Spjallið
Svara
Til baka...
Aftur jöfnuðum við á lokamínútunni!
Eftir Stjórinn þann 23 Jul 2011 klukkan 16:43
Í dag gáfu bara 3 sig úr síðasta byrjunarliði í þennan leik, metnaðurinn er ekki mikill. Með 138 símtölum í vikunni tókst mér að fá 16 í leikinn, þar af 4, sem haf ekki spilað með okkur í sumar. Einn þeirra forfallaðist rétt fyrir leik vegna barneigna kærustu og annar veiktist í nótt, en ekki hvað hjá K. F. S. Við náðum að nappa Ágúst Halldórsson upp úr sundlauginni, sá hann þar fyrir tilviljun og hann kláraði leikinn.
Kjartan og Fannar kvöddu okkur í dag, Fannar fer til Grindavíkur og Kjartan til ÍBV, gott skref fyrir þá og ég þakka þeim kærlega fyrir frábæra frammistöðu í sumar.
Við vorum mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og okkur tókst allan leikinn að hemja Guðmund Atla, sem hefur alltaf skorað gegn okkur, fyrr en í dag. Nýtt miðvarðapar okkar var frábært og steig varla feilspor.
Dæmt var mark af okkur í f.h., aðstoðardómari mjög vel staðsettur, en Kjartan segist hafa byrjað hlaupið fyrir aftan varnarmann, þegar boltinn var gefinn á hann.
Mark var svo dæmt af Ými í s.h. vegna rangstöðu.
Slatti af hálffærum okkar allan leikinn, en mér fannst Ýmir aldrei líklegur, þó skoruðu þeir á 75. mín. á sínum skársta kafla vegna misskilnings í vörninni. Áður höfðu Kjartan og Stefán Björn klúðrað dauðafærum, sstl. Kjartan, einn á móti markmanni. Á 92. mín. var svo Geira brugðið rétt innan teigs og Toni skoraði örugglega úr vítinu.
Mikill karakter að jafna þetta í uppbótartíma eins og í síðasta leik. Takk fyrir flotta frammistöðu peyjar. Nýtt lið okkar var ekkert síðra en það gamla og hetjan var nýja stjarnan okkar, Guðmundur Geir Jónsson. Sá átti stórleik.
Fannar 8; Hannes 10(Njáll 9), Adólf 10, Hilmar 10, Einar 9; Friðrik 9, gult(Ágúst 7), Guðmundur Geir 10, Stefán Björn 7, gult(Þorleifur 7), Kjartan 9, gult(Sigurður Ingi 8), Anton B. 10; Ásgeir 9, bætir sig enn.
Kjartan og Fannar kvöddu okkur í dag, Fannar fer til Grindavíkur og Kjartan til ÍBV, gott skref fyrir þá og ég þakka þeim kærlega fyrir frábæra frammistöðu í sumar.
Við vorum mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og okkur tókst allan leikinn að hemja Guðmund Atla, sem hefur alltaf skorað gegn okkur, fyrr en í dag. Nýtt miðvarðapar okkar var frábært og steig varla feilspor.
Dæmt var mark af okkur í f.h., aðstoðardómari mjög vel staðsettur, en Kjartan segist hafa byrjað hlaupið fyrir aftan varnarmann, þegar boltinn var gefinn á hann.
Mark var svo dæmt af Ými í s.h. vegna rangstöðu.
Slatti af hálffærum okkar allan leikinn, en mér fannst Ýmir aldrei líklegur, þó skoruðu þeir á 75. mín. á sínum skársta kafla vegna misskilnings í vörninni. Áður höfðu Kjartan og Stefán Björn klúðrað dauðafærum, sstl. Kjartan, einn á móti markmanni. Á 92. mín. var svo Geira brugðið rétt innan teigs og Toni skoraði örugglega úr vítinu.
Mikill karakter að jafna þetta í uppbótartíma eins og í síðasta leik. Takk fyrir flotta frammistöðu peyjar. Nýtt lið okkar var ekkert síðra en það gamla og hetjan var nýja stjarnan okkar, Guðmundur Geir Jónsson. Sá átti stórleik.
Fannar 8; Hannes 10(Njáll 9), Adólf 10, Hilmar 10, Einar 9; Friðrik 9, gult(Ágúst 7), Guðmundur Geir 10, Stefán Björn 7, gult(Þorleifur 7), Kjartan 9, gult(Sigurður Ingi 8), Anton B. 10; Ásgeir 9, bætir sig enn.
Aftur jöfnuðum við á lokamínútunni!
Eftir siggi þann 23 Jul 2011 klukkan 21:32
ég er enn á lífi eftir leikinn, kom sjálfum mér á óvart, takk fyrir leikinn strákar, var frábært að klæðast KFS treyjunni (7) á ný :)
Til baka...