og kemst ekki á æfingu í dag... Kemst því miður ekki í leikinn heldur því ef ég verð orðinn hress er ég að fara á ættarmót á Kirkjubæjarklausti á föstudeginu.. Kem sterkur inn í næsta leik

Næsta æfing 18.30 á morgun!

Eftir Einar þann 05 Aug 2009 klukkan 17:24
Efa það að ég mæti, en ég er að drepast í rifbeinunum. Var slæmur fyrir æfinguna í gær, en verri í dag.

Hjalti, spurning hvort marið sé að koma út núna?

Næsta æfing 18.30 á morgun!

Eftir Stjórinn þann 05 Aug 2009 klukkan 18:21
Hef ekki farið á ættarmót nema einu sinni held ég, út af fótbolta. Sleppti því síðast í sumar. Mótið er ekki búið, ef við hins vegar vinnum þennan leik, mega menn mín vegna fara á ættarmót í leiknum á eftir. Fer ekki í fermingar systkinabarna heldur o. s. frv. Fótboltinn er mikið mikilvægari!
Hins vegar ágætt að ekki sé verið að smita hina leikmennina, sýnist þú vera að fara hvorugt, Hilmar, vona, að þér batni fljótt og vel.

Næsta æfing 18.30 á morgun!

Eftir Stjórinn þann 05 Aug 2009 klukkan 18:21
Hef ekki farið á ættarmót nema einu sinni held ég, út af fótbolta. Sleppti því síðast í sumar. Mótið er ekki búið, ef við hins vegar vinnum þennan leik, mega menn mín vegna fara á ættarmót í leiknum á eftir. Fer ekki í fermingar systkinabarna heldur o. s. frv. Fótboltinn er mikið mikilvægari!
Hins vegar ágætt að ekki sé verið að smita hina leikmennina, sýnist þú vera að fara hvorugt, Hilmar, vona, að þér batni fljótt og vel.

Næsta æfing 18.30 á morgun!

Eftir Stjórinn þann 05 Aug 2009 klukkan 18:21
Hef ekki farið á ættarmót nema einu sinni held ég, út af fótbolta. Sleppti því síðast í sumar. Mótið er ekki búið, ef við hins vegar vinnum þennan leik, mega menn mín vegna fara á ættarmót í leiknum á eftir. Fer ekki í fermingar systkinabarna heldur o. s. frv. Fótboltinn er mikið mikilvægari!
Hins vegar ágætt að ekki sé verið að smita hina leikmennina, sýnist þú vera að fara hvorugt, Hilmar, vona, að þér batni fljótt og vel.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ